„Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. apríl 2025 12:10 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er ekki hrifin af þátttöku Ísrael í Eurovision. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir óeðlilegt að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision, og vill að Ísland beiti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva gegn þátttöku Ísraela. Ráðherra telur þó að Ísland eigi ekki að sniðganga keppnina. Söngkonan Yuval Raphael verður fulltrúi Ísraela með lagið New Day Will Rise í Eurovision sem fram fer í Basel í Sviss í maí. Þátttaka Ísraela í keppninni hefur verið umdeild í gegnum tíðina, einkum í ljósi framferðis þeirra gagnvart Palestínumönnum og stríðsreksturs á Gasa. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal þeirra sem hefur efasemdir um þátttöku Ísrael í keppninni. „Sem almennum borgara þá finnst mér það skrítið og í rauninni óeðlilegt að Ísraelar fái að taka þátt í Eurovision miðað við þá stríðsglæpi, og í rauninni þjóðernishreinsanir sem hafa átt sér stað núna á umliðnum vikum og mánuðum á Gasa. Síðan er hitt, að þetta er ákvörðun evrópskra sjónvarpsstöðva þar sem að meðal annars Ísland í gegnum Ríkisútvarpið á þátttökurétt, og mér finnst ekkert óeðlilegt að það verði tekið upp á þeim vettvangi,“ segir Þorgerður. Ísland eigi að vera með Hún bendir á að Spánverjar hafi til að mynda þegar gert athugasemd við þátttöku Ísraels og komið henni á framfæri við EBU, samtök evrópskra sjónvarpsstöðva sem halda. Henni þætti ekki óeðlilegt ef Ísland færi að fordæmi Spánverja. Henni finnst þó ekki koma til álita að Ísland eigi að endurskoða sína þátttöku í keppninni ef fram fer sem horfir að Ísrael verði með. „Nei það finnst mér ekki. Mér finnst að Ísland eigi að taka þátt ef að það er tekin ákvörðun um það að halda keppnina. Mér finnst að Ísland eigi að senda sína þátttakendur, Íslendingar eiga ekki að sniðganga keppnina. En mér finnst að Ísland eigi að skoða þetta og beita sér innan Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva hvað viðkemur þátttöku Ísraela,“ segir Þorgerður. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Eurovision Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eurovision 2025 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Sjá meira
Söngkonan Yuval Raphael verður fulltrúi Ísraela með lagið New Day Will Rise í Eurovision sem fram fer í Basel í Sviss í maí. Þátttaka Ísraela í keppninni hefur verið umdeild í gegnum tíðina, einkum í ljósi framferðis þeirra gagnvart Palestínumönnum og stríðsreksturs á Gasa. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal þeirra sem hefur efasemdir um þátttöku Ísrael í keppninni. „Sem almennum borgara þá finnst mér það skrítið og í rauninni óeðlilegt að Ísraelar fái að taka þátt í Eurovision miðað við þá stríðsglæpi, og í rauninni þjóðernishreinsanir sem hafa átt sér stað núna á umliðnum vikum og mánuðum á Gasa. Síðan er hitt, að þetta er ákvörðun evrópskra sjónvarpsstöðva þar sem að meðal annars Ísland í gegnum Ríkisútvarpið á þátttökurétt, og mér finnst ekkert óeðlilegt að það verði tekið upp á þeim vettvangi,“ segir Þorgerður. Ísland eigi að vera með Hún bendir á að Spánverjar hafi til að mynda þegar gert athugasemd við þátttöku Ísraels og komið henni á framfæri við EBU, samtök evrópskra sjónvarpsstöðva sem halda. Henni þætti ekki óeðlilegt ef Ísland færi að fordæmi Spánverja. Henni finnst þó ekki koma til álita að Ísland eigi að endurskoða sína þátttöku í keppninni ef fram fer sem horfir að Ísrael verði með. „Nei það finnst mér ekki. Mér finnst að Ísland eigi að taka þátt ef að það er tekin ákvörðun um það að halda keppnina. Mér finnst að Ísland eigi að senda sína þátttakendur, Íslendingar eiga ekki að sniðganga keppnina. En mér finnst að Ísland eigi að skoða þetta og beita sér innan Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva hvað viðkemur þátttöku Ísraela,“ segir Þorgerður.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Eurovision Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eurovision 2025 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Sjá meira