Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. apríl 2025 15:43 Lyfin tvö gæta leitt til betri batahorfa einstaklinga sem hafa fengið hjartaáfall. Vísir/Egill Aðalsteinsson Tvö ódýr lyf geta lækkað tíðni hjartaáfalla hjá þeim sem hafa áður fengið hjartaáfall samkvæmt nýrri rannsókn framkvæmda af íslenskum dósent. Fái sjúklingar bæði lyfin sem fyrst bæti það lífshorfur þeirra til muna. „Þegar að einstaklingar fá hjartaáfall er það eitt mikilvægasta eftir í meðhöndluninni eftir hjartaáfallið að lækka kólesterólið. Það sem maður gerir dag er að setja fólk á fitulækkandi lyf sem heitir statín og síðan bætir maður við lyfi númer tvö og síðan númer þrjú í eftirfylginni ef að einstaklingarnir eru ekki búnir að ná meðferðarmarkmiðunum fyrir kólesterólið,“ segir Margrét Leósdóttir, dósent við háskólann í Lundi og yfirráðgjafi í hjartalækningum við háskólasjúkrahúsið í Skáni í Malmö. Margrét segir lækna oft vita það fyrirfram að meirihluti einstaklinga sem fær hjartaáfall muni ekki ná meðferðarmarkmiðunum með einungis fyrsta lyfinu og muni þau þurfa fleiri lyf. Rannsóknin leiddi í ljós að það bætir framtíðarhorfur skjólstæðinga að fá fyrstu tvö lyfin, statín og ezetimíbe, strax í stað þess að bíða með seinna lyfið. „Venjulega er þetta gert í skrefum en það tekur náttúrulega bæði tíma og fyrirhöfn að kalla fólk í eftirfylgni til að mæla blóðþrýstinginn upp á nýtt og bæta við lyfjunum. Svo eru margir sem mæta ekki í eftirfylgnina,“ segir Margrét í samtali við fréttastofu. „Við fengum skýra mynd að þeir sem að fengu þetta viðbótarlyf snemma, höfðu bestar horfur. Sem sagt minnstar líkur á því að fá ný hjartaáföll, heilablóðfall eða að deyja.“ Þurfi að breyta leiðbeiningum fyrir lækna Lyfin tvö eru bæði tiltölulega ódýr og aðgengileg á Vesturlöndunum að sögn Margrétar. Næsta skref væri að breyta leiðbeiningum lækna um hvernig ætti að meðhöndla skjólstæðinga eftir hjartaáfall til að sem flestir fengju bæði lyfin. Líkt og leiðbeiningar eru almennt í dag á að byrja á fyrsta lyfinu, sjá hvernig einstaklingurinn bregst við því og taka síðan næstu skref. „Það er alveg gert í góðri trú og sjá hvort að einstaklingar fái aukaverkanir. Það er gott að flýta sér ekki og vera að ofhöndla einstaklinga en aftur á móti ef að það þýðir verri horfur, það er ekki gjald sem maður sem einstaklingur vill greiða,“ segir Margrét. Í fréttatilkynningu frá rannsakendum segir að í aðstæðum þar sem allir sjúklingar myndu fá bæði lyfin strax eftir hjartaáfall væri hægt að koma í veg fyrir 133 hjartaáföll á hverja tíu þúsund sjúklinga á þremur árum. Í Bretlandi, þar sem um hundrað þúsund tilfelli um hjartaáföll eru skráð á ári hverju, væri hægt að koma í veg fyrir fimm þúsund tilfelli á tíu ára tímabili. Grein um rannsókn Margrétar er hægt að lesa hér. Vísindi Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
„Þegar að einstaklingar fá hjartaáfall er það eitt mikilvægasta eftir í meðhöndluninni eftir hjartaáfallið að lækka kólesterólið. Það sem maður gerir dag er að setja fólk á fitulækkandi lyf sem heitir statín og síðan bætir maður við lyfi númer tvö og síðan númer þrjú í eftirfylginni ef að einstaklingarnir eru ekki búnir að ná meðferðarmarkmiðunum fyrir kólesterólið,“ segir Margrét Leósdóttir, dósent við háskólann í Lundi og yfirráðgjafi í hjartalækningum við háskólasjúkrahúsið í Skáni í Malmö. Margrét segir lækna oft vita það fyrirfram að meirihluti einstaklinga sem fær hjartaáfall muni ekki ná meðferðarmarkmiðunum með einungis fyrsta lyfinu og muni þau þurfa fleiri lyf. Rannsóknin leiddi í ljós að það bætir framtíðarhorfur skjólstæðinga að fá fyrstu tvö lyfin, statín og ezetimíbe, strax í stað þess að bíða með seinna lyfið. „Venjulega er þetta gert í skrefum en það tekur náttúrulega bæði tíma og fyrirhöfn að kalla fólk í eftirfylgni til að mæla blóðþrýstinginn upp á nýtt og bæta við lyfjunum. Svo eru margir sem mæta ekki í eftirfylgnina,“ segir Margrét í samtali við fréttastofu. „Við fengum skýra mynd að þeir sem að fengu þetta viðbótarlyf snemma, höfðu bestar horfur. Sem sagt minnstar líkur á því að fá ný hjartaáföll, heilablóðfall eða að deyja.“ Þurfi að breyta leiðbeiningum fyrir lækna Lyfin tvö eru bæði tiltölulega ódýr og aðgengileg á Vesturlöndunum að sögn Margrétar. Næsta skref væri að breyta leiðbeiningum lækna um hvernig ætti að meðhöndla skjólstæðinga eftir hjartaáfall til að sem flestir fengju bæði lyfin. Líkt og leiðbeiningar eru almennt í dag á að byrja á fyrsta lyfinu, sjá hvernig einstaklingurinn bregst við því og taka síðan næstu skref. „Það er alveg gert í góðri trú og sjá hvort að einstaklingar fái aukaverkanir. Það er gott að flýta sér ekki og vera að ofhöndla einstaklinga en aftur á móti ef að það þýðir verri horfur, það er ekki gjald sem maður sem einstaklingur vill greiða,“ segir Margrét. Í fréttatilkynningu frá rannsakendum segir að í aðstæðum þar sem allir sjúklingar myndu fá bæði lyfin strax eftir hjartaáfall væri hægt að koma í veg fyrir 133 hjartaáföll á hverja tíu þúsund sjúklinga á þremur árum. Í Bretlandi, þar sem um hundrað þúsund tilfelli um hjartaáföll eru skráð á ári hverju, væri hægt að koma í veg fyrir fimm þúsund tilfelli á tíu ára tímabili. Grein um rannsókn Margrétar er hægt að lesa hér.
Vísindi Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira