Frans páfi er látinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. apríl 2025 08:08 Frans páfi er látinn eftir skammvinn veikindi. Getty Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. Kevin Ferrell kardináli greindi frá andláti hans á miðlum Páfagarðs snemma í morgun. „Klukkan 7:35 í morgun sneri Frans Rómarbiskup aftur í hús föðurins. Allt hans líf helgaði hann þjónustu í þágu drottins og kirkjunnar. Hann kenndi okkur að lifa eftir gildum guðspjallanna með trú, hugrekki og skilyrðislausum kærleik, sérstaklega í garð hinna fátæku og jaðarsettu,“ segir Kevin Ferrell kardináli. Frans páfi var lagður inn á sjúkrahús í Rómaborg 14. febrúar síðastliðinn til að hljóta meðferð við berkjubólgu. Líðan hans versnaði og skömmu síðar var hann greindur með lungnabólgu í báðum lungum. Eftir 38 daga spítaladvöl sneri hann aftur til Páfagarðs. Í gær á sjálfan páskadag blessaði hann margmennið sem saman hafði komið á Péturstorgi til að fagna upprisunni. Hann hélt ekki messu af svölunum líkt og hefð er fyrir vegna veikinda heldur gerði það Angelo Comastri kardináli í hans stað. „Með gríðarlegu þakklæti fyrir fordæmi hans sem sannur lærisveinn Drottins Jesús, trúum við óendanlega miskunnsömum kærleika hins eina og þríeina Guðs fyrir sál Frans páfa,“ segir Kevin Ferrell. Jorge Mario Bergoglio fæddist ítölskum innflytjendum í Búenos Aíres höfuðborg Argentínu 17. desember 1936. Hann gekk í jesúítaregluna árið 1958 eftir að hafa jafnað sig á alvarlegum veikindum í lungum. Hann gekkst undir aðgerð árið 1958 þar sem hluti úr öðru lunga hans var fjarlægður. Síðan þá hefur hann glímt við reglulegar berkju- og lungnabólgur líkt og þá sem dró hann til dauða. Hann varð prestur árið 1969, erkibiskup í Búenos Aíres 1998 og Jóhannes Páll páfi II útnefndi hann kardinála 2001. Hann var svo kjörinn páfi kaþólsku kirkjunnar og biskup Rómar 13. mars 2013 og tók sér nafnið Frans. Hann þótti sýna hógværð í embætti og leit á sig sem málsvara hinna raddlausu. Hann heimsótti flóttamannabúðir þegar ótti Evrópubúa á þeim sem flúðu átök og örbirgð yfir Miðjarðarhafið var sem mestur og bað fyrir þeim sem fórust á hættulegum siglingum í leit að betra lífi. Frans hefur verið ötull talsmaður þess að dauðarefsingar verði aflagðar, jók sýnileika kvenna innan kaþólsku kirkjunnar og hvatti fulltrúa hennar til að sýna hinsegin fólki virðingu. Páfagarður Andlát Andlát Frans páfa Argentína Ítalía Trúmál Páfakjör 2025 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Kevin Ferrell kardináli greindi frá andláti hans á miðlum Páfagarðs snemma í morgun. „Klukkan 7:35 í morgun sneri Frans Rómarbiskup aftur í hús föðurins. Allt hans líf helgaði hann þjónustu í þágu drottins og kirkjunnar. Hann kenndi okkur að lifa eftir gildum guðspjallanna með trú, hugrekki og skilyrðislausum kærleik, sérstaklega í garð hinna fátæku og jaðarsettu,“ segir Kevin Ferrell kardináli. Frans páfi var lagður inn á sjúkrahús í Rómaborg 14. febrúar síðastliðinn til að hljóta meðferð við berkjubólgu. Líðan hans versnaði og skömmu síðar var hann greindur með lungnabólgu í báðum lungum. Eftir 38 daga spítaladvöl sneri hann aftur til Páfagarðs. Í gær á sjálfan páskadag blessaði hann margmennið sem saman hafði komið á Péturstorgi til að fagna upprisunni. Hann hélt ekki messu af svölunum líkt og hefð er fyrir vegna veikinda heldur gerði það Angelo Comastri kardináli í hans stað. „Með gríðarlegu þakklæti fyrir fordæmi hans sem sannur lærisveinn Drottins Jesús, trúum við óendanlega miskunnsömum kærleika hins eina og þríeina Guðs fyrir sál Frans páfa,“ segir Kevin Ferrell. Jorge Mario Bergoglio fæddist ítölskum innflytjendum í Búenos Aíres höfuðborg Argentínu 17. desember 1936. Hann gekk í jesúítaregluna árið 1958 eftir að hafa jafnað sig á alvarlegum veikindum í lungum. Hann gekkst undir aðgerð árið 1958 þar sem hluti úr öðru lunga hans var fjarlægður. Síðan þá hefur hann glímt við reglulegar berkju- og lungnabólgur líkt og þá sem dró hann til dauða. Hann varð prestur árið 1969, erkibiskup í Búenos Aíres 1998 og Jóhannes Páll páfi II útnefndi hann kardinála 2001. Hann var svo kjörinn páfi kaþólsku kirkjunnar og biskup Rómar 13. mars 2013 og tók sér nafnið Frans. Hann þótti sýna hógværð í embætti og leit á sig sem málsvara hinna raddlausu. Hann heimsótti flóttamannabúðir þegar ótti Evrópubúa á þeim sem flúðu átök og örbirgð yfir Miðjarðarhafið var sem mestur og bað fyrir þeim sem fórust á hættulegum siglingum í leit að betra lífi. Frans hefur verið ötull talsmaður þess að dauðarefsingar verði aflagðar, jók sýnileika kvenna innan kaþólsku kirkjunnar og hvatti fulltrúa hennar til að sýna hinsegin fólki virðingu.
Páfagarður Andlát Andlát Frans páfa Argentína Ítalía Trúmál Páfakjör 2025 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira