Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2025 15:56 Atvinnuvegaráðherra og fjármálaráðherra kynntu breytingu á lögum um veiðigjald 25. mars síðastliðinn. Sigurjón Ragnar Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda hefur verið lagt fram á Alþingi eftir að hafa tekið breytingum í kjölfar samráðs. Brugðist hafi verið við ákalli sveitarfélaga um að gæta að áhrifum á litlar útgerðir og ábendingum um skort á mati á áhrifum. Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að frumvarpið hafi verið birt í samráðsgátt frá 25. mars til 3. apríl og að samtals hafi borist 112 umsagnir frá einstaklingum, fyrirtækjum, hagsmunaaðilum, sveitarfélögum, félagasamtökun og stofnunum. Frá sveitarfélögum hafi komið umsagnir þar sem reifaðar voru áhyggjur um að hækkunin væri of brött og að skortur væri á greiningu á áhrifum frumvarpsins. Þá voru einnig lagðar til breytingar á frítekjumarki vegna áhrifa frumvarpsins á litlar og meðalstórar útgerðir. Frítekjumark hækkað og ítarlegri samantekt í greinargerð Í tilkynningunni segir að helstu breytingarnar sem gerðar hafi verið á frumvarpsdrögum að samráði loknu séu annars vegar að frítekjumark verði hækkað verulega. Frítekjumark í þorski og ýsu skuli þannig nema 40% af fyrstu 50 milljón króna álagningar veiðigjalds hvers árs hjá hverjum gjaldskyldum aðila. Með þessum breytingum er ætlað að áhrif frumvarpsins á litlar og meðalstórar útgerðir vegna hækkunar veiðigjalds mun minni en áður. Einnig hafi verið brugðist við ábendingum um skort á mati á áhrifum. Þannig hafi verið mætt við greiningum í greinargerð frumvarpsins um áhrif frumvarpsins á um það bil hundrað stærstu fyrirtækin, áhrifamati á heildarskattlagningu sjávarútvegsfyrirtækja og ítarlegri samantekt um verðmyndun í Noregi. 17 milljarðar innheimtir 2026 Þá segir einnig að frumvarpið muni hafa jákvað áhrif á ríkissjóð. Tekjur af veiðigjaldi uppsjávarfiskstegunda hækki um þrjá til fjóra milljarða krón árlega og veiðigjald fyrir þorsk og ýsu hækki um fimm til sex milljarða króna árlega miðað við óbreytt aflamagn. „Með þeim breytingum sem frumvarpið gerir ráð fyrir má áætla að álagt veiðigjald verði um 19,5 milljarðar árið 2026 en að teknu tilliti til frítekjumarks má áætla að innheimt veiðigjöld verði 17,3 milljarðar árið 2026. Án þeirrar leiðréttingar sem boðuð er samkvæmt frumvarpinu væri áætlað álagt veiðigjald um 11,2 milljarðar króna á grundvelli núgildandi laga. Frumvarpið gerir ráð fyrir að 30 stærstu sjávarútvegsfyrirtækin greiði 90% af veiðigjöldum að loknum breytingum,“ segir á vef stjórnarráðsins. Gert er ráð fyrir að innheimt veiðigjald verði átján til nítján milljarðar á árunum 2027 til 2030. Í þeirri áætlun er gert ráð fyrir að gefinn verði út loðnukvóti. Óvissa sé þó um reiknistofn veiðigjalds þar sem hann byggist á afkomu fyrirtækja. Þá geti sveiflur á milli ára verið tilkomnar vegna breytinga á aflaverðmæti, kostnaði, gengi, aflamagni og skattalegra afskrifta og þannig haft áhrif á áætlanagerðina. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. 27. apríl 2025 14:27 „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins. 15. apríl 2025 07:58 SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Atvinnuvegaráðuneytið segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) ekki hafa svarað fundarboði um fund þar sem fara átti yfir útreikninga að baki veiðigjaldsbreytingum. Gagnabeiðnir frá SFS hafi verið afgreiddar í samræmi við lög og þau gögn sem falli undir afhendingarskyldu hafi samtökin fengið. 