Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2025 18:59 Svavar og Sonja hafa skotið skjólshúsi yfir Oscar síðastliðið ár. Þau segjast hafa skoðað að ættleiða hann en ferlið taki of langan tíma. Annað hvort verði búið að senda Oscar úr landi eða hann orðin átján ára fyrir þann tíma. Vísir/Ívar Fannar Fósturforeldrar sautján ára kólumbísks drengs, sem hefur verið synjað um dvalarleyfi, segja stjórnvöld koma fram við hann eins og fullorðinn mann en ekki barn. Hann þori vart út úr húsi af ótta við að lögregla handtaki hann og fylgi honum úr landi. Oscar Anders Florez Bocanegra kom til Íslands frá Kólumbíu með föður sínum árið 2022. Faðir hans beitti hann ofbeldi og tók íslensk fósturfjölskylda hann að sér. Þeim feðgum var báðum vísað úr landi í fyrrasumar en fósturfjölskyldan sótti Oscar til Bogatá. Oscar hefur komist vel inn í samfélagið í Hafnarfirði. Hann sækir íslenskunámskeið tvisvar í viku og stundar nám við Flensborgarskóla, sem Sonja og Svavar segja hann taka mjög alvarlega. Sonja Magnúsdóttir Oscar sótti aftur um dvalarleyfi á Íslandi, sem var hafnað fyrir tveimur vikum. Frestur hans til að fara sjálfur úr landi rennur út í dag og hefur honum verið tilkynnt að hann geti ekki sótt aftur um vernd. Bíða svars kærunefndar Svavar Jóhannsson, fósturfaðir Oscars, segir að fulltrúi Útlendingastofnunar hafi hringt í lögmann Oscars í dag og tilkynnt að í dag væri síðasti dagurinn fyrir Oscar til að fara sjálfur úr landi. Lögmaðurinn hafi verið spurður hvort Oscar ætlaði að fara sjálfur eða hvort hann þyrfti aðstoð við það. „Frá og með morgundeginum getur Útlendingastofnun komið hvenær sem er og tekið hann og sett hann upp í flugvél og sent hann úr landi,“ segir Svavar. Ákvörðunin var kærð til kærunefndar útlendingamála í gær og óskað eftir að réttaráhrifum verði frestað þar til kærunefnd hefur tekið málið fyrir. Þorir vart út úr húsi Oscar er mjög óttasleginn og þorði ekki að mæta sjálfur í viðtalið, eða fara nokkuð út úr húsi, af ótta við að stoðdeild ríkislögreglustjóra handtaki hann og vísi honum úr landi. Svavar furðar sig á því hvernig málið hefur verið meðhöndlað hjá Útlendingastofnun.Vísir/Ívar Fannar „Hann er mjög tættur, honum líður mjög illa. Hann langar mest til að láta eins og lífið sé eðlilegt, fara í skólann, hitt vini sína. Hann þorir því ekki því hann var tekinn síðast í skólanum. Hann vill bara vera heima, sefur ekki neitt og lokar sig inni í herbergi,“ segir Sonja Magnúsdóttir, fósturmóðir hans. Þegar Oscari var vísað úr landi í október í fyrra var hann tekinn af óeinkennisklæddum lögreglumönnum inni á baðherbergi í Flensborgarskóla, þar sem Oscar stundar nám. Oscar hafði dvalið heima hjá Sonju og Svavari síðan í maí, eftir að faðir Oscars gekk í skrokk á honum, sem Sonja lýsti í viðtali í haust, en faðirinn hafði verið kærður til lögreglu fyrir ofbeldi gegn drengnum. Auk þess hafði hann afsalað sér forsjá yfir honum. Svavar segir að faðir Oscars hafi yfirgefið hann við komuna til Kólumbíu og ekki hafi heyrst til móður hans í tvö ár. Hann eigi því engan að. Oscar og Nói vinur hans.Sonja Magnúsdóttir „Þau eru á flótta undan einhverjum misyndismönnum, gengi sem telur að faðirinn skuldi peninga og það þurfi að hefna fyrir það. Ef Oscar er sendur til Kólumbíu bíður hans ekkert nema líf á götunni.“ „Hann hefði ekki átt að vera fluttur úr landi með ofbeldisfullum föður“ Sonja og Svavar segja Útlendingastofnun ekki hafa tekið til greina breyttar aðstæður Oscars, sem nú er fylgdarlaus eftir að faðir hans yfirgaf hann við komuna til Kólumbíu. Oscar hafi eins upplifað ýmis áföll í þann tíma sem hann var á götunni í Bogatá síðasta sumar. „Hann á að njóta meiri verndar og meiri nærgætni. En því miður hefur það ekki verið gert. Hann hefur svolítið verið meðhöndlaður eins og fullorðinn einstaklingur. Hans mál er litið eins og það sé endurtekin umsókn og þess vegna er honum hafnað. Það að pabbi hans hafi sótt um vernd áður og því hafi verið hafnað, hann er að gjalda fyrir það núna,“ segir Svavar. „Það er mjög auðvelt fyrir stjórnvöld að láta endurskoða þennan úrskurð. Við erum ekki að fara fram á það að hann verði gerður að ríkisborgara á morgun. Við viljum einfaldlega að hann sé meðhöndlaður eins og barn og verndaður sem slíkt. Það er alveg hægt að veita honum dvalarleyfi af mannúðarástæðum.“ Hér má sjá fjölskylduna í sumarbústað.Sonja Magnúsdóttir Sonja bendir á að Oscar hafi verið fluttur úr landi í haust þegar það var opið barnaverndarmál hjá Hafnarfjarðarbæ. „Hann hefði ekki átt að vera fluttur úr landi með ofbeldisfullum föður.“ Furðar sig á að sálfræðingur hafi ekki verið viðstaddur Svavar segir meðferðina hjá Útlendingastofnun í þetta skiptið hafa verið mjög furðulega. Utan þess að nýjar aðstæður Oscars hafi ekki verið teknar til greina hafi úrskurðurinn verið kveðinn upp eftir tíu mínútna viðtal hjá lögfræðingi frá Útlendingastofnun. „Það var enginn sálfræðingur, það var ekkert viðtal í Barnahúsi. Það var ekkert grennslast fyrir um hans aðstæður á einn eða neinn hátt. Okkur finnst skrítið að ekki hafi verið gerði nánari rannsókn á hans högum og í hverju hann hafi lent,“ segir Svavar. Oscar hafi lent í hræðilegum hlutum í Bogatá í haust. „Hann hefur varla viljað segja okkur frá því öllu. Hann þarf bara smá aðstoð til að geta opnað sig um það. Hann var ekki tilbúinn í það í þessu tíu mínútna viðtali við lögfræðing Útlendingastofnunar og það var notað gegn honum í úrskurðinum. Af því að hann talaði ekki um allt það ofbeldi sem hann lenti í voru engar breyttar aðstæður og óhætt að senda hann aftur heim.“ Ungir karlmenn allir settir undir sama hatt Mikið ákall hefur verið eftir að Oscar verði veitt dvalarleyfi, meðal annars frá prestum, en rúmlega 120 prestar Þjóðkirkjunnar hafa skrifað undir ákall til stjórnvalda. „Við erum orðlaus. Það er ótrúlegt að finna fyrir þessari hlýju og þessum stuðningi. Það er fullt af fólki búið að hringja í okkur og senda okkur skilaboð. Það er ótrúlegt að finna fyrir þessum stuðningi. Okkur fannst við tilneydd til að vekja athygli á þessu máli. Við vorum komin í algjört þrot hvernig við ættum að bjarga honum og við urðum bara að vekja athygli á þessu. Aldrei hefði okkur órað fyrir þessum stuðningi,“ segir Sonja. Sonja segir Oscar mjög óttasleginn og varla geta sofið af kvíða.Vísir/Ívar Fannar „Það eru margir að átta sig á því núna að útlendingamálin eru komin í öngstræti. Það eru ekki allir flóttamenn sem koma til Íslands sem eru komnir hingað til að setjast upp á kerfið eða fremja glæpi, eins og margir virðast halda því miður,“ segir Svavar. Oscar sé einn þeirra sem sé hingað kominn til að eiga gott líf, mennta sig, leggja sitt af mörkum til samfélagsins og stofna fjölskyldu. „Ungir karlmenn og ungir drengir eru í verstu stöðunni. Þeir eru allir settir undir sama hatt: Þeir hljóta allir að vera glæpamenn. Fólk er að spyrja okkur hvað í ósköpunum við séum að gera að taka að okkur einhvern sextán ára dreng frá Kólumbíu. Þetta er bara barn og hann er algjört draumabarn, hann er yndislegur,“ segir Sonja. Oscar yrði átján ára áður en ættleiðing gengi í gegn Einhverjir hafa velt því upp í umræðu um málið hvers vegna Svavar og Sonja ættleiði Oscar ekki einfaldlega. Oscar varð sautján ára um liðna helgi og því heilt ár í að hann verði sjálfráða. Þau segjast hafa skoðað það en það sé meira en að segja það. „Ef við gætum það værum við búin að gera það, það er bara mjög flókið og langt ferli og við myndum aldrei ná því áður en hann yrði átján ára. Við myndum ekki hika við það ef við gætum það,“ segir Sonja. „Og það þyrfti alltaf að fá leyfi frá foreldrum hans og á meðan þeir finnast ekki þá er ekki hægt að fá leyfi frá þeim. Og það samt, þrátt fyrir að faðir hans hafi afsalað sér forsjá yfir honum. Þetta ferli er bara svo svifaseint að við myndum aldrei ná því áður en hann verður fluttur úr landi,“ segir Svavar. Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Hælisleitendur Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Sjá meira
Oscar Anders Florez Bocanegra kom til Íslands frá Kólumbíu með föður sínum árið 2022. Faðir hans beitti hann ofbeldi og tók íslensk fósturfjölskylda hann að sér. Þeim feðgum var báðum vísað úr landi í fyrrasumar en fósturfjölskyldan sótti Oscar til Bogatá. Oscar hefur komist vel inn í samfélagið í Hafnarfirði. Hann sækir íslenskunámskeið tvisvar í viku og stundar nám við Flensborgarskóla, sem Sonja og Svavar segja hann taka mjög alvarlega. Sonja Magnúsdóttir Oscar sótti aftur um dvalarleyfi á Íslandi, sem var hafnað fyrir tveimur vikum. Frestur hans til að fara sjálfur úr landi rennur út í dag og hefur honum verið tilkynnt að hann geti ekki sótt aftur um vernd. Bíða svars kærunefndar Svavar Jóhannsson, fósturfaðir Oscars, segir að fulltrúi Útlendingastofnunar hafi hringt í lögmann Oscars í dag og tilkynnt að í dag væri síðasti dagurinn fyrir Oscar til að fara sjálfur úr landi. Lögmaðurinn hafi verið spurður hvort Oscar ætlaði að fara sjálfur eða hvort hann þyrfti aðstoð við það. „Frá og með morgundeginum getur Útlendingastofnun komið hvenær sem er og tekið hann og sett hann upp í flugvél og sent hann úr landi,“ segir Svavar. Ákvörðunin var kærð til kærunefndar útlendingamála í gær og óskað eftir að réttaráhrifum verði frestað þar til kærunefnd hefur tekið málið fyrir. Þorir vart út úr húsi Oscar er mjög óttasleginn og þorði ekki að mæta sjálfur í viðtalið, eða fara nokkuð út úr húsi, af ótta við að stoðdeild ríkislögreglustjóra handtaki hann og vísi honum úr landi. Svavar furðar sig á því hvernig málið hefur verið meðhöndlað hjá Útlendingastofnun.Vísir/Ívar Fannar „Hann er mjög tættur, honum líður mjög illa. Hann langar mest til að láta eins og lífið sé eðlilegt, fara í skólann, hitt vini sína. Hann þorir því ekki því hann var tekinn síðast í skólanum. Hann vill bara vera heima, sefur ekki neitt og lokar sig inni í herbergi,“ segir Sonja Magnúsdóttir, fósturmóðir hans. Þegar Oscari var vísað úr landi í október í fyrra var hann tekinn af óeinkennisklæddum lögreglumönnum inni á baðherbergi í Flensborgarskóla, þar sem Oscar stundar nám. Oscar hafði dvalið heima hjá Sonju og Svavari síðan í maí, eftir að faðir Oscars gekk í skrokk á honum, sem Sonja lýsti í viðtali í haust, en faðirinn hafði verið kærður til lögreglu fyrir ofbeldi gegn drengnum. Auk þess hafði hann afsalað sér forsjá yfir honum. Svavar segir að faðir Oscars hafi yfirgefið hann við komuna til Kólumbíu og ekki hafi heyrst til móður hans í tvö ár. Hann eigi því engan að. Oscar og Nói vinur hans.Sonja Magnúsdóttir „Þau eru á flótta undan einhverjum misyndismönnum, gengi sem telur að faðirinn skuldi peninga og það þurfi að hefna fyrir það. Ef Oscar er sendur til Kólumbíu bíður hans ekkert nema líf á götunni.“ „Hann hefði ekki átt að vera fluttur úr landi með ofbeldisfullum föður“ Sonja og Svavar segja Útlendingastofnun ekki hafa tekið til greina breyttar aðstæður Oscars, sem nú er fylgdarlaus eftir að faðir hans yfirgaf hann við komuna til Kólumbíu. Oscar hafi eins upplifað ýmis áföll í þann tíma sem hann var á götunni í Bogatá síðasta sumar. „Hann á að njóta meiri verndar og meiri nærgætni. En því miður hefur það ekki verið gert. Hann hefur svolítið verið meðhöndlaður eins og fullorðinn einstaklingur. Hans mál er litið eins og það sé endurtekin umsókn og þess vegna er honum hafnað. Það að pabbi hans hafi sótt um vernd áður og því hafi verið hafnað, hann er að gjalda fyrir það núna,“ segir Svavar. „Það er mjög auðvelt fyrir stjórnvöld að láta endurskoða þennan úrskurð. Við erum ekki að fara fram á það að hann verði gerður að ríkisborgara á morgun. Við viljum einfaldlega að hann sé meðhöndlaður eins og barn og verndaður sem slíkt. Það er alveg hægt að veita honum dvalarleyfi af mannúðarástæðum.