Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. apríl 2025 23:55 Hegseth í opinberri heimsókn sinni í Noregi í dag. AP Pete Hegseth varnarmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður hafa notast við nettengingu sem gerði honum kleift að nota samskiptaforritið Signal á einkatölvu hans í ráðuneytinu, í trássi við öryggisstaðla Pentagon. Þetta hafa blaðamenn AP eftir þremur heimildarmönnum. Óreiðukennd embættistíð Pete Hegseth hefur síðustu daga vakið athygli en hann hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir að segja frá yfirvofandi loftárásum á samskiptaforritinu Signal, bæði í hópi háttsettra embættismanna, og eins blaðamanns, og í persónulegum hópi sem innihélt meðal annars eiginkonu hans og bróður. Hegseth er til rannsóknar vegna samskipta hans og annarra háttsettra embættismanna á Signal en sú rannsókn hófst áður en í ljós kom að hann átti einnig samskiptum um árásirnar á Húta. Nýjustu vendingar í því máli eru þær að Hegseth notaði samskiptaforritið á óvarinni nettengingu í persónulegri tölvu sinni í Varnarmálaráðuneytinu, eða Pentagon. Vegna þess hafi háleynilegar varnarmálaupplýsingar verið líklegri til að verða undir í tölvuárásum og njósnum en ella. Í umfjöllun AP segir að um ræði svokallaða „óhreina“ nettengingu, sem tengi tæki beint við almenningsnetið í ráðuneytinu. Þar séu ekki fyrir hendi sömu öryggisstaðlar og í nettengingu Pentagon og því auknar líkur á tölvuárásum og njósnum. Starfsmenn ráðuneytisins hafa notast við nettenginguna til að komast inn á vefsíður sem nettenging ráðuneytisins hefur lokað fyrir vegna öryggisstaðla. Heimildarmenn AP segja Hegseth hafa látið tengja hina „óhreinu“ nettengingu í skrifstofu sinni til að komast inn á Signal. Sem fyrr segir er hann sakaður um að birta viðkvæmar upplýsingar um loftárásir í tveimur hópspjöllum. Bæði spjöllin hafi talið meira en tólf manns, allt frá embættismönnum til fjölskyldumeðlima Hegseth. Aðspurður um samskiptamiðlanotkun Hegseth í ráðuneytinu sagði Sean Parnell, aðaltalsmaður Pentagon, hana vera trúnaðarmál. „Aftur á móti getum við staðfest að hann hefur aldrei notað Signal í vinnutölvunni sinni,“ sagði Parnell í yfirlýsingu. Hegseth hefur undanfarna daga rekið þó nokkra af sínum helstu ráðgjöfum í ráðuneytinu og sakað þá um að leka upplýsingum í blaðamenn. Þrátt fyrir allt hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lýst yfir stuðningi með Hegseth og neitað að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða. Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Mikið hefur gustað um Pete Hegseth, fyrrverandi sjónvarpsmann og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, undanfarið. Mikil óreiða er sögð hafa ríkt innan veggja ráðuneytisins, sem gengur iðulega undir nafninu Pentagon, og vantraust hefur aukist milli borgaralegra starfsmanna ráðuneytisins og hermanna sem starfa þar. 23. apríl 2025 10:38 Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Talsmenn Hvíta hússins hafa síðustu daga varið miklu púðri í að gagnrýna blaðamann sem var fyrir mistök bætt inn í spjallhóp margra af æðstu ráðamönnum Bandaríkjanna. Þar ræddu þeir yfirvofandi árásir gegn Hútum í Jemen og deildu upplýsingum um árásirnar sín á milli en búið er að birta öll samskiptin úr hópnum. 26. mars 2025 18:22 Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Uppljóstranir Jeffrey Goldberg, ritstjóra Atlantic, um að æðstu ráðamenn í Bandaríkjunum hafi rætt skipulagningu árása á Húta í Jemen í gegnum samskiptaforritið Signal hafa vakið mikla athygli og hneykslan vestanhafs. 25. mars 2025 08:49 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
Þetta hafa blaðamenn AP eftir þremur heimildarmönnum. Óreiðukennd embættistíð Pete Hegseth hefur síðustu daga vakið athygli en hann hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir að segja frá yfirvofandi loftárásum á samskiptaforritinu Signal, bæði í hópi háttsettra embættismanna, og eins blaðamanns, og í persónulegum hópi sem innihélt meðal annars eiginkonu hans og bróður. Hegseth er til rannsóknar vegna samskipta hans og annarra háttsettra embættismanna á Signal en sú rannsókn hófst áður en í ljós kom að hann átti einnig samskiptum um árásirnar á Húta. Nýjustu vendingar í því máli eru þær að Hegseth notaði samskiptaforritið á óvarinni nettengingu í persónulegri tölvu sinni í Varnarmálaráðuneytinu, eða Pentagon. Vegna þess hafi háleynilegar varnarmálaupplýsingar verið líklegri til að verða undir í tölvuárásum og njósnum en ella. Í umfjöllun AP segir að um ræði svokallaða „óhreina“ nettengingu, sem tengi tæki beint við almenningsnetið í ráðuneytinu. Þar séu ekki fyrir hendi sömu öryggisstaðlar og í nettengingu Pentagon og því auknar líkur á tölvuárásum og njósnum. Starfsmenn ráðuneytisins hafa notast við nettenginguna til að komast inn á vefsíður sem nettenging ráðuneytisins hefur lokað fyrir vegna öryggisstaðla. Heimildarmenn AP segja Hegseth hafa látið tengja hina „óhreinu“ nettengingu í skrifstofu sinni til að komast inn á Signal. Sem fyrr segir er hann sakaður um að birta viðkvæmar upplýsingar um loftárásir í tveimur hópspjöllum. Bæði spjöllin hafi talið meira en tólf manns, allt frá embættismönnum til fjölskyldumeðlima Hegseth. Aðspurður um samskiptamiðlanotkun Hegseth í ráðuneytinu sagði Sean Parnell, aðaltalsmaður Pentagon, hana vera trúnaðarmál. „Aftur á móti getum við staðfest að hann hefur aldrei notað Signal í vinnutölvunni sinni,“ sagði Parnell í yfirlýsingu. Hegseth hefur undanfarna daga rekið þó nokkra af sínum helstu ráðgjöfum í ráðuneytinu og sakað þá um að leka upplýsingum í blaðamenn. Þrátt fyrir allt hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lýst yfir stuðningi með Hegseth og neitað að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða.
Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Mikið hefur gustað um Pete Hegseth, fyrrverandi sjónvarpsmann og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, undanfarið. Mikil óreiða er sögð hafa ríkt innan veggja ráðuneytisins, sem gengur iðulega undir nafninu Pentagon, og vantraust hefur aukist milli borgaralegra starfsmanna ráðuneytisins og hermanna sem starfa þar. 23. apríl 2025 10:38 Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Talsmenn Hvíta hússins hafa síðustu daga varið miklu púðri í að gagnrýna blaðamann sem var fyrir mistök bætt inn í spjallhóp margra af æðstu ráðamönnum Bandaríkjanna. Þar ræddu þeir yfirvofandi árásir gegn Hútum í Jemen og deildu upplýsingum um árásirnar sín á milli en búið er að birta öll samskiptin úr hópnum. 26. mars 2025 18:22 Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Uppljóstranir Jeffrey Goldberg, ritstjóra Atlantic, um að æðstu ráðamenn í Bandaríkjunum hafi rætt skipulagningu árása á Húta í Jemen í gegnum samskiptaforritið Signal hafa vakið mikla athygli og hneykslan vestanhafs. 25. mars 2025 08:49 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Mikið hefur gustað um Pete Hegseth, fyrrverandi sjónvarpsmann og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, undanfarið. Mikil óreiða er sögð hafa ríkt innan veggja ráðuneytisins, sem gengur iðulega undir nafninu Pentagon, og vantraust hefur aukist milli borgaralegra starfsmanna ráðuneytisins og hermanna sem starfa þar. 23. apríl 2025 10:38
Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Talsmenn Hvíta hússins hafa síðustu daga varið miklu púðri í að gagnrýna blaðamann sem var fyrir mistök bætt inn í spjallhóp margra af æðstu ráðamönnum Bandaríkjanna. Þar ræddu þeir yfirvofandi árásir gegn Hútum í Jemen og deildu upplýsingum um árásirnar sín á milli en búið er að birta öll samskiptin úr hópnum. 26. mars 2025 18:22
Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Uppljóstranir Jeffrey Goldberg, ritstjóra Atlantic, um að æðstu ráðamenn í Bandaríkjunum hafi rætt skipulagningu árása á Húta í Jemen í gegnum samskiptaforritið Signal hafa vakið mikla athygli og hneykslan vestanhafs. 25. mars 2025 08:49