4. apríl 2025 12:05 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að frumvarpið hafi verið birt í samráðsgátt frá 25. mars til 3. apríl og að samtals hafi borist 112 umsagnir frá einstaklingum, fyrirtækjum, hagsmunaaðilum, sveitarfélögum, félagasamtökun og stofnunum. Frá sveitarfélögum hafi komið umsagnir þar sem reifaðar voru áhyggjur um að hækkunin væri of brött og að skortur væri á greiningu á áhrifum frumvarpsins. Þá voru einnig lagðar til breytingar á frítekjumarki vegna áhrifa frumvarpsins á litlar og meðalstórar útgerðir. Frítekjumark hækkað og ítarlegri samantekt í greinargerð Í tilkynningunni segir að helstu breytingarnar sem gerðar hafi verið á frumvarpsdrögum að samráði loknu séu annars vegar að frítekjumark verði hækkað verulega. Frítekjumark í þorski og ýsu skuli þannig nema 40% af fyrstu 50 milljón króna álagningar veiðigjalds hvers árs hjá hverjum gjaldskyldum aðila. Með þessum breytingum er ætlað að áhrif frumvarpsins á litlar og meðalstórar útgerðir vegna hækkunar veiðigjalds mun minni en áður. Einnig hafi verið brugðist við ábendingum um skort á mati á áhrifum. Þannig hafi verið mætt við greiningum í greinargerð frumvarpsins um áhrif frumvarpsins á um það bil hundrað stærstu fyrirtækin, áhrifamati á heildarskattlagningu sjávarútvegsfyrirtækja og ítarlegri samantekt um verðmyndun í Noregi. 17 milljarðar innheimtir 2026 Þá segir einnig að frumvarpið muni hafa jákvað áhrif á ríkissjóð. Tekjur af veiðigjaldi uppsjávarfiskstegunda hækki um þrjá til fjóra milljarða krón árlega og veiðigjald fyrir þorsk og ýsu hækki um fimm til sex milljarða króna árlega miðað við óbreytt aflamagn. „Með þeim breytingum sem frumvarpið gerir ráð fyrir má áætla að álagt veiðigjald verði um 19,5 milljarðar árið 2026 en að teknu tilliti til frítekjumarks má áætla að innheimt veiðigjöld verði 17,3 milljarðar árið 2026. Án þeirrar leiðréttingar sem boðuð er samkvæmt frumvarpinu væri áætlað álagt veiðigjald um 11,2 milljarðar króna á grundvelli núgildandi laga. Frumvarpið gerir ráð fyrir að 30 stærstu sjávarútvegsfyrirtækin greiði 90% af veiðigjöldum að loknum breytingum,“ segir á vef stjórnarráðsins. Gert er ráð fyrir að innheimt veiðigjald verði átján til nítján milljarðar á árunum 2027 til 2030. Í þeirri áætlun er gert ráð fyrir að gefinn verði út loðnukvóti. Óvissa sé þó um reiknistofn veiðigjalds þar sem hann byggist á afkomu fyrirtækja. Þá geti sveiflur á milli ára verið tilkomnar vegna breytinga á aflaverðmæti, kostnaði, gengi, aflamagni og skattalegra afskrifta og þannig haft áhrif á áætlanagerðina.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. 27. apríl 2025 14:27 „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins. 15. apríl 2025 07:58 SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Atvinnuvegaráðuneytið segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) ekki hafa svarað fundarboði um fund þar sem fara átti yfir útreikninga að baki veiðigjaldsbreytingum. Gagnabeiðnir frá SFS hafi verið afgreiddar í samræmi við lög og þau gögn sem falli undir afhendingarskyldu hafi samtökin fengið. 4. apríl 2025 12:05 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. 27. apríl 2025 14:27
„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins. 15. apríl 2025 07:58
SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Atvinnuvegaráðuneytið segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) ekki hafa svarað fundarboði um fund þar sem fara átti yfir útreikninga að baki veiðigjaldsbreytingum. Gagnabeiðnir frá SFS hafi verið afgreiddar í samræmi við lög og þau gögn sem falli undir afhendingarskyldu hafi samtökin fengið. 4. apríl 2025 12:05