“ Hér má sjá fjölskylduna í sumarbústað.Sonja Magnúsdóttir Sonja bendir á að Oscar hafi verið fluttur úr landi í haust þegar það var opið barnaverndarmál hjá Hafnarfjarðarbæ. „Hann hefði ekki átt að vera fluttur úr landi með ofbeldisfullum föður.“ Furðar sig á að sálfræðingur hafi ekki verið viðstaddur Svavar segir meðferðina hjá Útlendingastofnun í þetta skiptið hafa verið mjög furðulega. Utan þess að nýjar aðstæður Oscars hafi ekki verið teknar til greina hafi úrskurðurinn verið kveðinn upp eftir tíu mínútna viðtal hjá lögfræðingi frá Útlendingastofnun. „Það var enginn sálfræðingur, það var ekkert viðtal í Barnahúsi. Það var ekkert grennslast fyrir um hans aðstæður á einn eða neinn hátt. Okkur finnst skrítið að ekki hafi verið gerði nánari rannsókn á hans högum og í hverju hann hafi lent,“ segir Svavar. Oscar hafi lent í hræðilegum hlutum í Bogatá í haust. „Hann hefur varla viljað segja okkur frá því öllu. Hann þarf bara smá aðstoð til að geta opnað sig um það. Hann var ekki tilbúinn í það í þessu tíu mínútna viðtali við lögfræðing Útlendingastofnunar og það var notað gegn honum í úrskurðinum. Af því að hann talaði ekki um allt það ofbeldi sem hann lenti í voru engar breyttar aðstæður og óhætt að senda hann aftur heim.“ Ungir karlmenn allir settir undir sama hatt Mikið ákall hefur verið eftir að Oscar verði veitt dvalarleyfi, meðal annars frá prestum, en rúmlega 120 prestar Þjóðkirkjunnar hafa skrifað undir ákall til stjórnvalda. „Við erum orðlaus. Það er ótrúlegt að finna fyrir þessari hlýju og þessum stuðningi. Það er fullt af fólki búið að hringja í okkur og senda okkur skilaboð. Það er ótrúlegt að finna fyrir þessum stuðningi. Okkur fannst við tilneydd til að vekja athygli á þessu máli. Við vorum komin í algjört þrot hvernig við ættum að bjarga honum og við urðum bara að vekja athygli á þessu. Aldrei hefði okkur órað fyrir þessum stuðningi,“ segir Sonja. Sonja segir Oscar mjög óttasleginn og varla geta sofið af kvíða.Vísir/Ívar Fannar „Það eru margir að átta sig á því núna að útlendingamálin eru komin í öngstræti. Það eru ekki allir flóttamenn sem koma til Íslands sem eru komnir hingað til að setjast upp á kerfið eða fremja glæpi, eins og margir virðast halda því miður,“ segir Svavar. Oscar sé einn þeirra sem sé hingað kominn til að eiga gott líf, mennta sig, leggja sitt af mörkum til samfélagsins og stofna fjölskyldu. „Ungir karlmenn og ungir drengir eru í verstu stöðunni. Þeir eru allir settir undir sama hatt: Þeir hljóta allir að vera glæpamenn. Fólk er að spyrja okkur hvað í ósköpunum við séum að gera að taka að okkur einhvern sextán ára dreng frá Kólumbíu. Þetta er bara barn og hann er algjört draumabarn, hann er yndislegur,“ segir Sonja. Oscar yrði átján ára áður en ættleiðing gengi í gegn Einhverjir hafa velt því upp í umræðu um málið hvers vegna Svavar og Sonja ættleiði Oscar ekki einfaldlega. Oscar varð sautján ára um liðna helgi og því heilt ár í að hann verði sjálfráða. Þau segjast hafa skoðað það en það sé meira en að segja það. „Ef við gætum það værum við búin að gera það, það er bara mjög flókið og langt ferli og við myndum aldrei ná því áður en hann yrði átján ára. Við myndum ekki hika við það ef við gætum það,“ segir Sonja. „Og það þyrfti alltaf að fá leyfi frá foreldrum hans og á meðan þeir finnast ekki þá er ekki hægt að fá leyfi frá þeim. Og það samt, þrátt fyrir að faðir hans hafi afsalað sér forsjá yfir honum. Þetta ferli er bara svo svifaseint að við myndum aldrei ná því áður en hann verður fluttur úr landi,“ segir Svavar.
Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Hælisleitendur Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent