Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. apríl 2025 12:30 Inga Sæland skipaði fjóra flokksmenn í stjórn HMS. Vísir/Hjalti Jafnréttisstofa mun óska eftir útskýringum hjá félags- og húsnæðismálaráðherra á skipun hennar í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Áttatíu prósent stjórnarmanna eru karlmenn. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um miðjan mars. Fyrri stjórn var skipt út á einu bretti og fimm nýir komu inn í staðin. Fjórir þeirra, þrír karlar og ein kona, hafa tengsl við Flokk fólksins. Sá fimmti er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og er skipaður af sambandinu. Starfsmenn Flokks fólksins varamenn Fram kemur í 28. grein jafnréttislaga að við skipun í stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli hlutfall kvenna og karla vera sem jafnast og ekki minna en 40 prósent. Nú eru 80 prósent stjórnarmanna HMS karlmenn. Ber þó að nefna að tveir varamenn, sem báðir eru starfsmenn þingflokks Flokks fólksins, eru konur. Jafnréttisstofa fer almennt yfir skipun stjórna einu sinni á ári og hefur ekki haft þetta mál til skoðunar. „En þegar það berast svona ábendingar þá vissulega óskum við eftir skýringum frá viðkomandi ráðherra og í þessu tilfelli munum við í kjölfar þessarar ábendingar óska eftir skýringum frá félagsmálaráðherra,“ segir Martha Lilja Olsen, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Heimilt að víkja frá kröfunni ef hlutlægar ástæður liggja fyrir Verkfræðingafélag Íslands hefur sent Ingu áskorun um að endurskoða skipan í stjórnina, þar sem enginn hafi sérfræðiþekkingu á því sviði. Aðeins einn stjórnarmanna hefur tengingu við byggingariðnaðinn - það er Sigurður Tyrfingsson sem er fasteignasali og húsasmíðameistari. Heimilt er að víkja frá kröfu um jafna skipan kynjanna ef málefnalegar ástæður liggja fyrir. Ef það eru sérfræðingar í viðkomandi málaflokki sem eru skipaðir, það væri næg ástæða? „Sem dæmi, sem dæmi,“ segir Marta Lilja. Inga Sæland húsnæðismálaráðherra gaf ekki kost á viðtali fyrir hádegisfréttir vegna málsins. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Inga hefði skipað fjóra karlmenn í stjórn HMS og að eina konan í stjórninni væri fulltrúi sveitarfélaganna. Það hefur verið leiðrétt. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Jafnréttismál Húsnæðismál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um miðjan mars. Fyrri stjórn var skipt út á einu bretti og fimm nýir komu inn í staðin. Fjórir þeirra, þrír karlar og ein kona, hafa tengsl við Flokk fólksins. Sá fimmti er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og er skipaður af sambandinu. Starfsmenn Flokks fólksins varamenn Fram kemur í 28. grein jafnréttislaga að við skipun í stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli hlutfall kvenna og karla vera sem jafnast og ekki minna en 40 prósent. Nú eru 80 prósent stjórnarmanna HMS karlmenn. Ber þó að nefna að tveir varamenn, sem báðir eru starfsmenn þingflokks Flokks fólksins, eru konur. Jafnréttisstofa fer almennt yfir skipun stjórna einu sinni á ári og hefur ekki haft þetta mál til skoðunar. „En þegar það berast svona ábendingar þá vissulega óskum við eftir skýringum frá viðkomandi ráðherra og í þessu tilfelli munum við í kjölfar þessarar ábendingar óska eftir skýringum frá félagsmálaráðherra,“ segir Martha Lilja Olsen, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Heimilt að víkja frá kröfunni ef hlutlægar ástæður liggja fyrir Verkfræðingafélag Íslands hefur sent Ingu áskorun um að endurskoða skipan í stjórnina, þar sem enginn hafi sérfræðiþekkingu á því sviði. Aðeins einn stjórnarmanna hefur tengingu við byggingariðnaðinn - það er Sigurður Tyrfingsson sem er fasteignasali og húsasmíðameistari. Heimilt er að víkja frá kröfu um jafna skipan kynjanna ef málefnalegar ástæður liggja fyrir. Ef það eru sérfræðingar í viðkomandi málaflokki sem eru skipaðir, það væri næg ástæða? „Sem dæmi, sem dæmi,“ segir Marta Lilja. Inga Sæland húsnæðismálaráðherra gaf ekki kost á viðtali fyrir hádegisfréttir vegna málsins. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Inga hefði skipað fjóra karlmenn í stjórn HMS og að eina konan í stjórninni væri fulltrúi sveitarfélaganna. Það hefur verið leiðrétt.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Jafnréttismál Húsnæðismál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira