Íþróttafélög hafa sum selt áfengi í leyfisleysi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. júní 2024 19:01 Íþróttafélögin selja mörg hver bjór í kringum leiki félaganna. Vísir/Vilhelm Íþróttafélögum sem selja áfengi á leikjum meistaraflokka sinna hefur fjölgað undanfarið. Dæmi eru um að sum þeirra hafi ekki tilskilin leyfi til þess. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands er hugsi yfir aukinni áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði og kallar eftir samtali innan íþróttahreyfingarinnar um málið. Undanfarin misseri hafa hafa íþróttafélögin í auknu mæli tekið að selja áfengi í kringum leiki meistaraflokka sinna en á meðal áhorfenda eru oft fjölmörg börn sem æfa hjá félögunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að nokkur þúsund lítra af bjór séu seldir á stærstu leikjunum. Þá eru áhorfendur oft með bjór í stúkunni. „Við sjáum miklar breytingar á framboði og aðgengi á síðastliðnum kannski tveimur til þremur árum. Þannig að við erum mjög hugsi yfir því. Þetta er heimavöllur barnanna okkar og við vitum það alveg að það hefur verið framboð og aðgengi á ákveðnum stöðum eða ákveðnum sölum fyrir jafnvel ákveðna hópa,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands. Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ er hugsi yfir þeirri þróun sem átt hefur sér stað síðustu árin þegar kemur að áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði.Vísir/Arnar Þannig hafi áfengi í gegnum tíðina verið í boði í ákveðnum sölum félaganna en svæðið sem áfengis sé neytt hjá íþróttafélögunum hafi undanfarið stækkað. „Allavega sjáum við að það eru börn og ungmenni sem eru að umgangast áfengi á göngum íþróttamannvirkja.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu geta íþróttafélögin sótt um tvenns konar leyfi til að geta selt áfengi. Annars vegar fast rekstrarleyfi sem felur í sér að selja má áfengi allan ársins hring með ákveðnum takmörkunum og hins vegar tækifærisleyfi þar sem sótt er um leyfi fyrir einstaka viðburði. Ekki eru öll íþróttafélögin sem hafa verið að selja áfengi með slík leyfi. Þá hafa fæst íþróttafélaganna útiveitingaleyfi sem nær yfir stúkuna. Auður segir mikilvægt að hafa forvarnargildi íþróttanna í huga þegar áfengisneysla í kringum íþróttaviðburði sé rædd. „Þetta er náttúrulega ekki samræmi við það sem við stöndum fyrir, holla lífshætti og félagsstarf. Þannig að við erum bara verulega hugsi og við óskum svo sem eftir því að það fari fram eitthvað samtal í hreyfingunni.“ Félögin sjálf hafi nefnt að þau séu með tvö markmið þegar kemur að áfengissölu á leikjum. „Það er annars vegar að bæta upplifun þeirra sem koma á leikina hjá sér og hins vegar er þetta óneitanlega tengt rekstri félaganna sem á mörgum sviðum er sótt að þessa dagana. Í þessari heildarmynd þarf að fara fram umræða um hvað er í fyrsta lagi löglegt og boðlegt og svo hins vegar það hvað félagið vill standa fyrir og hvernig hlutirnir eiga að vera.“ Áfengi og tóbak Íþróttir barna Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Undanfarin misseri hafa hafa íþróttafélögin í auknu mæli tekið að selja áfengi í kringum leiki meistaraflokka sinna en á meðal áhorfenda eru oft fjölmörg börn sem æfa hjá félögunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að nokkur þúsund lítra af bjór séu seldir á stærstu leikjunum. Þá eru áhorfendur oft með bjór í stúkunni. „Við sjáum miklar breytingar á framboði og aðgengi á síðastliðnum kannski tveimur til þremur árum. Þannig að við erum mjög hugsi yfir því. Þetta er heimavöllur barnanna okkar og við vitum það alveg að það hefur verið framboð og aðgengi á ákveðnum stöðum eða ákveðnum sölum fyrir jafnvel ákveðna hópa,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands. Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ er hugsi yfir þeirri þróun sem átt hefur sér stað síðustu árin þegar kemur að áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði.Vísir/Arnar Þannig hafi áfengi í gegnum tíðina verið í boði í ákveðnum sölum félaganna en svæðið sem áfengis sé neytt hjá íþróttafélögunum hafi undanfarið stækkað. „Allavega sjáum við að það eru börn og ungmenni sem eru að umgangast áfengi á göngum íþróttamannvirkja.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu geta íþróttafélögin sótt um tvenns konar leyfi til að geta selt áfengi. Annars vegar fast rekstrarleyfi sem felur í sér að selja má áfengi allan ársins hring með ákveðnum takmörkunum og hins vegar tækifærisleyfi þar sem sótt er um leyfi fyrir einstaka viðburði. Ekki eru öll íþróttafélögin sem hafa verið að selja áfengi með slík leyfi. Þá hafa fæst íþróttafélaganna útiveitingaleyfi sem nær yfir stúkuna. Auður segir mikilvægt að hafa forvarnargildi íþróttanna í huga þegar áfengisneysla í kringum íþróttaviðburði sé rædd. „Þetta er náttúrulega ekki samræmi við það sem við stöndum fyrir, holla lífshætti og félagsstarf. Þannig að við erum bara verulega hugsi og við óskum svo sem eftir því að það fari fram eitthvað samtal í hreyfingunni.“ Félögin sjálf hafi nefnt að þau séu með tvö markmið þegar kemur að áfengissölu á leikjum. „Það er annars vegar að bæta upplifun þeirra sem koma á leikina hjá sér og hins vegar er þetta óneitanlega tengt rekstri félaganna sem á mörgum sviðum er sótt að þessa dagana. Í þessari heildarmynd þarf að fara fram umræða um hvað er í fyrsta lagi löglegt og boðlegt og svo hins vegar það hvað félagið vill standa fyrir og hvernig hlutirnir eiga að vera.“
Áfengi og tóbak Íþróttir barna Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira