Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2025 10:38 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á lóð Hvíta hússins. AP/Alex Brandon Mikið hefur gustað um Pete Hegseth, fyrrverandi sjónvarpsmann og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, undanfarið. Mikil óreiða er sögð hafa ríkt innan veggja ráðuneytisins, sem gengur iðulega undir nafninu Pentagon, og vantraust hefur aukist milli borgaralegra starfsmanna ráðuneytisins og hermanna sem starfa þar. Hegseth hefur verið gagnrýndur fyrir að segja frá yfirvofandi loftárásum á samskiptaforritinu Signal, bæði í hópi háttsettra embættismanna, og eins blaðamanns, og í persónulegum hópi sem innihélt meðal annars eiginkonu hans og bróður. Þá hefur hann rekið þó nokkra af sínum helstu ráðgjöfum í ráðuneytinu á undanförnum dögum og sakað þá um að leka upplýsingum í blaðamenn. Umkringdi sig vinum Þegar Hegseth settist fyrst að í ráðuneytinu stefndu æðstu starfsmenn þess að því að umkringja hann reyndu fólki til að hjálpa honum að reka það stærðarinnar bákn sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna er, samkvæmt frétt Politico. Ráðuneytið er í raun stærsta stofnun Bandaríkjanna. Þess í stað umkringdi hann sig nánum ráðgjöfum sem einnig voru uppgjafahermenn, eins og Hegseth, og höfðu einnig litla reynslu af rekstri bákns í anda ráðuneytisins, eins og Hegseth. Þessi hópur hefur síðan þá einkennst af illdeilum og óreiðu. Í síðustu viku voru þrír úr þessum hópi reknir og þeim vísað úr byggingunni, eftir að Hegseth sakaði þá um að leka upplýsingum til fjölmiðla. Hegseth er sagður hafa grunað að mennirnir væru að veita fjölmiðlum upplýsingar til að sverta aðra í hópnum. Sá fjórði, sem hafði verið helsti talsmaður ráðherrans, hætti í kjölfarið og sakaði Hegseth um vanhæfi og skort á hollustu í grein sem hann skrifaði á vef Politico. Í þeirri grein talaði Ullyot um „mánuð frá helvíti“ í ráðuneytinu og sagði meðal annars að Trump ætti skilið að hafa betri varnarmálaráðherra en Hegseth. „Óreiðan ræður ríkjum undir stjórn Hegseth.“ Hægagangur í Pentagon Óreiðan í ráðuneytinu er sögð hafa komið verulega niður á störfum starfsmanna þess og við það hefur bæst krafa DOGE, niðurskurðarstofnunar Elons Musk, um að um tvö hundruð þúsund borgaralegum starfsmönnum ráðuneytisins, af um 750 þúsund, verði sagt upp. Hegseth hefur, samkvæmt New York Times, varað við því að þessar uppsagnir myndu lama starfsemi ráðuneytisins. Fjölmiðlar ytra segja starfsemi ráðuneytins þegar hafa orðið fyrir skaða. Ákvarðanataka sé hæg, fundir gangi illa og illdeilur aukist. Nánustu samstarfsmenn Hegseths eru sagðir hafa farið í gegnum samfélagsmiðla annarra starfsmanna í leit að neikvæðum ummælum um Donald Trump. Þrír heimildarmenn NYT sögðust hafa verið krafnir um ferilskrár svo þær gætu sannað „föðurlandsást“ sína. Allir þrír höfðu tekið þátt í bardögum í Afganistan. Segir fjölmiðla í herferð gegn sér Þrátt fyrir alla óreiðuna hefur Trump lýst yfir stuðningi við Hegseth og Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, sagði í viðtali við Fox News að þetta ástand hefði myndast vegna þess að Hegseth væri umkringdur fólki sem reyndi koma í veg fyrir þær umfangsmiklu breytingar sem hann ætlaði að framkvæma. Hegseth sjálfur hefur sakað fjölmiðla og áðurnefnda fyrrverandi samstarfsfélaga sína um áróðursherferð gegn sér. Þrátt fyrir stuðningsyfirlýsingar frá Hvíta húsinu eru vísbendingar um að þolinmæði þingmanna í garð Hegseths fari dvínandi. Ráðherrann er til rannsókn vegna samskipta hans og annarra háttsettra embættismanna á Signal en sú rannsókn hófst áður en í ljós kom að hann átti einnig samskiptum um árásirnar á Húta í öðrum hópi með óbreyttum borgurum. Sú rannsókn var sett á laggirnar eftir að Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings lögðu slíkt til. Eftir að seinni spjallhópurinn leit dagsins ljós hefur einn þingmaður Repúblikanaflokksins sagt opinberlega að Trump ætti að reka Hegseth. Sá er Don Bacon, fyrrverandi herforingi í flugher Bandaríkjanna, en hann hefur sagt að samskipti Hegseths á Signal séu óásættanleg. