Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2025 10:20 Shari Redstone, eigandi Paramount, móðurfélags CBS-sjónvarpsstöðvarinnar sem framleiðir 60 mínútur. Félögin vilja friðþægja bandarísku alríkisstjórnina til þess að koma í gegn risasamruna við Skydance-fjölmiðlasamsteypuna. Vísir/Getty Brotthvarf framleiðanda bandaríska fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í vikunni kom í kjölfar þess að eigandi Paramount, móðurfélags CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, hnýsaðist um umfjöllun þáttarins um Bandaríkjaforseta. Framleiðandinn sagðist ekki lengur hafa ritstjórnarlegt sjálfstæði í kveðjubréfi til samstarfsmanna sinna. Mikla athygli vakti að Bill Owens, framleiðandi 60 mínútna, sagði af sér og fullyrti að hann hefði tapað sjálfstæði sínu í starfi í vikunni. Stjórnendur CBS og Paramount hefðu gert honum ljóst að hann fengi ekki að stýra þættinum með hag áhorfenda í fyrirrúmi í vikunni. Fréttaskýringarþátturinn hefur gengið hjá CBS í 57 ár. Hræringarnar eiga sér stað í skugga málaferla Bandaríkjaforseta við CBS-sjónvarpsstöðvarinnar vegna umfjöllunar 60 mínútna í kosningabaráttunni í fyrra. Bandaríkjaforseti hefur hótað því að svipta CBS útsendingarleyfi vegna umfjöllunar 60 mínútna. Þrátt fyrir að sérfræðingar telji málsóknina standa á brauðfótum eru stjórnendur Paramount og CBS sagðir vilja semja við forsetann til þess að liðka til fyrir samruna Paramount og fjölmiðlasamsteypunnar Skydance sem bandarísk samkeppnisyfirvöld hafa til skoðunar. Shari Redstone, eigandi Paramount, er sögð hafa reynt að komast að því hvaða innslög 60 mínútna fjölluðu um Bandaríkjaforseta á undanförnum dögum. Fréttavefurinn Semafor hefur eftir heimildarmönnum sínum að það hafi hrundið af stað atburðarásinni sem endaði með brotthvarfi Owens. Talsmaður Redstone neitar því að hún hafi fengið að sjá innslög eða sóst eftir því. Hvorki hún né Paramount hafi ætlað að drepa umfjöllun 60 mínútna. Semafor segir Redstone engu að síður hafa gagnrýnt 60 mínútur bæði opinberlega og á bak við luktar dyr á undanförnum mánuðum. Sú gagnrýni hafi orðið til þess að CBS setti manneskju yfir þáttinn sem hafi farið yfir innslög sem þóttu sérstaklega viðkvæm. Owens hafi farið að þykja afskiptasemi móðurfélagsins á þættinum óþægileg. Fréttaskýringaþátturinn hefur fjallað gagnrýnið um aðgerðir ríkisstjórnar repúblikana frá því að hún tók við í janúar, þar á meðal um stefnu hennar gagnvart Úkraínu og Grænlandi. Bandaríkjaforseti sagði meðal annars að CBS ætti eftir að „gjalda það dýru verði“ að hafa ráðist á sig. Bandaríkin Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Mikla athygli vakti að Bill Owens, framleiðandi 60 mínútna, sagði af sér og fullyrti að hann hefði tapað sjálfstæði sínu í starfi í vikunni. Stjórnendur CBS og Paramount hefðu gert honum ljóst að hann fengi ekki að stýra þættinum með hag áhorfenda í fyrirrúmi í vikunni. Fréttaskýringarþátturinn hefur gengið hjá CBS í 57 ár. Hræringarnar eiga sér stað í skugga málaferla Bandaríkjaforseta við CBS-sjónvarpsstöðvarinnar vegna umfjöllunar 60 mínútna í kosningabaráttunni í fyrra. Bandaríkjaforseti hefur hótað því að svipta CBS útsendingarleyfi vegna umfjöllunar 60 mínútna. Þrátt fyrir að sérfræðingar telji málsóknina standa á brauðfótum eru stjórnendur Paramount og CBS sagðir vilja semja við forsetann til þess að liðka til fyrir samruna Paramount og fjölmiðlasamsteypunnar Skydance sem bandarísk samkeppnisyfirvöld hafa til skoðunar. Shari Redstone, eigandi Paramount, er sögð hafa reynt að komast að því hvaða innslög 60 mínútna fjölluðu um Bandaríkjaforseta á undanförnum dögum. Fréttavefurinn Semafor hefur eftir heimildarmönnum sínum að það hafi hrundið af stað atburðarásinni sem endaði með brotthvarfi Owens. Talsmaður Redstone neitar því að hún hafi fengið að sjá innslög eða sóst eftir því. Hvorki hún né Paramount hafi ætlað að drepa umfjöllun 60 mínútna. Semafor segir Redstone engu að síður hafa gagnrýnt 60 mínútur bæði opinberlega og á bak við luktar dyr á undanförnum mánuðum. Sú gagnrýni hafi orðið til þess að CBS setti manneskju yfir þáttinn sem hafi farið yfir innslög sem þóttu sérstaklega viðkvæm. Owens hafi farið að þykja afskiptasemi móðurfélagsins á þættinum óþægileg. Fréttaskýringaþátturinn hefur fjallað gagnrýnið um aðgerðir ríkisstjórnar repúblikana frá því að hún tók við í janúar, þar á meðal um stefnu hennar gagnvart Úkraínu og Grænlandi. Bandaríkjaforseti sagði meðal annars að CBS ætti eftir að „gjalda það dýru verði“ að hafa ráðist á sig.
Bandaríkin Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira