Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. apríl 2025 16:38 Oscar og Sonja sem hefur gengið honum í móðurstað hér á Íslandi. Fósturforeldrar sautján ára kólumbísks drengs, sem hefur verið synjað um dvalarleyfi, biðla til mennta- og barnamálaráðherra að rannsaka aðild flóttateymis Hafnarfjarðar að brottvísun drengsins. Þau telja flóttateymið hafa brotið lög þar sem opið barnaverndarmál var til staðar vegna ofbeldis sem hann sætti af hálfu föður síns. Bréfið var sent til Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra auk velferðarnefndar Alþingis og umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður Alþingis hefur staðfest móttöku bréfsins. „Flóttateymi Hafnarfjarðar braut lög og verkferla við meðferð máls hans og lét í léttu rúmi liggja að vernda Oscar þegar sannað var að drengurinn var beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi af hendi föður síns,“ skrifa Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson, fósturforeldrar Oscars Andre Bocanegra Florez. Mál Oscars hefur vakið mikla athygli í samfélaginu en hann kom fyrst til Íslands frá Kólumbíu árið 2022 með föður sínum. Faðir hans beitti hann ofbeldi og tóku Sonja og Svavar hann að sér. Oscari og föður hans var vísað úr landi sumarið 2024 en fósturfjölskyldan fór og sótti Oscar til Bogatá. Hann sótti aftur um dvalarleyfi á Íslandi en því var hafnað. Frestur hans til að fara sjálfviljugur úr landi rann út þann 22. apríl. Oscari var einnig tilkynnt að hann geti ekki sótt aftur um vernd á Íslandi. Oscar getur því verið fluttur úr landi hvenær sem er. Í viðtali við Sonju og Svavar segja þau hann ekki þora að fara út úr húsi af ótta við að stoðdeild ríkislögreglustjóra handtaki hann og vísi úr landi. „Lágmarkskröfur hvers barns eru að það upplifi sig öruggt innan veggja heimilisins og sé einnig öruggt innan veggja skólans sem það gengur í. Oscar upplifir sig ekki öruggan neins staðar eftir úrskurðinn sem kveður á um það að taka ekki umsókn hans til meðferðar og brottvísa honum til Kólumbíu. Oscar þráir heitt að geta verið heima hjá sér öruggur og geta farið í skólann sem hann elskar,“ skrifa Sonja og Svavar í bréfinu. Efnt var til mótmæla fyrir utan dómsmálaráðuneytið í síðustu viku þar sem skorað var á ráðherra að stöðva brottvísunina. Önnur mótmæli hafa verið boðuð á föstudagsmorgun á Hverfisgötu. Yfir áttatíu prestar hafa einnig sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæmdu brottvísunina. Hann eigi sér enga framtíð verði hann fluttur á brott Í bréfi fósturfjölskyldunnar segir að Oscar var fluttur úr landi með föður sínum þrátt fyrir opið barnaverndarmál vegna ofbeldisins sem hann sætti af hálfu föður síns. Því biðla þau til ráðherrans að opna rannsókn um fyrri brottvísun Oscars auk þess að hann verði kyrrsettur vegna viðkvæmrar stöðu hans. „Mál hans er enn til meðferðar hjá stjórnvöldum sem ber lagaleg skylda til að rannsaka málið og kanna aðstæður hans persónulega og í heimalandi,“ skrifar fjölskyldan en ákvörðun Útlendingastofnunar hefur verið kærð til kærunefndar útlendingamála. „Þá sé það samróma álit sérfræðinga BUGL og sérfræðilækna Landspítalans að Oscari stafi bráð hætta af því að verða brottvísað. Þar að auki eru þau með ítarlega greinargerð frá félagsráðgjafa sem hefur unnið með drengnum. „Ljóst er að hann á sér enga framtíð ef hann verður fluttur á brott.“ Vonaðist til að brottvísuninni yrði frestað Þrátt fyrir að málið sé á borði kærunefndarinnar getur Oscari verið brottvísað hvenær sem er. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Oscars, hafi vonast eftir að þar sem að Oscar er fylgdarlaust barn að kærnefndin myndi lýsa því yfir að brottvísuninni yrði frestað þar til úrskurður nefndarinnar liggi fyrir. „Ég var að vonast til að það væri hægt að verða við þessu,“ segir Helga Vala. „Með tilliti til meðalþófs og tryggja hagsmuni barns að það hefði verið einfalt að lýsa því yfir að við ætlum að fresta því að honum verði brottvísað.“ Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Hælisleitendur Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Bréfið var sent til Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra auk velferðarnefndar Alþingis og umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður Alþingis hefur staðfest móttöku bréfsins. „Flóttateymi Hafnarfjarðar braut lög og verkferla við meðferð máls hans og lét í léttu rúmi liggja að vernda Oscar þegar sannað var að drengurinn var beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi af hendi föður síns,“ skrifa Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson, fósturforeldrar Oscars Andre Bocanegra Florez. Mál Oscars hefur vakið mikla athygli í samfélaginu en hann kom fyrst til Íslands frá Kólumbíu árið 2022 með föður sínum. Faðir hans beitti hann ofbeldi og tóku Sonja og Svavar hann að sér. Oscari og föður hans var vísað úr landi sumarið 2024 en fósturfjölskyldan fór og sótti Oscar til Bogatá. Hann sótti aftur um dvalarleyfi á Íslandi en því var hafnað. Frestur hans til að fara sjálfviljugur úr landi rann út þann 22. apríl. Oscari var einnig tilkynnt að hann geti ekki sótt aftur um vernd á Íslandi. Oscar getur því verið fluttur úr landi hvenær sem er. Í viðtali við Sonju og Svavar segja þau hann ekki þora að fara út úr húsi af ótta við að stoðdeild ríkislögreglustjóra handtaki hann og vísi úr landi. „Lágmarkskröfur hvers barns eru að það upplifi sig öruggt innan veggja heimilisins og sé einnig öruggt innan veggja skólans sem það gengur í. Oscar upplifir sig ekki öruggan neins staðar eftir úrskurðinn sem kveður á um það að taka ekki umsókn hans til meðferðar og brottvísa honum til Kólumbíu. Oscar þráir heitt að geta verið heima hjá sér öruggur og geta farið í skólann sem hann elskar,“ skrifa Sonja og Svavar í bréfinu. Efnt var til mótmæla fyrir utan dómsmálaráðuneytið í síðustu viku þar sem skorað var á ráðherra að stöðva brottvísunina. Önnur mótmæli hafa verið boðuð á föstudagsmorgun á Hverfisgötu. Yfir áttatíu prestar hafa einnig sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæmdu brottvísunina. Hann eigi sér enga framtíð verði hann fluttur á brott Í bréfi fósturfjölskyldunnar segir að Oscar var fluttur úr landi með föður sínum þrátt fyrir opið barnaverndarmál vegna ofbeldisins sem hann sætti af hálfu föður síns. Því biðla þau til ráðherrans að opna rannsókn um fyrri brottvísun Oscars auk þess að hann verði kyrrsettur vegna viðkvæmrar stöðu hans. „Mál hans er enn til meðferðar hjá stjórnvöldum sem ber lagaleg skylda til að rannsaka málið og kanna aðstæður hans persónulega og í heimalandi,“ skrifar fjölskyldan en ákvörðun Útlendingastofnunar hefur verið kærð til kærunefndar útlendingamála. „Þá sé það samróma álit sérfræðinga BUGL og sérfræðilækna Landspítalans að Oscari stafi bráð hætta af því að verða brottvísað. Þar að auki eru þau með ítarlega greinargerð frá félagsráðgjafa sem hefur unnið með drengnum. „Ljóst er að hann á sér enga framtíð ef hann verður fluttur á brott.“ Vonaðist til að brottvísuninni yrði frestað Þrátt fyrir að málið sé á borði kærunefndarinnar getur Oscari verið brottvísað hvenær sem er. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Oscars, hafi vonast eftir að þar sem að Oscar er fylgdarlaust barn að kærnefndin myndi lýsa því yfir að brottvísuninni yrði frestað þar til úrskurður nefndarinnar liggi fyrir. „Ég var að vonast til að það væri hægt að verða við þessu,“ segir Helga Vala. „Með tilliti til meðalþófs og tryggja hagsmuni barns að það hefði verið einfalt að lýsa því yfir að við ætlum að fresta því að honum verði brottvísað.“
Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Hælisleitendur Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira