Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2025 12:01 Antonio Rüdiger fagnar öðru marka Real Madrid í úrslitaleiknum. Hann var svo kominn af velli þegar Barcelona tryggði sér 3-2 sigur í framlengingunni og trylltist á hliðarlínunni. Getty/Burak Akbulut Antonio Rüdiger, miðvörður Real Madrid, á væntanlega yfir höfði sér langt bann eftir hegðun sína í tapinu gegn Barcelona í bikarúrslitaleiknum á Spáni um helgina. Kallað er eftir því að hann verði einnig tekinn út úr þýska landsliðinu. Rüdiger missti gjörsamlega stjórn á skapi sínu og kastaði klaka af hliðarlínunni í átt að dómaranum, í framlengingu í úrslitaleiknum á laugardaginn. Honum hafði verið skipt af velli en alls fengu þrír leikmenn Real að líta rauða spjaldið vegna hegðunar sinnar. Verst lét þó Rüdiger og þurfti hóp manna til að hemja hann og koma í veg fyrir að hann gengi enn lengra í æðiskasti sínu, eftir að hafa fengið rauða spjaldið fyrir að kasta klakanum. No creo que a Rudiger le caiga más de un partido porque se ve claramente que está disputando el balón. pic.twitter.com/QnQqU8p5R4— Manuel García (@Candeliano) April 27, 2025 Rüdiger hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en á engu að síður yfir höfði sér fjögurra til tólf leikja bann. Dietmar Hamann, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands, er á meðal þeirra sem vilja að Rüdiger fari líka í bann hjá þýska landsliðinu. „Mér finnst að DFB [þýska knattspyrnusambandið] ætti að setja hann í bann. Ég myndi ekki bjóða honum í úrslitaleikina í Þjóðadeildinni,“ sagði Hamann en Þýskaland er á meðal þeirra fjögurra þjóða sem spila um sigur í Þjóðadeildinni í júní. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Rüdiger þykir fara yfir strikið með hegðun sinni og Hamann vill að það hafi afleiðingar hjá þýskum landsliðsmönnum. „Julian Nagelsmann [landsliðsþjálfari Þýskalands] þreytist ekki á að tala um hve mikilvægt sé að menn axli ábyrgð og fari eftir gildunum,“ sagði Hamann. Thorsten Kinhöfer, fyrrverandi FIFA-dómari, vill einnig að málið hafi afleiðingar. „Hegðun Rüdigers var til skammar. Landsliðsþjálfarinn verður að velta því fyrir sér hvort að svona maður eigi að vera fulltrúi þjóðar okkar,“ sagði Kinhöfer við Bild. Rudi Völler, yfirmaður íþróttamála hjá þýska sambandinu, segir hins vegar að Rüdiger verði ekki settur í bann frá landsliðinu. Hann verði þó að gera betur. „Toni er frábær leikmaður en sem landsliðsmaður þá þarf hann líka að sýna ákveðinn klassa í sinni hegðun. Hann vill réttilega að sér sé sýnd virðing en verður líka sjálfur að sýna öðrum virðingu, undantekningalaust,“ sagði Völler. Rüdiger verður að breyta sinni hegðun og veit það líklega best sjálfur núna. „Toni hafði samband við Julian og mig í gær og við ræddum lengi um stöðuna,“ sagði Völler. Spænski boltinn Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Rüdiger missti gjörsamlega stjórn á skapi sínu og kastaði klaka af hliðarlínunni í átt að dómaranum, í framlengingu í úrslitaleiknum á laugardaginn. Honum hafði verið skipt af velli en alls fengu þrír leikmenn Real að líta rauða spjaldið vegna hegðunar sinnar. Verst lét þó Rüdiger og þurfti hóp manna til að hemja hann og koma í veg fyrir að hann gengi enn lengra í æðiskasti sínu, eftir að hafa fengið rauða spjaldið fyrir að kasta klakanum. No creo que a Rudiger le caiga más de un partido porque se ve claramente que está disputando el balón. pic.twitter.com/QnQqU8p5R4— Manuel García (@Candeliano) April 27, 2025 Rüdiger hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en á engu að síður yfir höfði sér fjögurra til tólf leikja bann. Dietmar Hamann, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands, er á meðal þeirra sem vilja að Rüdiger fari líka í bann hjá þýska landsliðinu. „Mér finnst að DFB [þýska knattspyrnusambandið] ætti að setja hann í bann. Ég myndi ekki bjóða honum í úrslitaleikina í Þjóðadeildinni,“ sagði Hamann en Þýskaland er á meðal þeirra fjögurra þjóða sem spila um sigur í Þjóðadeildinni í júní. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Rüdiger þykir fara yfir strikið með hegðun sinni og Hamann vill að það hafi afleiðingar hjá þýskum landsliðsmönnum. „Julian Nagelsmann [landsliðsþjálfari Þýskalands] þreytist ekki á að tala um hve mikilvægt sé að menn axli ábyrgð og fari eftir gildunum,“ sagði Hamann. Thorsten Kinhöfer, fyrrverandi FIFA-dómari, vill einnig að málið hafi afleiðingar. „Hegðun Rüdigers var til skammar. Landsliðsþjálfarinn verður að velta því fyrir sér hvort að svona maður eigi að vera fulltrúi þjóðar okkar,“ sagði Kinhöfer við Bild. Rudi Völler, yfirmaður íþróttamála hjá þýska sambandinu, segir hins vegar að Rüdiger verði ekki settur í bann frá landsliðinu. Hann verði þó að gera betur. „Toni er frábær leikmaður en sem landsliðsmaður þá þarf hann líka að sýna ákveðinn klassa í sinni hegðun. Hann vill réttilega að sér sé sýnd virðing en verður líka sjálfur að sýna öðrum virðingu, undantekningalaust,“ sagði Völler. Rüdiger verður að breyta sinni hegðun og veit það líklega best sjálfur núna. „Toni hafði samband við Julian og mig í gær og við ræddum lengi um stöðuna,“ sagði Völler.
Spænski boltinn Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira