Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Auðun Georg Ólafsson skrifar 6. maí 2025 13:03 Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, gerir ráð fyrir annarri kosningu til kanslara Þýskalands á næstu dögum eða innan tveggja vikna eins og stjórnarskráin leyfir. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, segir Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, hafa verið niðurlægðan í morgun þegar honum mistókst að tryggja sér kjör í tilnefningu til kanslara á þýska þinginu í morgun. Alice Weidel, leiðtogi hægri flokksins AfD, krefst þess að kosningar fari fram á ný. Í fyrsta sinn í sögu Þýskalands, eftir endurreisn þess sem lýðræðisríkis eftir seinni heimsstyrjöld, náði væntanlegur kanslari ekki nægjanlega mörg atkvæði í fyrstu lotu um tilnefningu til embættis kanslara á þýska þinginu í morgun. Alice Weidel leiðtogi AfD krafðist þess á blaðamannafundi strax í kjölfarið að boðað yrði til nýrra þingkosninga. Flokkur hennar, sem á þýsku nefnist Alternative für Deutschland eða AfD, er andvígur Evrópusambandinu og er talinn íhaldssamur, þjóðernissinnaður og popúlískur. Flokkurinn varð næst stærsti þingflokkur Þýskalands í kosningunum í febrúar síðastliðnum þar sem hann hlaut 20,8% atkvæða og 152 þingsæti af 630. Alice Weidel er formaður AfD eða Valkosts fyrir Þýskaland. Hún fer fram á að kosið verði til þings á ný. Getty Sameinast um andstöðu gegn AfD Kosningum í Þýskalandi var flýtt um sjö mánuði eftir að óvinsæl ríkisstjórn Olafs Scholz, leiðtoga Sósíaldemókrata féll. Eftir kosningarnar í febrúar síðastliðnum hófust viðræður milli Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Kristilegir demókratar fengu 28,6 prósent atkvæða, eða 208 þingsæti. Sósíaldemókratar fengu 16,4 prósent og 120 þingsæti. Saman eru flokkarnir því með 328 sæti á þýska þinginu, af 630. Sameiginlegt hagsmunamál flokkanna tveggja er að halda AfD frá völdum. Þrátt fyrir að Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar séu með 328 sæti á þingi og að til að verða kanslari þurfti Merz 316 atkvæði, fékk hann eingöngu 310 í kjörinu til kanslara í morgun. 307 þingmenn greiddu atkvæði gegn Merz og þrír skiluðu auðu. Níu þingmenn greiddu ekki atkvæði. Veikir stöðu Merz Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, á þó von á að Friedrich Merz verði á endanum útnefndur kanslari. „Þetta er auðvitað ferlega niðurlægjandi fyrir Merz og veikir stöðu hans bæði innan Þýskalands en einnig á alþjóðavettvangi. Merz hafði ráðgert mikla ferð um Evrópu sem nýr kanslari og þau plön hljóta að breytast eitthvað.“ Voru það Sósíaldemókratar sem stungu hann í bakið eða þingmenn úr hans eigin flokki? „Menn eru ennþá að fara yfir hvar þessi atkvæði liggja en það er augljóst að einhverjir innan raða þessara stjórnarflokka vilji veita honum einhverja ráðningu áður en farið er af stað.“ Hvað gerist þá næst? „Þingflokkarnir ráða ráðum sínum og þegar þeir hafa fundið út úr hver stuðningurinn raunverulega er þá má gera ráð fyrir annarri kosningu til kanslara á næstu dögum eða innan tveggja vikna. Þriðja kjörið til kanslara á þinginu er mögulegt og þá dugar bara einfaldur meirihluti fyrir þann sem verður þá kanslari. Þannig að það eru allar líkur á að þetta gangi á endanum.“ Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Í fyrsta sinn í sögu Þýskalands, eftir endurreisn þess sem lýðræðisríkis eftir seinni heimsstyrjöld, náði væntanlegur kanslari ekki nægjanlega mörg atkvæði í fyrstu lotu um tilnefningu til embættis kanslara á þýska þinginu í morgun. Alice Weidel leiðtogi AfD krafðist þess á blaðamannafundi strax í kjölfarið að boðað yrði til nýrra þingkosninga. Flokkur hennar, sem á þýsku nefnist Alternative für Deutschland eða AfD, er andvígur Evrópusambandinu og er talinn íhaldssamur, þjóðernissinnaður og popúlískur. Flokkurinn varð næst stærsti þingflokkur Þýskalands í kosningunum í febrúar síðastliðnum þar sem hann hlaut 20,8% atkvæða og 152 þingsæti af 630. Alice Weidel er formaður AfD eða Valkosts fyrir Þýskaland. Hún fer fram á að kosið verði til þings á ný. Getty Sameinast um andstöðu gegn AfD Kosningum í Þýskalandi var flýtt um sjö mánuði eftir að óvinsæl ríkisstjórn Olafs Scholz, leiðtoga Sósíaldemókrata féll. Eftir kosningarnar í febrúar síðastliðnum hófust viðræður milli Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Kristilegir demókratar fengu 28,6 prósent atkvæða, eða 208 þingsæti. Sósíaldemókratar fengu 16,4 prósent og 120 þingsæti. Saman eru flokkarnir því með 328 sæti á þýska þinginu, af 630. Sameiginlegt hagsmunamál flokkanna tveggja er að halda AfD frá völdum. Þrátt fyrir að Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar séu með 328 sæti á þingi og að til að verða kanslari þurfti Merz 316 atkvæði, fékk hann eingöngu 310 í kjörinu til kanslara í morgun. 307 þingmenn greiddu atkvæði gegn Merz og þrír skiluðu auðu. Níu þingmenn greiddu ekki atkvæði. Veikir stöðu Merz Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, á þó von á að Friedrich Merz verði á endanum útnefndur kanslari. „Þetta er auðvitað ferlega niðurlægjandi fyrir Merz og veikir stöðu hans bæði innan Þýskalands en einnig á alþjóðavettvangi. Merz hafði ráðgert mikla ferð um Evrópu sem nýr kanslari og þau plön hljóta að breytast eitthvað.“ Voru það Sósíaldemókratar sem stungu hann í bakið eða þingmenn úr hans eigin flokki? „Menn eru ennþá að fara yfir hvar þessi atkvæði liggja en það er augljóst að einhverjir innan raða þessara stjórnarflokka vilji veita honum einhverja ráðningu áður en farið er af stað.“ Hvað gerist þá næst? „Þingflokkarnir ráða ráðum sínum og þegar þeir hafa fundið út úr hver stuðningurinn raunverulega er þá má gera ráð fyrir annarri kosningu til kanslara á næstu dögum eða innan tveggja vikna. Þriðja kjörið til kanslara á þinginu er mögulegt og þá dugar bara einfaldur meirihluti fyrir þann sem verður þá kanslari. Þannig að það eru allar líkur á að þetta gangi á endanum.“
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent