Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. apríl 2025 19:02 Stefán Eiríksson útvarpsstjóri. Vísir/Ívar Fannar Ríkisútvarpið fagnar því ef þátttaka Ísrael í Eurovision verður tekin til umræðu á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva að sögn útvarpsstjóra. Rúv hafi þegar upplýst EBU um afstöðu utanríkisráðherra Íslands til þátttöku Ísraels, en ekki er til skoðunar af hálfu Rúv að Ísland sniðgangi keppnina. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að henni þyki óeðlilegt að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision, og lýsti þeirri skoðun að henni þyki tilefni til að Ísland beiti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva gegn þátttöku Ísraela. Hún telji þó að Ísland eigi að vera með en ekki sniðganga keppnina. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri fagnar því að ráðherra hafi stigið inn í umræðuna um þátttöku Ísraels. „Þetta eru skýr skilaboð frá utanríkisráðherra um þetta sem er að mörgu leyti mjög hjálplegt,“ segir Stefán. „Þá liggur þessi afstaða fyrir og það er það sem við höfum verið að nefna undanfarin ár að það eru auðvitað stjórnvöld sem taka ákvarðanir um meiriháttar utanríkismál. Eins og til dæmis það að sniðganga vörur frá ákveðnum löndum eða beita viðskiptaþvingunum af einhverjum toga, en ekki að einstaka leikmenn í handboltaliði eða söngvarar í söngvakeppni,“ segir Stefán. Spænska ríkisútvarpið hefur farið þess formlega á leit við EBU að þátttaka Ísraela verði rædd á vettvangi samtakanna. Stefán segir að Rúv upplýsi aðstandendur keppninnar reglulega um stöðuna á Íslandi. „Við erum í mjög góðum tengslum við aðstandendur keppninnar og ræðum við þá stundum daglega og stundum vikulega og komum öllum upplýsingum um stöðu og þróun mála hjá okkur á framfæri og tökum þátt í þessari umræðu eins og við höfum gert undanfarin ár og fögnum því ef þetta verður rætt frekar á vettvangi EBU,“ segir Stefán. Sniðganga ekki til umræðu Aðspurður segir Stefán að Rúv taki ekki sérstaka afstöðu til þátttöku einstakra ríkja. „Það fer bara eftir reglum sem EBU setur um þetta, en við komum okkar sjónarmiðum á framfæri á vettvangi EBU sem að tekur síðan endanlegar ákvarðanir,“ segir Stefán. Það hafi ekki komið til tals af hálfu Rúv að Ísland dragi sig úr keppni eða sniðgangi keppnina. „Það eru ákvarðanir sem stjórnvöld taka ef það á að beita viðskiptaþvingunum eða beita einhvers konar sniðgöngu. Það er ekki í höndum einstaka opinberra aðila eða annarra,“ segir Stefán. Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að henni þyki óeðlilegt að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision, og lýsti þeirri skoðun að henni þyki tilefni til að Ísland beiti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva gegn þátttöku Ísraela. Hún telji þó að Ísland eigi að vera með en ekki sniðganga keppnina. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri fagnar því að ráðherra hafi stigið inn í umræðuna um þátttöku Ísraels. „Þetta eru skýr skilaboð frá utanríkisráðherra um þetta sem er að mörgu leyti mjög hjálplegt,“ segir Stefán. „Þá liggur þessi afstaða fyrir og það er það sem við höfum verið að nefna undanfarin ár að það eru auðvitað stjórnvöld sem taka ákvarðanir um meiriháttar utanríkismál. Eins og til dæmis það að sniðganga vörur frá ákveðnum löndum eða beita viðskiptaþvingunum af einhverjum toga, en ekki að einstaka leikmenn í handboltaliði eða söngvarar í söngvakeppni,“ segir Stefán. Spænska ríkisútvarpið hefur farið þess formlega á leit við EBU að þátttaka Ísraela verði rædd á vettvangi samtakanna. Stefán segir að Rúv upplýsi aðstandendur keppninnar reglulega um stöðuna á Íslandi. „Við erum í mjög góðum tengslum við aðstandendur keppninnar og ræðum við þá stundum daglega og stundum vikulega og komum öllum upplýsingum um stöðu og þróun mála hjá okkur á framfæri og tökum þátt í þessari umræðu eins og við höfum gert undanfarin ár og fögnum því ef þetta verður rætt frekar á vettvangi EBU,“ segir Stefán. Sniðganga ekki til umræðu Aðspurður segir Stefán að Rúv taki ekki sérstaka afstöðu til þátttöku einstakra ríkja. „Það fer bara eftir reglum sem EBU setur um þetta, en við komum okkar sjónarmiðum á framfæri á vettvangi EBU sem að tekur síðan endanlegar ákvarðanir,“ segir Stefán. Það hafi ekki komið til tals af hálfu Rúv að Ísland dragi sig úr keppni eða sniðgangi keppnina. „Það eru ákvarðanir sem stjórnvöld taka ef það á að beita viðskiptaþvingunum eða beita einhvers konar sniðgöngu. Það er ekki í höndum einstaka opinberra aðila eða annarra,“ segir Stefán.
Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira