Innlent

Snjó­laust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir eru klukkan 12.
Hádegisfréttir eru klukkan 12.

Óvenjulítill snjór er á hálendinu miðað við árstíma. Jöklafræðingur hefur áhyggjur af því að jöklar rýrni mjög í sumar. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Prófessor í stjórnmálafræði segir sögulegan sigur Umbótaflokksins í sveitastjórnarkosningum í Englandi vekja upp spurningar hvort flokkurinn gæti steypt Íhaldsflokknum af stalli. Sigurinn sé í takt við „skringilega“ skautun víða um heim. 

Fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeniu fer fram í dag. Líklegt er að fjarhægrimaður, sem er andsnúinn bólusetningum og mjög gagnrýninn á Evrópusambandið, gangi sterkastur frá borði. Kosningarnar fara fram í skugga kosningaskandals við fyrstu tilraun til forsetakosninga.

Garðyrkjuskólinn á Reykjum í Ölfusi er nánast að hruni kominn. Bæjarstjóri segir ríkið verða að tryggja skólanum fjármagn til viðhalds. Skólinn sé hornsteinn að garðyrkju á Íslandi.

Við heyrum í Herði Axel Vilhjálmssyni, sem hefur verið meðal bestu körfuboltamanna landsins síðustu ár. Hann leggur skóna á hilluna eftir tap Álftaness í gærkvöldi.

Þetta og fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×