Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. apríl 2025 23:55 Hegseth í opinberri heimsókn sinni í Noregi í dag. AP Pete Hegseth varnarmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður hafa notast við nettengingu sem gerði honum kleift að nota samskiptaforritið Signal á einkatölvu hans í ráðuneytinu, í trássi við öryggisstaðla Pentagon. Þetta hafa blaðamenn AP eftir þremur heimildarmönnum. Óreiðukennd embættistíð Pete Hegseth hefur síðustu daga vakið athygli en hann hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir að segja frá yfirvofandi loftárásum á samskiptaforritinu Signal, bæði í hópi háttsettra embættismanna, og eins blaðamanns, og í persónulegum hópi sem innihélt meðal annars eiginkonu hans og bróður. Hegseth er til rannsóknar vegna samskipta hans og annarra háttsettra embættismanna á Signal en sú rannsókn hófst áður en í ljós kom að hann átti einnig samskiptum um árásirnar á Húta. Nýjustu vendingar í því máli eru þær að Hegseth notaði samskiptaforritið á óvarinni nettengingu í persónulegri tölvu sinni í Varnarmálaráðuneytinu, eða Pentagon. Vegna þess hafi háleynilegar varnarmálaupplýsingar verið líklegri til að verða undir í tölvuárásum og njósnum en ella. Í umfjöllun AP segir að um ræði svokallaða „óhreina“ nettengingu, sem tengi tæki beint við almenningsnetið í ráðuneytinu. Þar séu ekki fyrir hendi sömu öryggisstaðlar og í nettengingu Pentagon og því auknar líkur á tölvuárásum og njósnum. Starfsmenn ráðuneytisins hafa notast við nettenginguna til að komast inn á vefsíður sem nettenging ráðuneytisins hefur lokað fyrir vegna öryggisstaðla. Heimildarmenn AP segja Hegseth hafa látið tengja hina „óhreinu“ nettengingu í skrifstofu sinni til að komast inn á Signal. Sem fyrr segir er hann sakaður um að birta viðkvæmar upplýsingar um loftárásir í tveimur hópspjöllum. Bæði spjöllin hafi talið meira en tólf manns, allt frá embættismönnum til fjölskyldumeðlima Hegseth. Aðspurður um samskiptamiðlanotkun Hegseth í ráðuneytinu sagði Sean Parnell, aðaltalsmaður Pentagon, hana vera trúnaðarmál. „Aftur á móti getum við staðfest að hann hefur aldrei notað Signal í vinnutölvunni sinni,“ sagði Parnell í yfirlýsingu. Hegseth hefur undanfarna daga rekið þó nokkra af sínum helstu ráðgjöfum í ráðuneytinu og sakað þá um að leka upplýsingum í blaðamenn. Þrátt fyrir allt hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lýst yfir stuðningi með Hegseth og neitað að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða. Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Mikið hefur gustað um Pete Hegseth, fyrrverandi sjónvarpsmann og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, undanfarið. Mikil óreiða er sögð hafa ríkt innan veggja ráðuneytisins, sem gengur iðulega undir nafninu Pentagon, og vantraust hefur aukist milli borgaralegra starfsmanna ráðuneytisins og hermanna sem starfa þar. 23. apríl 2025 10:38 Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Talsmenn Hvíta hússins hafa síðustu daga varið miklu púðri í að gagnrýna blaðamann sem var fyrir mistök bætt inn í spjallhóp margra af æðstu ráðamönnum Bandaríkjanna. Þar ræddu þeir yfirvofandi árásir gegn Hútum í Jemen og deildu upplýsingum um árásirnar sín á milli en búið er að birta öll samskiptin úr hópnum. 26. mars 2025 18:22 Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Uppljóstranir Jeffrey Goldberg, ritstjóra Atlantic, um að æðstu ráðamenn í Bandaríkjunum hafi rætt skipulagningu árása á Húta í Jemen í gegnum samskiptaforritið Signal hafa vakið mikla athygli og hneykslan vestanhafs. 25. mars 2025 08:49 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Þetta hafa blaðamenn AP eftir þremur heimildarmönnum. Óreiðukennd embættistíð Pete Hegseth hefur síðustu daga vakið athygli en hann hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir að segja frá yfirvofandi loftárásum á samskiptaforritinu Signal, bæði í hópi háttsettra embættismanna, og eins blaðamanns, og í persónulegum hópi sem innihélt meðal annars eiginkonu hans og bróður. Hegseth er til rannsóknar vegna samskipta hans og annarra háttsettra embættismanna á Signal en sú rannsókn hófst áður en í ljós kom að hann átti einnig samskiptum um árásirnar á Húta. Nýjustu vendingar í því máli eru þær að Hegseth notaði samskiptaforritið á óvarinni nettengingu í persónulegri tölvu sinni í Varnarmálaráðuneytinu, eða Pentagon. Vegna þess hafi háleynilegar varnarmálaupplýsingar verið líklegri til að verða undir í tölvuárásum og njósnum en ella. Í umfjöllun AP segir að um ræði svokallaða „óhreina“ nettengingu, sem tengi tæki beint við almenningsnetið í ráðuneytinu. Þar séu ekki fyrir hendi sömu öryggisstaðlar og í nettengingu Pentagon og því auknar líkur á tölvuárásum og njósnum. Starfsmenn ráðuneytisins hafa notast við nettenginguna til að komast inn á vefsíður sem nettenging ráðuneytisins hefur lokað fyrir vegna öryggisstaðla. Heimildarmenn AP segja Hegseth hafa látið tengja hina „óhreinu“ nettengingu í skrifstofu sinni til að komast inn á Signal. Sem fyrr segir er hann sakaður um að birta viðkvæmar upplýsingar um loftárásir í tveimur hópspjöllum. Bæði spjöllin hafi talið meira en tólf manns, allt frá embættismönnum til fjölskyldumeðlima Hegseth. Aðspurður um samskiptamiðlanotkun Hegseth í ráðuneytinu sagði Sean Parnell, aðaltalsmaður Pentagon, hana vera trúnaðarmál. „Aftur á móti getum við staðfest að hann hefur aldrei notað Signal í vinnutölvunni sinni,“ sagði Parnell í yfirlýsingu. Hegseth hefur undanfarna daga rekið þó nokkra af sínum helstu ráðgjöfum í ráðuneytinu og sakað þá um að leka upplýsingum í blaðamenn. Þrátt fyrir allt hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lýst yfir stuðningi með Hegseth og neitað að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða.
Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Mikið hefur gustað um Pete Hegseth, fyrrverandi sjónvarpsmann og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, undanfarið. Mikil óreiða er sögð hafa ríkt innan veggja ráðuneytisins, sem gengur iðulega undir nafninu Pentagon, og vantraust hefur aukist milli borgaralegra starfsmanna ráðuneytisins og hermanna sem starfa þar. 23. apríl 2025 10:38 Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Talsmenn Hvíta hússins hafa síðustu daga varið miklu púðri í að gagnrýna blaðamann sem var fyrir mistök bætt inn í spjallhóp margra af æðstu ráðamönnum Bandaríkjanna. Þar ræddu þeir yfirvofandi árásir gegn Hútum í Jemen og deildu upplýsingum um árásirnar sín á milli en búið er að birta öll samskiptin úr hópnum. 26. mars 2025 18:22 Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Uppljóstranir Jeffrey Goldberg, ritstjóra Atlantic, um að æðstu ráðamenn í Bandaríkjunum hafi rætt skipulagningu árása á Húta í Jemen í gegnum samskiptaforritið Signal hafa vakið mikla athygli og hneykslan vestanhafs. 25. mars 2025 08:49 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Mikið hefur gustað um Pete Hegseth, fyrrverandi sjónvarpsmann og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, undanfarið. Mikil óreiða er sögð hafa ríkt innan veggja ráðuneytisins, sem gengur iðulega undir nafninu Pentagon, og vantraust hefur aukist milli borgaralegra starfsmanna ráðuneytisins og hermanna sem starfa þar. 23. apríl 2025 10:38
Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Talsmenn Hvíta hússins hafa síðustu daga varið miklu púðri í að gagnrýna blaðamann sem var fyrir mistök bætt inn í spjallhóp margra af æðstu ráðamönnum Bandaríkjanna. Þar ræddu þeir yfirvofandi árásir gegn Hútum í Jemen og deildu upplýsingum um árásirnar sín á milli en búið er að birta öll samskiptin úr hópnum. 26. mars 2025 18:22
Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Uppljóstranir Jeffrey Goldberg, ritstjóra Atlantic, um að æðstu ráðamenn í Bandaríkjunum hafi rætt skipulagningu árása á Húta í Jemen í gegnum samskiptaforritið Signal hafa vakið mikla athygli og hneykslan vestanhafs. 25. mars 2025 08:49
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent