Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2025 10:56 George Simion heldur á Maríumynd og Calin Georgescu stendur við hlið hans með blómvönd. Líklegt er að kjósendur Georgescu flykkist á bak við Simion. AP Photo/Vadim Ghirda Rúmenar ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð kosninga til að velja sinn næsta forseta. Grannt er fylgst með kosningunum en sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum. George Simion, formaður Sameiningarflokks Rúmena, leiðir samkvæmt skoðanakönnunum með 30%. Keppinautar hans Nicusor Dan borgarstjóri Búkarest oog Crin Antonescu, frambjóðandi sósíaldemókrata og frjálslyndar, mælast með um 20% stuðning. Forsetakosningar voru haldnar fyrir hálfu ári en niðurstöðurnar sagðar ógildar vegna sönnunargagna sem fram komu um að Rússar hefðu beitt sér í kosningunum. Rúmenía er hluti af Evrópusambandinu og Nato en með sigri Simion er líklegt að önnur stefna verði tekin í átt að Rússlandi. Uppþot varð meðal fjarhægrimanna um allan heim. Innstu koppar í búri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sögðu yfirvöld með þessu traðka á tjáningarfrelsinu. Talinn hafa notið aðstoðar Rússa Frambjóðandinn Calin Georgescu vann kosningarnar í nóvember. Hann er fjarhægrimaður, andsnúinn ESB og hlynntur stjórnvöldum í Moskvu. Fimm dögum fyrir kosningar mældist hann með 5% fylgi en fékk 23% atkvæða. Stjórnlagadómstóll landsins dæmdi niðurstöður kosninganna ógildar eftir að í ljós kom að Rússar hefðu gert tölvuárásir á rafræna kosningakerfið og beitt sér fyrir Georgescu á samfélagsmiðlum. Hann er nú til rannsóknar fyrir að ljúga til um fjármögnun framboðs síns, fyrir misnotkun á tækni og fyrir að styðja við fasistahópa. Honum var því bannað að bjóða sig aftur fram. Líklegt er að kjósendahópur hann hafi flykkst á bak við Simion, sem hóf stjórnmálaferilinn sem andstæðingur bólusetninga. Líklegt að seinn umferð þurfi til Simion hefur heitið því að Georgescu fái sæti í ríkisstjórn sinni. Hann hefur lagt áherslu á að landsvæði sem áður tilheyrðu Rúmeníu, en eru nú hluti af Moldóvu og Úkraínu, verði færð aftur undir stjórn Rúmena. Honum er bannað að heimsækja bæði löndin. Annað en Georgescu er hann andsnúinn Rússlandi en er jafnframt gagnrýnandi ESB og hefur hyllt Donald Trump mjög. Ólíklegt er talið að Simion nái að tryggja sér 50% atkvæða, sem þarf til þess að fara með sigur í kosningunum. Því mun sennilega þurfa að blása til síðari umferðar, þar sem hann keppir við þann mótframbjóðanda sem fær fleiri atkvæði. Síðari kosningaumferð fer fram 18. maí. Rúmenía Úkraína Moldóva Rússland Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Fleiri fréttir Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Kristrún missti af fundi með Selenskí Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“ Segir Spánverja munu borga fyrir að borga ekki nóg Lögðu grunninn að „sterkara, sanngjarnara og banvænna“ NATO Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Biðst afsökunar á gyðingahatri Svíþjóðardemókrata Diddy ætlar ekki að bera vitni Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega 33 ára sósíalisti hafði betur gegn Cuomo í New York Bretar eignast aftur herþotur sem geta flutt kjarnorkuvopn Myndaveisla: Fyrsti dagur leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins Æsispennandi forval: Framtíð Demókrataflokksins gæti ráðist í New York Átök í Miðausturlöndum: „Erfitt að meta hvað er í raun og veru í gangi“ Ný skýrsla: Bandaríkjunum mistókst að eyðileggja kjarnorkumannvirki Írana Sjá meira
George Simion, formaður Sameiningarflokks Rúmena, leiðir samkvæmt skoðanakönnunum með 30%. Keppinautar hans Nicusor Dan borgarstjóri Búkarest oog Crin Antonescu, frambjóðandi sósíaldemókrata og frjálslyndar, mælast með um 20% stuðning. Forsetakosningar voru haldnar fyrir hálfu ári en niðurstöðurnar sagðar ógildar vegna sönnunargagna sem fram komu um að Rússar hefðu beitt sér í kosningunum. Rúmenía er hluti af Evrópusambandinu og Nato en með sigri Simion er líklegt að önnur stefna verði tekin í átt að Rússlandi. Uppþot varð meðal fjarhægrimanna um allan heim. Innstu koppar í búri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sögðu yfirvöld með þessu traðka á tjáningarfrelsinu. Talinn hafa notið aðstoðar Rússa Frambjóðandinn Calin Georgescu vann kosningarnar í nóvember. Hann er fjarhægrimaður, andsnúinn ESB og hlynntur stjórnvöldum í Moskvu. Fimm dögum fyrir kosningar mældist hann með 5% fylgi en fékk 23% atkvæða. Stjórnlagadómstóll landsins dæmdi niðurstöður kosninganna ógildar eftir að í ljós kom að Rússar hefðu gert tölvuárásir á rafræna kosningakerfið og beitt sér fyrir Georgescu á samfélagsmiðlum. Hann er nú til rannsóknar fyrir að ljúga til um fjármögnun framboðs síns, fyrir misnotkun á tækni og fyrir að styðja við fasistahópa. Honum var því bannað að bjóða sig aftur fram. Líklegt er að kjósendahópur hann hafi flykkst á bak við Simion, sem hóf stjórnmálaferilinn sem andstæðingur bólusetninga. Líklegt að seinn umferð þurfi til Simion hefur heitið því að Georgescu fái sæti í ríkisstjórn sinni. Hann hefur lagt áherslu á að landsvæði sem áður tilheyrðu Rúmeníu, en eru nú hluti af Moldóvu og Úkraínu, verði færð aftur undir stjórn Rúmena. Honum er bannað að heimsækja bæði löndin. Annað en Georgescu er hann andsnúinn Rússlandi en er jafnframt gagnrýnandi ESB og hefur hyllt Donald Trump mjög. Ólíklegt er talið að Simion nái að tryggja sér 50% atkvæða, sem þarf til þess að fara með sigur í kosningunum. Því mun sennilega þurfa að blása til síðari umferðar, þar sem hann keppir við þann mótframbjóðanda sem fær fleiri atkvæði. Síðari kosningaumferð fer fram 18. maí.
Rúmenía Úkraína Moldóva Rússland Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Fleiri fréttir Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Kristrún missti af fundi með Selenskí Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“ Segir Spánverja munu borga fyrir að borga ekki nóg Lögðu grunninn að „sterkara, sanngjarnara og banvænna“ NATO Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Biðst afsökunar á gyðingahatri Svíþjóðardemókrata Diddy ætlar ekki að bera vitni Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega 33 ára sósíalisti hafði betur gegn Cuomo í New York Bretar eignast aftur herþotur sem geta flutt kjarnorkuvopn Myndaveisla: Fyrsti dagur leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins Æsispennandi forval: Framtíð Demókrataflokksins gæti ráðist í New York Átök í Miðausturlöndum: „Erfitt að meta hvað er í raun og veru í gangi“ Ný skýrsla: Bandaríkjunum mistókst að eyðileggja kjarnorkumannvirki Írana Sjá meira