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, greindi frá upplýsingum um árás Bandaríkjahers á Húta í Signal-spjalli með konu sinni, bróður og lögfræðing. Þetta er í annað sinn sem hann deilir óvarlega viðkvæmum hernaðarupplýsingum á forritinu. 20. apríl 2025 22:56 Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Yfirmaður bandarísku herstöðvarinnar á Grænlandi var rekinn eftir að hann vildi ekki taka undir gagnrýni J.D. Vance varaforseta á dönsk stjórnvöld í umdeildri heimsókn á dögunum. Talsmaður Bandaríkjastjórnar segir engar tilraunir til að „vinna gegn“ stefnu forsetans verða liðnar. 11. apríl 2025 10:51 Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ísraelskir embættismenn kvörtuðu á dögunum við Hvíta húsið yfir upplýsingum sem send voru í spjallhóp háttsettra bandarískra embættismanna á Signal. Þar kom fram að Bandaríkin hefðu upplýsingar um að eitt helsta skotmark þeirra í nýlegum árásum gegn Hútum í Jemen væri heima hjá kærustu sinni og var sprengjum varpað á húsið. 27. mars 2025 21:02 Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Talsmenn Hvíta hússins hafa síðustu daga varið miklu púðri í að gagnrýna blaðamann sem var fyrir mistök bætt inn í spjallhóp margra af æðstu ráðamönnum Bandaríkjanna. Þar ræddu þeir yfirvofandi árásir gegn Hútum í Jemen og deildu upplýsingum um árásirnar sín á milli en búið er að birta öll samskiptin úr hópnum. 26. mars 2025 18:22 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Hegseth hefur verið gagnrýndur fyrir að segja frá yfirvofandi loftárásum á samskiptaforritinu Signal, bæði í hópi háttsettra embættismanna, og eins blaðamanns, og í persónulegum hópi sem innihélt meðal annars eiginkonu hans og bróður. Þá hefur hann rekið þó nokkra af sínum helstu ráðgjöfum í ráðuneytinu á undanförnum dögum og sakað þá um að leka upplýsingum í blaðamenn. Umkringdi sig vinum Þegar Hegseth settist fyrst að í ráðuneytinu stefndu æðstu starfsmenn þess að því að umkringja hann reyndu fólki til að hjálpa honum að reka það stærðarinnar bákn sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna er, samkvæmt frétt Politico. Ráðuneytið er í raun stærsta stofnun Bandaríkjanna. Þess í stað umkringdi hann sig nánum ráðgjöfum sem einnig voru uppgjafahermenn, eins og Hegseth, og höfðu einnig litla reynslu af rekstri bákns í anda ráðuneytisins, eins og Hegseth. Þessi hópur hefur síðan þá einkennst af illdeilum og óreiðu. Í síðustu viku voru þrír úr þessum hópi reknir og þeim vísað úr byggingunni, eftir að Hegseth sakaði þá um að leka upplýsingum til fjölmiðla. Hegseth er sagður hafa grunað að mennirnir væru að veita fjölmiðlum upplýsingar til að sverta aðra í hópnum. Sá fjórði, sem hafði verið helsti talsmaður ráðherrans, hætti í kjölfarið og sakaði Hegseth um vanhæfi og skort á hollustu í grein sem hann skrifaði á vef Politico. Í þeirri grein talaði Ullyot um „mánuð frá helvíti“ í ráðuneytinu og sagði meðal annars að Trump ætti skilið að hafa betri varnarmálaráðherra en Hegseth. „Óreiðan ræður ríkjum undir stjórn Hegseth.“ Hægagangur í Pentagon Óreiðan í ráðuneytinu er sögð hafa komið verulega niður á störfum starfsmanna þess og við það hefur bæst krafa DOGE, niðurskurðarstofnunar Elons Musk, um að um tvö hundruð þúsund borgaralegum starfsmönnum ráðuneytisins, af um 750 þúsund, verði sagt upp. Hegseth hefur, samkvæmt New York Times, varað við því að þessar uppsagnir myndu lama starfsemi ráðuneytisins. Fjölmiðlar ytra segja starfsemi ráðuneytins þegar hafa orðið fyrir skaða. Ákvarðanataka sé hæg, fundir gangi illa og illdeilur aukist. Nánustu samstarfsmenn Hegseths eru sagðir hafa farið í gegnum samfélagsmiðla annarra starfsmanna í leit að neikvæðum ummælum um Donald Trump. Þrír heimildarmenn NYT sögðust hafa verið krafnir um ferilskrár svo þær gætu sannað „föðurlandsást“ sína. Allir þrír höfðu tekið þátt í bardögum í Afganistan. Segir fjölmiðla í herferð gegn sér Þrátt fyrir alla