Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Sindri Sverrisson skrifar 25. apríl 2025 16:32 Lárus Guðmundsson varð þýskur bikarmeistari með Uerdingen, fyrir fjörutíu árum síðan. Getty/Otto Werner Þýska knattspyrnufélagið KFC Uerdingen, sem hét Bayer Uerdingen þegar það var í hópi bestu liða Þýskalands, hefur óskað eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram í þýskum miðlum, til að mynda í Augsburger Allgemeine sem segir að þetta sé í fimmta sinn í sögu félagsins sem það sé tekið til gjaldþrotaskipta og að margt bendi til að ekki verði gerðar fleiri tilraunir til að blása lífi í það. Lárus Guðmundsson og Atli Eðvaldsson léku með liðinu á níunda áratug síðustu aldar þegar liðið náði sínum besta árangri. Þeir fóru meðal annars með liðinu í undanúrslit Evrópukeppni bikarhafa árið 1986, eftir eina ótrúlegustu endurkomu sögunnar í 8-liða úrslitum þar sem Uerdingen tapaði 2-0 á útivelli gegn Dynamo Dresden og lenti 3-1 undir í fyrri hálfleik í seinni leiknum, var því samtals 5-1 undir í einvíginu, en vann einvígið samtals 7-5. Lárus var einnig í liðinu sem hafði orðið þýskur bikarmeistari árið áður, með 2-1 sigri gegn FC Bayern í úrslitaleik. Hann lék með Uerdingen árin 1984-87 og Atli á árunum 1985-88. Fjöldi Íslendinga lék einnig með liðinu í kringum aldamótin þegar það var ekki lengur í efstu deild. Mikil óreiða hefur verið í fjármálum Uerdingen síðustu ár og samkvæmt frétt Augsburger Allgemeine má segja að félagið hafi verið á niðurleið frá því að lyfjarisinn Bayer Group sleit sig frá félaginu árið 1995, til að einbeita sér að Leverkusen. Uerdingen hefur nú verið úrskurðað tap í öllum leikjum liðsins sem spilaði í vetur í einni af svæðisdeildum D-deildarinnar, Regionalliga West. Það hefur jafnframt í för með sér að nágrannar þeira í MSV Duisburg hafa þar með tryggt sér sigur í deildinni. Þýski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Sjá meira
Þetta kemur fram í þýskum miðlum, til að mynda í Augsburger Allgemeine sem segir að þetta sé í fimmta sinn í sögu félagsins sem það sé tekið til gjaldþrotaskipta og að margt bendi til að ekki verði gerðar fleiri tilraunir til að blása lífi í það. Lárus Guðmundsson og Atli Eðvaldsson léku með liðinu á níunda áratug síðustu aldar þegar liðið náði sínum besta árangri. Þeir fóru meðal annars með liðinu í undanúrslit Evrópukeppni bikarhafa árið 1986, eftir eina ótrúlegustu endurkomu sögunnar í 8-liða úrslitum þar sem Uerdingen tapaði 2-0 á útivelli gegn Dynamo Dresden og lenti 3-1 undir í fyrri hálfleik í seinni leiknum, var því samtals 5-1 undir í einvíginu, en vann einvígið samtals 7-5. Lárus var einnig í liðinu sem hafði orðið þýskur bikarmeistari árið áður, með 2-1 sigri gegn FC Bayern í úrslitaleik. Hann lék með Uerdingen árin 1984-87 og Atli á árunum 1985-88. Fjöldi Íslendinga lék einnig með liðinu í kringum aldamótin þegar það var ekki lengur í efstu deild. Mikil óreiða hefur verið í fjármálum Uerdingen síðustu ár og samkvæmt frétt Augsburger Allgemeine má segja að félagið hafi verið á niðurleið frá því að lyfjarisinn Bayer Group sleit sig frá félaginu árið 1995, til að einbeita sér að Leverkusen. Uerdingen hefur nú verið úrskurðað tap í öllum leikjum liðsins sem spilaði í vetur í einni af svæðisdeildum D-deildarinnar, Regionalliga West. Það hefur jafnframt í för með sér að nágrannar þeira í MSV Duisburg hafa þar með tryggt sér sigur í deildinni.
Þýski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Sjá meira