Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2025 11:02 Donald Trump og Gianni Infantino fóru yfir málin á fundi verkefnastjórnar bandarísku ríkisstjórnarinnar vegna HM í fótbolta 2026. Getty/Anna Moneymaker Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að það gæti verið hvatning fyrir Rússa til að binda enda á stríðið í Úkraínu, að þeir eigi annars ekki möguleika á að spila á HM í fótbolta á næsta ári í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Rússnesk knattspyrnulið hafa verið í banni frá alþjóðlegum fótbolta, í keppnum á vegum FIFA og UEFA, frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Trump, sem sagst hefur ætla að sjá til þess að stríðinu ljúki, var ekki meðvitaður um þetta bann Rússa þegar hann sat fyrir svörum ásamt Gianni Infantino, forseta FIFA, á fyrsta fundi verkefnahóps stjórnar Trumps vegna mótsins. „Þetta vissi ég ekki. Er þetta rétt?“ spurði Trump samkvæmt frétt BBC. „Þetta er rétt,“ svaraði Infantino. „Þeir [Rússar] eru í banni frá því að spila en við vonum að eitthvað gerist og friður komist á svo að Rússar geti aftur fengið þátttökurétt,“ sagði Infantino. „Það gæti gerst. Hey, það gæti verið góð hvatning, ekki satt?“ sagði Trump og hélt áfram: „Við viljum fá þá til að hætta. Við viljum að þeir hætti. Það er verið að drepa fimm þúsund ungar manneskjur í hverri viku – það er ekki einu sinni hægt að trúa þessu.“ Trump bætti því við að Infantino væri „stjórinn“ og réði því hvort að Rússar mættu vera með á HM. Stuðningsmenn velkomnir en verða svo að fara heim JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, var einnig á fundinum og sagði Bandaríkin hlakka til að taka á móti þeim fjölmörgu gestum sem koma til með að mæta á HM. Þeir verði hins vegar að fara heim til sín eftir mótið. Varað hefur við því að strangar innflytjendareglur í Bandaríkjunum og spenna í alþjóðastjórnmálum gæti valdið vandræðum fyrir stuðningsmenn þjóðanna sem spila á HM. „Ég veit að við fáum gesti, líklega frá um hundrað löndum. Við viljum að þeir komi. Við viljum að þeir fagni. Við viljum að þeir sjái leikina. En þegar tíminn er útrunninn þá þurfa þeir að fara heim til sín,“ sagði Vance. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjá meira
Rússnesk knattspyrnulið hafa verið í banni frá alþjóðlegum fótbolta, í keppnum á vegum FIFA og UEFA, frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Trump, sem sagst hefur ætla að sjá til þess að stríðinu ljúki, var ekki meðvitaður um þetta bann Rússa þegar hann sat fyrir svörum ásamt Gianni Infantino, forseta FIFA, á fyrsta fundi verkefnahóps stjórnar Trumps vegna mótsins. „Þetta vissi ég ekki. Er þetta rétt?“ spurði Trump samkvæmt frétt BBC. „Þetta er rétt,“ svaraði Infantino. „Þeir [Rússar] eru í banni frá því að spila en við vonum að eitthvað gerist og friður komist á svo að Rússar geti aftur fengið þátttökurétt,“ sagði Infantino. „Það gæti gerst. Hey, það gæti verið góð hvatning, ekki satt?“ sagði Trump og hélt áfram: „Við viljum fá þá til að hætta. Við viljum að þeir hætti. Það er verið að drepa fimm þúsund ungar manneskjur í hverri viku – það er ekki einu sinni hægt að trúa þessu.“ Trump bætti því við að Infantino væri „stjórinn“ og réði því hvort að Rússar mættu vera með á HM. Stuðningsmenn velkomnir en verða svo að fara heim JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, var einnig á fundinum og sagði Bandaríkin hlakka til að taka á móti þeim fjölmörgu gestum sem koma til með að mæta á HM. Þeir verði hins vegar að fara heim til sín eftir mótið. Varað hefur við því að strangar innflytjendareglur í Bandaríkjunum og spenna í alþjóðastjórnmálum gæti valdið vandræðum fyrir stuðningsmenn þjóðanna sem spila á HM. „Ég veit að við fáum gesti, líklega frá um hundrað löndum. Við viljum að þeir komi. Við viljum að þeir fagni. Við viljum að þeir sjái leikina. En þegar tíminn er útrunninn þá þurfa þeir að fara heim til sín,“ sagði Vance.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjá meira