óreiðuna hefur Trump lýst yfir stuðningi við Hegseth og Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, sagði í viðtali við Fox News að þetta ástand hefði myndast vegna þess að Hegseth væri umkringdur fólki sem reyndi koma í veg fyrir þær umfangsmiklu breytingar sem hann ætlaði að framkvæma. Hegseth sjálfur hefur sakað fjölmiðla og áðurnefnda fyrrverandi samstarfsfélaga sína um áróðursherferð gegn sér. Þrátt fyrir stuðningsyfirlýsingar frá Hvíta húsinu eru vísbendingar um að þolinmæði þingmanna í garð Hegseths fari dvínandi. Ráðherrann er til rannsókn vegna samskipta hans og annarra háttsettra embættismanna á Signal en sú rannsókn hófst áður en í ljós kom að hann átti einnig samskiptum um árásirnar á Húta í öðrum hópi með óbreyttum borgurum. Sú rannsókn var sett á laggirnar eftir að Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings lögðu slíkt til. Eftir að seinni spjallhópurinn leit dagsins ljós hefur einn þingmaður Repúblikanaflokksins sagt opinberlega að Trump ætti að reka Hegseth. Sá er Don Bacon, fyrrverandi herforingi í flugher Bandaríkjanna, en hann hefur sagt að samskipti Hegseths á Signal séu óásættanleg.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, greindi frá upplýsingum um árás Bandaríkjahers á Húta í Signal-spjalli með konu sinni, bróður og lögfræðing. Þetta er í annað sinn sem hann deilir óvarlega viðkvæmum hernaðarupplýsingum á forritinu. 20. apríl 2025 22:56 Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Yfirmaður bandarísku herstöðvarinnar á Grænlandi var rekinn eftir að hann vildi ekki taka undir gagnrýni J.D. Vance varaforseta á dönsk stjórnvöld í umdeildri heimsókn á dögunum. Talsmaður Bandaríkjastjórnar segir engar tilraunir til að „vinna gegn“ stefnu forsetans verða liðnar. 11. apríl 2025 10:51 Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ísraelskir embættismenn kvörtuðu á dögunum við Hvíta húsið yfir upplýsingum sem send voru í spjallhóp háttsettra bandarískra embættismanna á Signal. Þar kom fram að Bandaríkin hefðu upplýsingar um að eitt helsta skotmark þeirra í nýlegum árásum gegn Hútum í Jemen væri heima hjá kærustu sinni og var sprengjum varpað á húsið. 27. mars 2025 21:02 Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Talsmenn Hvíta hússins hafa síðustu daga varið miklu púðri í að gagnrýna blaðamann sem var fyrir mistök bætt inn í spjallhóp margra af æðstu ráðamönnum Bandaríkjanna. Þar ræddu þeir yfirvofandi árásir gegn Hútum í Jemen og deildu upplýsingum um árásirnar sín á milli en búið er að birta öll samskiptin úr hópnum. 26. mars 2025 18:22 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, greindi frá upplýsingum um árás Bandaríkjahers á Húta í Signal-spjalli með konu sinni, bróður og lögfræðing. Þetta er í annað sinn sem hann deilir óvarlega viðkvæmum hernaðarupplýsingum á forritinu. 20. apríl 2025 22:56
Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Yfirmaður bandarísku herstöðvarinnar á Grænlandi var rekinn eftir að hann vildi ekki taka undir gagnrýni J.D. Vance varaforseta á dönsk stjórnvöld í umdeildri heimsókn á dögunum. Talsmaður Bandaríkjastjórnar segir engar tilraunir til að „vinna gegn“ stefnu forsetans verða liðnar. 11. apríl 2025 10:51
Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ísraelskir embættismenn kvörtuðu á dögunum við Hvíta húsið yfir upplýsingum sem send voru í spjallhóp háttsettra bandarískra embættismanna á Signal. Þar kom fram að Bandaríkin hefðu upplýsingar um að eitt helsta skotmark þeirra í nýlegum árásum gegn Hútum í Jemen væri heima hjá kærustu sinni og var sprengjum varpað á húsið. 27. mars 2025 21:02
Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Talsmenn Hvíta hússins hafa síðustu daga varið miklu púðri í að gagnrýna blaðamann sem var fyrir mistök bætt inn í spjallhóp margra af æðstu ráðamönnum Bandaríkjanna. Þar ræddu þeir yfirvofandi árásir gegn Hútum í Jemen og deildu upplýsingum um árásirnar sín á milli en búið er að birta öll samskiptin úr hópnum. 26. mars 2025 18:22