Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Árni Sæberg skrifar 25. apríl 2025 14:12 Leigubílaröðin við Leifsstöð hefur valdið talsverðum deilum undanfarið. Vísir/Vilhelm Isavia ætlar að tryggja aðgengi allra leigubílstjóra að skúr sem ætlaður er sem kaffistofa þeirra sem nota leigubílastæðið við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Skúrinn er nú sagður notaður sem bænahús og lokaður öðrum en þeim sem hann nota sem slíkt. Margir ráku upp stór augu í gærkvöldi þegar leigubílstjóri sagði í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að kaffistofa leigubílstjóra væri nú notuð sem bænahús af erlendum leigubílstjórum. Íslenskum leigubílstjórum væri meinaður aðgangur að skúrnum og þeir kæmust ekki einu sinni á salernið þar. Hér má sjá skúrinn umdeilda.Vísir/Já.is Þá sást í fréttinni hvernig maður bað bænir að sið múslima inni í skúrnum og annar maður meinaði fréttamanni inngöngu í skúrinn á grundvelli þess að hann væri í einkaeigu. „Ég bara kemst ekki yfir þetta!“ Talsverð umræða hefur verið á samfélagsmiðlum eftir fréttina og meðal þeirra sem tekið hafa til máls um það er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins. „Ég bara kemst ekki yfir þetta!“ sagði hann í færslu á samfélagsmiðlinum X. Ég bara kemst ekki yfir þetta!Þú ert búinn að vera leigubílstjóri í 25 ár og þjónusta farþega eftir bestu getu.Í besta falli hefurðu samtímis náð að skrapa saman nokkrum aurum í lífeyrissjóð í von um að fá eitthvað greitt úr honum þegar þar að kemur.Allt í einu ertu lentur í…— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) April 24, 2025 „Svo máttu ekki eini sinni fara inn í kaffiskúrinn þinn til að pissa af því að hofmóðugt ríkisfyrirtæki er búið að breyta honum í bænahús fyrir þá sem tóku af þér vinnuna,“ segir hann. Eigi að vera opinn öllum „Þarna er um að ræða skúr í eigu Isavia sem var og er hugsaður fyrir alla leigubílstjóra. Þar sem þeir geta neytt matar og drykkjar og nýtt salerni,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi. Guðjón Helgason hjá Isavia segir skúrinn eiga að vera öllum leigubílstjórum opinn.Vísir/Arnar Hann ítrekar að skúrinn sé ætlaður öllum leigubílstjórum sem hafa aðgang að leigubílastæðinu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Við munum fylgjast með því.“ Leigubílar Isavia Keflavíkurflugvöllur Trúmál Tengdar fréttir Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53 Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Upplýsingafulltrúi Isavia segir að loka hafi þurft fyrir aðgang um hundrað leigubílstjóra að Keflavíkurflugvelli í lengri og skemmri tíma. Frá og með 1. maí verður fastur starfsmaður á leigubílasvæðinu við flugstöðina á háannatíma til að aðstoða farþega og tryggja að skilmálum flugvallarins sé fylgt. 23. apríl 2025 19:43 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sjá meira
Margir ráku upp stór augu í gærkvöldi þegar leigubílstjóri sagði í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að kaffistofa leigubílstjóra væri nú notuð sem bænahús af erlendum leigubílstjórum. Íslenskum leigubílstjórum væri meinaður aðgangur að skúrnum og þeir kæmust ekki einu sinni á salernið þar. Hér má sjá skúrinn umdeilda.Vísir/Já.is Þá sást í fréttinni hvernig maður bað bænir að sið múslima inni í skúrnum og annar maður meinaði fréttamanni inngöngu í skúrinn á grundvelli þess að hann væri í einkaeigu. „Ég bara kemst ekki yfir þetta!“ Talsverð umræða hefur verið á samfélagsmiðlum eftir fréttina og meðal þeirra sem tekið hafa til máls um það er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins. „Ég bara kemst ekki yfir þetta!“ sagði hann í færslu á samfélagsmiðlinum X. Ég bara kemst ekki yfir þetta!Þú ert búinn að vera leigubílstjóri í 25 ár og þjónusta farþega eftir bestu getu.Í besta falli hefurðu samtímis náð að skrapa saman nokkrum aurum í lífeyrissjóð í von um að fá eitthvað greitt úr honum þegar þar að kemur.Allt í einu ertu lentur í…— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) April 24, 2025 „Svo máttu ekki eini sinni fara inn í kaffiskúrinn þinn til að pissa af því að hofmóðugt ríkisfyrirtæki er búið að breyta honum í bænahús fyrir þá sem tóku af þér vinnuna,“ segir hann. Eigi að vera opinn öllum „Þarna er um að ræða skúr í eigu Isavia sem var og er hugsaður fyrir alla leigubílstjóra. Þar sem þeir geta neytt matar og drykkjar og nýtt salerni,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi. Guðjón Helgason hjá Isavia segir skúrinn eiga að vera öllum leigubílstjórum opinn.Vísir/Arnar Hann ítrekar að skúrinn sé ætlaður öllum leigubílstjórum sem hafa aðgang að leigubílastæðinu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Við munum fylgjast með því.“
Leigubílar Isavia Keflavíkurflugvöllur Trúmál Tengdar fréttir Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53 Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Upplýsingafulltrúi Isavia segir að loka hafi þurft fyrir aðgang um hundrað leigubílstjóra að Keflavíkurflugvelli í lengri og skemmri tíma. Frá og með 1. maí verður fastur starfsmaður á leigubílasvæðinu við flugstöðina á háannatíma til að aðstoða farþega og tryggja að skilmálum flugvallarins sé fylgt. 23. apríl 2025 19:43 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sjá meira
Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53
Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Upplýsingafulltrúi Isavia segir að loka hafi þurft fyrir aðgang um hundrað leigubílstjóra að Keflavíkurflugvelli í lengri og skemmri tíma. Frá og með 1. maí verður fastur starfsmaður á leigubílasvæðinu við flugstöðina á háannatíma til að aðstoða farþega og tryggja að skilmálum flugvallarins sé fylgt. 23. apríl 2025 19:43