Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. apríl 2025 20:03 Þegar mest verður verða um 400 gyltur í nýja svínabúinu á Sölvastöðum í Eyjafirði. Hér eru þrír grísir á búinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt glæsilegasta svínabú landsins hefur hafið starfsemi í Eyjafirði þar sem um fjögur hundruð gyltur verða í búinu þegar það verður komið í fullan rekstur. Nýja svínabúið, sem er á jörðinni Sölvastöðum er í eigu Ingva Stefánssonar og fjölskyldu á bænum Teigi í sömu sveit en Ingvi er jafnframt formaður svínabænda. Búið er það fyrsta, sem er byggt frá grunni út frá nýjustu kröfum um dýravelferð en það þýðir meðal annars að svínin hafa mjög mikið pláss og þau eru meira og minna í lausagöngu á búinu. „Helstu staðreyndirnar eru kannski þær að það er þessi lausaganga á öllum stigum, sem eru auðvitað rosalega jákvætt upp á dýravelferðina að gera og annað slíkt, Við verðum með 400 gyltur en við erum með innan við 300 núna,” segir Ingvi. Mjög rúmt er á svínunum í lausagöngunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fréttamanni þótti algjörlega frábært að koma inn í nýja búið enda er að glæsilegt í alla staði og vel sást hvað svínunum leið vel inni í búinu í lausagöngunni. Feðgarnir, sem vinna saman í nýja svínabúinu, eða þeir Tristan Darri (t.v.) og Frans Heiðar, sem eru hér með Ingva, pabba sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ingvi selur allt sitt svínakjöt til Kjarnafæðis Norðlenska og hann gæti selt miklu meira ef hann ætti meira kjöt. „Já, klárlega, klárlega er eftirspurnin til staðar, þannig að markaðurinn er stækkandi já. Það er bara að borða íslenskt kjöt númer 1, 2 og 3, er það ekki bara málið,” segir Ingvi hlæjandi. Húsnæði nýja svínabúsins eru glæsileg og allt mjög snyrtilegt í kringum þau. Aðsend Synir Ingva vinna með pabba sínum í búinu og líkar vel að vera innan um svín alla daga. „Mér finnst það bara mjög gaman og hef mikinn áhuga á þessu. Skemmtilegast er þegar svínin eru að gjóta og fá þá að taka á móti litlu grísunum og gera allt fínt fyrir þá,” segir Frans Heiðar Ingvason, 16 ára og tilvonandi svínabóndi. Sölvastaðir í Eyjafirði þar sem nýja svínabúið er.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyjafjarðarsveit Svínakjöt Landbúnaður Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Nýja svínabúið, sem er á jörðinni Sölvastöðum er í eigu Ingva Stefánssonar og fjölskyldu á bænum Teigi í sömu sveit en Ingvi er jafnframt formaður svínabænda. Búið er það fyrsta, sem er byggt frá grunni út frá nýjustu kröfum um dýravelferð en það þýðir meðal annars að svínin hafa mjög mikið pláss og þau eru meira og minna í lausagöngu á búinu. „Helstu staðreyndirnar eru kannski þær að það er þessi lausaganga á öllum stigum, sem eru auðvitað rosalega jákvætt upp á dýravelferðina að gera og annað slíkt, Við verðum með 400 gyltur en við erum með innan við 300 núna,” segir Ingvi. Mjög rúmt er á svínunum í lausagöngunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fréttamanni þótti algjörlega frábært að koma inn í nýja búið enda er að glæsilegt í alla staði og vel sást hvað svínunum leið vel inni í búinu í lausagöngunni. Feðgarnir, sem vinna saman í nýja svínabúinu, eða þeir Tristan Darri (t.v.) og Frans Heiðar, sem eru hér með Ingva, pabba sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ingvi selur allt sitt svínakjöt til Kjarnafæðis Norðlenska og hann gæti selt miklu meira ef hann ætti meira kjöt. „Já, klárlega, klárlega er eftirspurnin til staðar, þannig að markaðurinn er stækkandi já. Það er bara að borða íslenskt kjöt númer 1, 2 og 3, er það ekki bara málið,” segir Ingvi hlæjandi. Húsnæði nýja svínabúsins eru glæsileg og allt mjög snyrtilegt í kringum þau. Aðsend Synir Ingva vinna með pabba sínum í búinu og líkar vel að vera innan um svín alla daga. „Mér finnst það bara mjög gaman og hef mikinn áhuga á þessu. Skemmtilegast er þegar svínin eru að gjóta og fá þá að taka á móti litlu grísunum og gera allt fínt fyrir þá,” segir Frans Heiðar Ingvason, 16 ára og tilvonandi svínabóndi. Sölvastaðir í Eyjafirði þar sem nýja svínabúið er.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Eyjafjarðarsveit Svínakjöt Landbúnaður Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira