Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. apríl 2025 14:05 Bragi fékk fjölmargar spurningar frá fundargestum vegna fjármálanna og svaraði þeim skýrt og vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill viðsnúningur hefur orðið á fjárhagsstöðu Sveitarfélagsins Árborgar til hins betra en sveitarfélagið hefur verið í miklum fjárhagsvandræðum síðustu ár. Nú lítur hins vegar allt miklu betur út. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar var gestur á opnum fundi D-listans á Selfossi í gær þar sem hann fór yfir stöðu bæjarmálanna og ekki síst fjárhagsstöðu sveitarfélagsins en samkvæmt nýjum ársreikningi vegna 2024 er rekstur Árborgar í miklu betra standi en allar áætlanir gerðu ráð fyrir. Bragi veit allt um málið. „Heyrðu, niðurstaðan er að samstæðan hjá okkur, A og B hlutinn er að skila ríflega þriggja milljarða rekstrarafgangi,” segir Bragi. Hann segir að sveitarfélagið sé búið að vera í mjög krefjandi aðgerðum síðustu tvö til þrjú ár til að spara og spara, auk þess að selja lóðir og lönd til að fá pening í kassann. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg, sem fór yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins á opnum fundi á Selfossi í gær hjá D-listanum. En hverju þakkar hann þennan góða árangur? „Ég vil bæði þakka öllum kjörnum fulltrúum, sem hafa unnið í bæjarstjórninni og starfsmönnum og íbúum fyrir þær hugmyndir, sem hafa komið frá þeim. Þannig að allt þetta hefur unnið sig saman af þeim góða árangri, sem við erum að sjá hér í dag,” segir bæjarstjórinn. Ein af glærunum, frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi segir að það hafi reynt mikið á íbúa í öllum sparnaðargerðunum, hann sé fyrstur til að viðurkenna það. „Við náttúrulega þurftum að setja álag á útsvar og við höfum hækkað gjaldskrár, þannig að allt þetta bítur í en við viljum ekki fara dýpra í vasa íbúanna heldur en við þurfum,” segir Bragi. Og Bragi segir að vegna góðrar fjárhagsstöðu þá standi jafnvel til að lækka fasteignagjöld í Árborg. Og íbúum sveitarfélagsins er alltaf að fjölga en fjölgunin var upp á 4,3% á síðasta ári en í dag eru þeir um 12.400 manns. „Það er bjart framundan hér í Árborg, það er nóg að gera í sumar. Við segjum bara gleðilegt sumar til allra og allir þeir hátíðarviðburðir, sem verða í gangi hérna, vonandi verður fólk á ferðinni og nýtur þeirra með okkur,” segir Bragi að endingu. Enn ein glæran frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira
Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar var gestur á opnum fundi D-listans á Selfossi í gær þar sem hann fór yfir stöðu bæjarmálanna og ekki síst fjárhagsstöðu sveitarfélagsins en samkvæmt nýjum ársreikningi vegna 2024 er rekstur Árborgar í miklu betra standi en allar áætlanir gerðu ráð fyrir. Bragi veit allt um málið. „Heyrðu, niðurstaðan er að samstæðan hjá okkur, A og B hlutinn er að skila ríflega þriggja milljarða rekstrarafgangi,” segir Bragi. Hann segir að sveitarfélagið sé búið að vera í mjög krefjandi aðgerðum síðustu tvö til þrjú ár til að spara og spara, auk þess að selja lóðir og lönd til að fá pening í kassann. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg, sem fór yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins á opnum fundi á Selfossi í gær hjá D-listanum. En hverju þakkar hann þennan góða árangur? „Ég vil bæði þakka öllum kjörnum fulltrúum, sem hafa unnið í bæjarstjórninni og starfsmönnum og íbúum fyrir þær hugmyndir, sem hafa komið frá þeim. Þannig að allt þetta hefur unnið sig saman af þeim góða árangri, sem við erum að sjá hér í dag,” segir bæjarstjórinn. Ein af glærunum, frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi segir að það hafi reynt mikið á íbúa í öllum sparnaðargerðunum, hann sé fyrstur til að viðurkenna það. „Við náttúrulega þurftum að setja álag á útsvar og við höfum hækkað gjaldskrár, þannig að allt þetta bítur í en við viljum ekki fara dýpra í vasa íbúanna heldur en við þurfum,” segir Bragi. Og Bragi segir að vegna góðrar fjárhagsstöðu þá standi jafnvel til að lækka fasteignagjöld í Árborg. Og íbúum sveitarfélagsins er alltaf að fjölga en fjölgunin var upp á 4,3% á síðasta ári en í dag eru þeir um 12.400 manns. „Það er bjart framundan hér í Árborg, það er nóg að gera í sumar. Við segjum bara gleðilegt sumar til allra og allir þeir hátíðarviðburðir, sem verða í gangi hérna, vonandi verður fólk á ferðinni og nýtur þeirra með okkur,” segir Bragi að endingu. Enn ein glæran frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira