Íslenski boltinn

Þor­leifur snýr heim í Breiða­blik

Sindri Sverrisson skrifar
Þorleifur Úlfarsson er kominn aftur í grænu treyjuna eftir nokkurra ára hlé.
Þorleifur Úlfarsson er kominn aftur í grænu treyjuna eftir nokkurra ára hlé. Breiðablik

Framherjinn Þorleifur Úlfarsson hefur skrifað undir samning við Breiðablik og mun því spila með Íslandsmeisturunum í Bestu deildinni í sumar eftir að hafa spilað erlendis síðustu þrjú ár.

Þorleifur er uppalinn hjá Breiðabliki og lék einn leik með liðinu í efstu deild sumarið 2021 en það ár fór hann til Bandaríkjanna og lék fyrir Duke í bandaríska háskólaboltanum. 

Þorleifur hélt sig svo í Bandaríkjunum og varð atvinnumaður hjá Houston Dynamo í MLS-deildinni, þar sem hann skoraði sjö mörk í 49 leikjum. Þaðan fór hann svo til Ungverjalands, til Debrecen, í byrjun síðasta árs en spilaði lítið fyrir félagið vegna glímu við meiðsli.

Í mars sýndi Breiðablik frá Þorleifi á æfingum með liðinu en þá var enn óvissa um framhaldið hjá honum. Nú hefur hann fengið félagaskipti til Blika og er því gjaldgengur með liðinu í kvöld þegar Breiðablik tekur á móti KR í stórleik á Kópavogsvelli. Með sigri komast Blikar á topp Bestu deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×