Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. apríl 2025 19:02 Stefán Eiríksson útvarpsstjóri. Vísir/Ívar Fannar Ríkisútvarpið fagnar því ef þátttaka Ísrael í Eurovision verður tekin til umræðu á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva að sögn útvarpsstjóra. Rúv hafi þegar upplýst EBU um afstöðu utanríkisráðherra Íslands til þátttöku Ísraels, en ekki er til skoðunar af hálfu Rúv að Ísland sniðgangi keppnina. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að henni þyki óeðlilegt að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision, og lýsti þeirri skoðun að henni þyki tilefni til að Ísland beiti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva gegn þátttöku Ísraela. Hún telji þó að Ísland eigi að vera með en ekki sniðganga keppnina. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri fagnar því að ráðherra hafi stigið inn í umræðuna um þátttöku Ísraels. „Þetta eru skýr skilaboð frá utanríkisráðherra um þetta sem er að mörgu leyti mjög hjálplegt,“ segir Stefán. „Þá liggur þessi afstaða fyrir og það er það sem við höfum verið að nefna undanfarin ár að það eru auðvitað stjórnvöld sem taka ákvarðanir um meiriháttar utanríkismál. Eins og til dæmis það að sniðganga vörur frá ákveðnum löndum eða beita viðskiptaþvingunum af einhverjum toga, en ekki að einstaka leikmenn í handboltaliði eða söngvarar í söngvakeppni,“ segir Stefán. Spænska ríkisútvarpið hefur farið þess formlega á leit við EBU að þátttaka Ísraela verði rædd á vettvangi samtakanna. Stefán segir að Rúv upplýsi aðstandendur keppninnar reglulega um stöðuna á Íslandi. „Við erum í mjög góðum tengslum við aðstandendur keppninnar og ræðum við þá stundum daglega og stundum vikulega og komum öllum upplýsingum um stöðu og þróun mála hjá okkur á framfæri og tökum þátt í þessari umræðu eins og við höfum gert undanfarin ár og fögnum því ef þetta verður rætt frekar á vettvangi EBU,“ segir Stefán. Sniðganga ekki til umræðu Aðspurður segir Stefán að Rúv taki ekki sérstaka afstöðu til þátttöku einstakra ríkja. „Það fer bara eftir reglum sem EBU setur um þetta, en við komum okkar sjónarmiðum á framfæri á vettvangi EBU sem að tekur síðan endanlegar ákvarðanir,“ segir Stefán. Það hafi ekki komið til tals af hálfu Rúv að Ísland dragi sig úr keppni eða sniðgangi keppnina. „Það eru ákvarðanir sem stjórnvöld taka ef það á að beita viðskiptaþvingunum eða beita einhvers konar sniðgöngu. Það er ekki í höndum einstaka opinberra aðila eða annarra,“ segir Stefán. Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að henni þyki óeðlilegt að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision, og lýsti þeirri skoðun að henni þyki tilefni til að Ísland beiti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva gegn þátttöku Ísraela. Hún telji þó að Ísland eigi að vera með en ekki sniðganga keppnina. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri fagnar því að ráðherra hafi stigið inn í umræðuna um þátttöku Ísraels. „Þetta eru skýr skilaboð frá utanríkisráðherra um þetta sem er að mörgu leyti mjög hjálplegt,“ segir Stefán. „Þá liggur þessi afstaða fyrir og það er það sem við höfum verið að nefna undanfarin ár að það eru auðvitað stjórnvöld sem taka ákvarðanir um meiriháttar utanríkismál. Eins og til dæmis það að sniðganga vörur frá ákveðnum löndum eða beita viðskiptaþvingunum af einhverjum toga, en ekki að einstaka leikmenn í handboltaliði eða söngvarar í söngvakeppni,“ segir Stefán. Spænska ríkisútvarpið hefur farið þess formlega á leit við EBU að þátttaka Ísraela verði rædd á vettvangi samtakanna. Stefán segir að Rúv upplýsi aðstandendur keppninnar reglulega um stöðuna á Íslandi. „Við erum í mjög góðum tengslum við aðstandendur keppninnar og ræðum við þá stundum daglega og stundum vikulega og komum öllum upplýsingum um stöðu og þróun mála hjá okkur á framfæri og tökum þátt í þessari umræðu eins og við höfum gert undanfarin ár og fögnum því ef þetta verður rætt frekar á vettvangi EBU,“ segir Stefán. Sniðganga ekki til umræðu Aðspurður segir Stefán að Rúv taki ekki sérstaka afstöðu til þátttöku einstakra ríkja. „Það fer bara eftir reglum sem EBU setur um þetta, en við komum okkar sjónarmiðum á framfæri á vettvangi EBU sem að tekur síðan endanlegar ákvarðanir,“ segir Stefán. Það hafi ekki komið til tals af hálfu Rúv að Ísland dragi sig úr keppni eða sniðgangi keppnina. „Það eru ákvarðanir sem stjórnvöld taka ef það á að beita viðskiptaþvingunum eða beita einhvers konar sniðgöngu. Það er ekki í höndum einstaka opinberra aðila eða annarra,“ segir Stefán.
Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira