Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2025 13:55 Kylian Mbappé fagnar með Jude Bellingham. getty/Burak Akbulut Real Madrid vann 3-2 sigur á Celta Vigo þegar liðin áttust við á Santiago Bernabéu í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Kylian Mbappé skoraði tvívegis fyrir Madrídinga. Með sigrinum minnkaði Real Madrid forskot Barcelona á toppi deildarinnar niður í fjögur stig. Liðin mætast einmitt í El Clásico um næstu helgi, í leik sem Real Madrid verður helst að vinna. Arda Güler kom Real Madrid yfir með glæsilegu skoti á 33. mínútu og sex mínútum síðar jók Mbappé muninn í 2-0. Frakkinn skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Real Madrid í upphafi seinni hálfleiks. Mbappé hefur nú skorað 36 mörk fyrir Real Madrid í öllum keppnum á tímabilinu. Celta Vigo gafst ekki upp og Javi Rodríguez minnkaði muninn á 69. mínútu. Sjö mínútum hleypti Williot Swedberg svo mikilli spennu í leikinn þegar hann skoraði annað mark gestanna. Heimamenn héldu þó út og lönduðu mikilvægum sigri, þeim fjórða í röð í deildinni. Celta Vigo, sem hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum, er í 7. sæti deildarinnar. Spænski boltinn
Real Madrid vann 3-2 sigur á Celta Vigo þegar liðin áttust við á Santiago Bernabéu í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Kylian Mbappé skoraði tvívegis fyrir Madrídinga. Með sigrinum minnkaði Real Madrid forskot Barcelona á toppi deildarinnar niður í fjögur stig. Liðin mætast einmitt í El Clásico um næstu helgi, í leik sem Real Madrid verður helst að vinna. Arda Güler kom Real Madrid yfir með glæsilegu skoti á 33. mínútu og sex mínútum síðar jók Mbappé muninn í 2-0. Frakkinn skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Real Madrid í upphafi seinni hálfleiks. Mbappé hefur nú skorað 36 mörk fyrir Real Madrid í öllum keppnum á tímabilinu. Celta Vigo gafst ekki upp og Javi Rodríguez minnkaði muninn á 69. mínútu. Sjö mínútum hleypti Williot Swedberg svo mikilli spennu í leikinn þegar hann skoraði annað mark gestanna. Heimamenn héldu þó út og lönduðu mikilvægum sigri, þeim fjórða í röð í deildinni. Celta Vigo, sem hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum, er í 7. sæti deildarinnar.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn