Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2025 10:20 Shari Redstone, eigandi Paramount, móðurfélags CBS-sjónvarpsstöðvarinnar sem framleiðir 60 mínútur. Félögin vilja friðþægja bandarísku alríkisstjórnina til þess að koma í gegn risasamruna við Skydance-fjölmiðlasamsteypuna. Vísir/Getty Brotthvarf framleiðanda bandaríska fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í vikunni kom í kjölfar þess að eigandi Paramount, móðurfélags CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, hnýsaðist um umfjöllun þáttarins um Bandaríkjaforseta. Framleiðandinn sagðist ekki lengur hafa ritstjórnarlegt sjálfstæði í kveðjubréfi til samstarfsmanna sinna. Mikla athygli vakti að Bill Owens, framleiðandi 60 mínútna, sagði af sér og fullyrti að hann hefði tapað sjálfstæði sínu í starfi í vikunni. Stjórnendur CBS og Paramount hefðu gert honum ljóst að hann fengi ekki að stýra þættinum með hag áhorfenda í fyrirrúmi í vikunni. Fréttaskýringarþátturinn hefur gengið hjá CBS í 57 ár. Hræringarnar eiga sér stað í skugga málaferla Bandaríkjaforseta við CBS-sjónvarpsstöðvarinnar vegna umfjöllunar 60 mínútna í kosningabaráttunni í fyrra. Bandaríkjaforseti hefur hótað því að svipta CBS útsendingarleyfi vegna umfjöllunar 60 mínútna. Þrátt fyrir að sérfræðingar telji málsóknina standa á brauðfótum eru stjórnendur Paramount og CBS sagðir vilja semja við forsetann til þess að liðka til fyrir samruna Paramount og fjölmiðlasamsteypunnar Skydance sem bandarísk samkeppnisyfirvöld hafa til skoðunar. Shari Redstone, eigandi Paramount, er sögð hafa reynt að komast að því hvaða innslög 60 mínútna fjölluðu um Bandaríkjaforseta á undanförnum dögum. Fréttavefurinn Semafor hefur eftir heimildarmönnum sínum að það hafi hrundið af stað atburðarásinni sem endaði með brotthvarfi Owens. Talsmaður Redstone neitar því að hún hafi fengið að sjá innslög eða sóst eftir því. Hvorki hún né Paramount hafi ætlað að drepa umfjöllun 60 mínútna. Semafor segir Redstone engu að síður hafa gagnrýnt 60 mínútur bæði opinberlega og á bak við luktar dyr á undanförnum mánuðum. Sú gagnrýni hafi orðið til þess að CBS setti manneskju yfir þáttinn sem hafi farið yfir innslög sem þóttu sérstaklega viðkvæm. Owens hafi farið að þykja afskiptasemi móðurfélagsins á þættinum óþægileg. Fréttaskýringaþátturinn hefur fjallað gagnrýnið um aðgerðir ríkisstjórnar repúblikana frá því að hún tók við í janúar, þar á meðal um stefnu hennar gagnvart Úkraínu og Grænlandi. Bandaríkjaforseti sagði meðal annars að CBS ætti eftir að „gjalda það dýru verði“ að hafa ráðist á sig. Bandaríkin Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Mikla athygli vakti að Bill Owens, framleiðandi 60 mínútna, sagði af sér og fullyrti að hann hefði tapað sjálfstæði sínu í starfi í vikunni. Stjórnendur CBS og Paramount hefðu gert honum ljóst að hann fengi ekki að stýra þættinum með hag áhorfenda í fyrirrúmi í vikunni. Fréttaskýringarþátturinn hefur gengið hjá CBS í 57 ár. Hræringarnar eiga sér stað í skugga málaferla Bandaríkjaforseta við CBS-sjónvarpsstöðvarinnar vegna umfjöllunar 60 mínútna í kosningabaráttunni í fyrra. Bandaríkjaforseti hefur hótað því að svipta CBS útsendingarleyfi vegna umfjöllunar 60 mínútna. Þrátt fyrir að sérfræðingar telji málsóknina standa á brauðfótum eru stjórnendur Paramount og CBS sagðir vilja semja við forsetann til þess að liðka til fyrir samruna Paramount og fjölmiðlasamsteypunnar Skydance sem bandarísk samkeppnisyfirvöld hafa til skoðunar. Shari Redstone, eigandi Paramount, er sögð hafa reynt að komast að því hvaða innslög 60 mínútna fjölluðu um Bandaríkjaforseta á undanförnum dögum. Fréttavefurinn Semafor hefur eftir heimildarmönnum sínum að það hafi hrundið af stað atburðarásinni sem endaði með brotthvarfi Owens. Talsmaður Redstone neitar því að hún hafi fengið að sjá innslög eða sóst eftir því. Hvorki hún né Paramount hafi ætlað að drepa umfjöllun 60 mínútna. Semafor segir Redstone engu að síður hafa gagnrýnt 60 mínútur bæði opinberlega og á bak við luktar dyr á undanförnum mánuðum. Sú gagnrýni hafi orðið til þess að CBS setti manneskju yfir þáttinn sem hafi farið yfir innslög sem þóttu sérstaklega viðkvæm. Owens hafi farið að þykja afskiptasemi móðurfélagsins á þættinum óþægileg. Fréttaskýringaþátturinn hefur fjallað gagnrýnið um aðgerðir ríkisstjórnar repúblikana frá því að hún tók við í janúar, þar á meðal um stefnu hennar gagnvart Úkraínu og Grænlandi. Bandaríkjaforseti sagði meðal annars að CBS ætti eftir að „gjalda það dýru verði“ að hafa ráðist á sig.
Bandaríkin Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira