Fótbolti

„Fót­boltinn var grimmur við okkur“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Inter maðurinn Marcus Thuram huggar Lamine Yamal hjá Barcelona eftir leikinn.
Inter maðurinn Marcus Thuram huggar Lamine Yamal hjá Barcelona eftir leikinn. Getty/Carl Recine

Eric García skoraði fyrsta mark Barcelona í kvöld og hóf endurkomuna en varð að lokum að sætta sig við 4-3 tap á móti Internazionale í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Inter vann stórkostlegt einvígi 7-6.

„Fótboltinn var grimmur við okkur. Við byrjuðum aftur á móti þeim 2-0 undir. Það er samt ótrúlegur karakter í þessu liði,“ sagði Eric García við Marca.

„Eftir það þá veit ég ekki hvað er að þessum velli. Ég hef spilað hér þrisvar sinnum og það er alltaf eitthvað sem kemur í veg fyrir að hlutirnir falli með okkur,“ sagði García.

„Við vitum öll hvað gerðist með þennan dómara þegar við komum hér síðast. Við verðum samt að vera stolt af stuðningsmönnum okkar og leikmönnum. Margir trúðu ekki á okkur og sögðu þetta væri bara ár kynslóðaskipta. Sjáðu bara hvað við höfum gert. Við eigum þó enn eftir að klára deildina,“ sagði García.

„Fótboltinn snýst um mistök. Við vorum miklu betri í seinni hálfleiknum. Við sýndum þá hvernig lið við erum. Þeir kláruðu leikinn vel í framlengingunni og gerðu okkur lífið erfitt. Ég held að þetta hafi ekki slæm áhrif fyrir sunnudaginn. Við komumst lengra en allir bjuggust við. Þetta kvöld gerir liðið sterkara þótt að við höfum ekki komist áfram,“ sagði García.

Eric Garcia fékk mjög gott færi stuttu eftir að hann skoraði fyrsta mark Barcelona.Getty/Emmanuele Ciancaglini



Fleiri fréttir

Sjá meira


×