Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. maí 2025 20:04 Stefán Kormákur, sem er 6 ára og tilvonandi sauðfjárbóndi með fallegt lamb. Það skemmtilegasta, sem hann gerir er að stússast í fjárhúsinu með foreldrum sínum þegar sauðburður stendur yfir enda ætlar hann að verða sauðfjárbóndi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er í mörgu að snúast hjá sauðfjárbændum þessa dagana því nú stendur sauðburður yfir í fjárhúsum landsins. Tveir svartir hrútar komu í heiminn þegar fréttamaður heimsótti fjárbú á Rangárvöllum. Bærinn Ártún er á Rangárvöllum mitt á milli Hellu og Hvolsvallar en þar stendur sauðburður, sem hæst yfir og hefur gengið mjög vel til þessa. „Maður lifir fyrir þetta, maður lifir fyrir þennan tíma. Það skemmtilegasta er að sjá lömbin fæðast og komast á legg. Þetta er heilmikil vinna og viðvera en engin erfiðisvinna alltaf, meiri viðvera“, segir Rögnvaldur Stefánsson, sauðfjárbóndi í Ártúni en hann er sjálfur frá bænum Leifsstöðum í Öxarfirði. Hvernig finnst þér að vera að vinna í sauðburði? „Það er ekkert skemmtilegra en að vera í fjárhúsinu allan daginn og sjá falleg lömb fæðast og svo náttúrulega þegar vel gengur þá er allt gaman,“ segir Sigríður Linda Hyström sauðfjárbóndi í Ártúni og unnusta Rögnvaldar. En hvernig lýsa bændur þessum árstíma í sveitinni? „Bara frábært, ég myndi ekki vilja vera án þess., aldrei,“ segir Halla Bjarnadóttir, sauðfjárbóndi í Ártúni og mamma Sigríðar Lindu. Og hérna er ungt fólk að taka við þessu öllu saman hjá ykkur, dóttir þín og maður hennar, er það ekki? „Jú, jú, sem er bara mjög skemmtilegt og framtíðin er bara björt,“ segir Halla. Fjölskyldan í Ártúni, sem er með sauðfjárbúskapinn saman en það er Halla, Rögnvaldur, Sigríður Linda og bræðurnir Stefán Kormákur og Rúnar Kristófer, sem eru synir Rögnvaldar og Sigríðar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og tilvonandi sauðfjárbóndi í fjölskyldunni, sem er aðeins sex ára gamall og heitir Stefán Kormákur er meira og minna allan daginn út í fjárhúsi þegar sauðburður stendur yfir. Hann segist vera harðákveðin í að vera bóndi en hann er þó ekki viss hvað kindurnar verði margar á búinu. Og hér er Stefán Kormákur með bróður sínum, Rúnari Kristófer, sem heldur á fallegu lambi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvað haldið þið, ein kindin bar á meðan fréttamaður var í heimsókn og að sjálfsögðu hjálpaði Stefán Kormákur pabba sínum að sækja lömbin en það voru tveir myndarlegir svartir hrútar. Allt gekk vel. Svörtu hrútarnir, sem komu í heiminn á meðan fréttamaður var á staðnum. Að sjálfsögðu fengu þeir ljósmynd af sér með mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Sauðfé Landbúnaður Krakkar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Bærinn Ártún er á Rangárvöllum mitt á milli Hellu og Hvolsvallar en þar stendur sauðburður, sem hæst yfir og hefur gengið mjög vel til þessa. „Maður lifir fyrir þetta, maður lifir fyrir þennan tíma. Það skemmtilegasta er að sjá lömbin fæðast og komast á legg. Þetta er heilmikil vinna og viðvera en engin erfiðisvinna alltaf, meiri viðvera“, segir Rögnvaldur Stefánsson, sauðfjárbóndi í Ártúni en hann er sjálfur frá bænum Leifsstöðum í Öxarfirði. Hvernig finnst þér að vera að vinna í sauðburði? „Það er ekkert skemmtilegra en að vera í fjárhúsinu allan daginn og sjá falleg lömb fæðast og svo náttúrulega þegar vel gengur þá er allt gaman,“ segir Sigríður Linda Hyström sauðfjárbóndi í Ártúni og unnusta Rögnvaldar. En hvernig lýsa bændur þessum árstíma í sveitinni? „Bara frábært, ég myndi ekki vilja vera án þess., aldrei,“ segir Halla Bjarnadóttir, sauðfjárbóndi í Ártúni og mamma Sigríðar Lindu. Og hérna er ungt fólk að taka við þessu öllu saman hjá ykkur, dóttir þín og maður hennar, er það ekki? „Jú, jú, sem er bara mjög skemmtilegt og framtíðin er bara björt,“ segir Halla. Fjölskyldan í Ártúni, sem er með sauðfjárbúskapinn saman en það er Halla, Rögnvaldur, Sigríður Linda og bræðurnir Stefán Kormákur og Rúnar Kristófer, sem eru synir Rögnvaldar og Sigríðar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og tilvonandi sauðfjárbóndi í fjölskyldunni, sem er aðeins sex ára gamall og heitir Stefán Kormákur er meira og minna allan daginn út í fjárhúsi þegar sauðburður stendur yfir. Hann segist vera harðákveðin í að vera bóndi en hann er þó ekki viss hvað kindurnar verði margar á búinu. Og hér er Stefán Kormákur með bróður sínum, Rúnari Kristófer, sem heldur á fallegu lambi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvað haldið þið, ein kindin bar á meðan fréttamaður var í heimsókn og að sjálfsögðu hjálpaði Stefán Kormákur pabba sínum að sækja lömbin en það voru tveir myndarlegir svartir hrútar. Allt gekk vel. Svörtu hrútarnir, sem komu í heiminn á meðan fréttamaður var á staðnum. Að sjálfsögðu fengu þeir ljósmynd af sér með mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Sauðfé Landbúnaður Krakkar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira