Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Kristján Már Unnarsson skrifar 20. apríl 2025 10:10 Nýi vegurinn yfir Dynjandisheiði. Horft niður í Geirþjófsfjörð og Arnarfjörð. Fyrir miðri mynd er nýr áningarstaður með þessu magnaða útsýni. Vegagerðin/Haukur Sigurðsson Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar til að kanna kosti þess og galla að skilgreina vegina sem mynda hringleið um Vestfirði sem hringveg sem fengi vegnúmerið 2. Þetta er í samræmi við tillögu nefndar forsætisráðherra um eflingu byggðar á Ströndum. Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra, skipaði nefnd um málefni Stranda í janúar 2024 og voru tillögurnar birtar á vef Stjórnarráðsins síðastliðinn miðvikudag. Nefndin, undir formennsku Áslaugar Maríu Friðriksdóttur, var skipuð fulltrúum forsætisráðuneytis, innviðaráðuneytis, Byggðastofnunar, Fjórðungssambands Vestfirðinga, Árneshrepps, Kaldrananeshrepps og Strandabyggðar. Tillagan um Hringveg 2, hringveg um Vestfirði, er ein af fjórum megintillögum nefndarinnar. Markmiðin með aðgerðinni eru sögð að skapa tækifæri fyrir atvinnulíf, meðal annars ferðaþjónustu, og íbúa á Vestfjörðum og að bæta vetrarþjónustu og viðhald vega. Frá nýju brúnni yfir Þorskafjörð.Egill Aðalsteinsson Lagt er til að vegir með vegnúmerin 60, 61, 62, 63 og 68 fái vegnúmerið 2. Vegur 60, núverandi Vestfjarðavegur, liggur milli Hringvegarins númer eitt í Norðurárdal í Borgarfirði og Skutulsfjarðar. Vegur 61 liggur milli Reykhólasveitar og Bolungarvíkur, yfir Þröskulda, um Hólmavík, Steingrímsfjarðarheiði og Ísafjarðardjúp. Vegur 62 liggur milli Flókalundar og Patreksfjarðar. Vegur 63 liggur milli Patreksfjarðar og Dynjandisheiðar um Tálknafjörð og Bíldudal. Vegur 68 liggur milli Staðarskála í Hrútafirði og Steingrímsfjarðar. „Vegurinn fengi þar með aukið vægi þegar kemur að vetrarþjónustu og viðhaldi vega sem er mikilvægt fyrir íbúa og atvinnustarfsemi á svæðinu, ekki síst útflutningsgreinar og ferðaþjónustu,“ segir í áliti nefndarinnar. Þátturinn Um land allt, sem frumsýndur var í marsmánuði 2021, fjallaði um þennan nýja hringveg, Vestfjarðaleiðina. Hér má sjá sjö mínútna kafla úr þættinum: Hugmyndin um Hringveg 2 um Vestfirði er ekki ný af nálinni. Þannig tók Jón Gunnarsson, þáverandi samgönguráðherra, vel í hana í viðtali við Viðskiptablaðið árið 2017. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina Um land allt í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er kynningarstikla þáttarins um Vestfjarðarleiðina: Strandabyggð Vegagerð Samgöngur Ferðaþjónusta Ferðalög Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bolungarvík Súðavíkurhreppur Reykhólahreppur Húnaþing vestra Árneshreppur Kaldrananeshreppur Byggðamál Tengdar fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út smíði tveggja steyptra brúa í Gufudalssveit, yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Gert er ráð fyrir verklokum eftir eitt og hálft ár, haustið 2026. 14. mars 2025 13:00 Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Borgarverks skrifuðu undir verksamning vegna þriðja og síðasta áfanga Dynjandisheiðar í dag. Áætluð verklok eru haustið 2026. 4. mars 2025 17:00 Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda. 28. janúar 2025 21:42 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu „Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. 21. mars 2021 07:45 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra, skipaði nefnd um málefni Stranda í janúar 2024 og voru tillögurnar birtar á vef Stjórnarráðsins síðastliðinn miðvikudag. Nefndin, undir formennsku Áslaugar Maríu Friðriksdóttur, var skipuð fulltrúum forsætisráðuneytis, innviðaráðuneytis, Byggðastofnunar, Fjórðungssambands Vestfirðinga, Árneshrepps, Kaldrananeshrepps og Strandabyggðar. Tillagan um Hringveg 2, hringveg um Vestfirði, er ein af fjórum megintillögum nefndarinnar. Markmiðin með aðgerðinni eru sögð að skapa tækifæri fyrir atvinnulíf, meðal annars ferðaþjónustu, og íbúa á Vestfjörðum og að bæta vetrarþjónustu og viðhald vega. Frá nýju brúnni yfir Þorskafjörð.Egill Aðalsteinsson Lagt er til að vegir með vegnúmerin 60, 61, 62, 63 og 68 fái vegnúmerið 2. Vegur 60, núverandi Vestfjarðavegur, liggur milli Hringvegarins númer eitt í Norðurárdal í Borgarfirði og Skutulsfjarðar. Vegur 61 liggur milli Reykhólasveitar og Bolungarvíkur, yfir Þröskulda, um Hólmavík, Steingrímsfjarðarheiði og Ísafjarðardjúp. Vegur 62 liggur milli Flókalundar og Patreksfjarðar. Vegur 63 liggur milli Patreksfjarðar og Dynjandisheiðar um Tálknafjörð og Bíldudal. Vegur 68 liggur milli Staðarskála í Hrútafirði og Steingrímsfjarðar. „Vegurinn fengi þar með aukið vægi þegar kemur að vetrarþjónustu og viðhaldi vega sem er mikilvægt fyrir íbúa og atvinnustarfsemi á svæðinu, ekki síst útflutningsgreinar og ferðaþjónustu,“ segir í áliti nefndarinnar. Þátturinn Um land allt, sem frumsýndur var í marsmánuði 2021, fjallaði um þennan nýja hringveg, Vestfjarðaleiðina. Hér má sjá sjö mínútna kafla úr þættinum: Hugmyndin um Hringveg 2 um Vestfirði er ekki ný af nálinni. Þannig tók Jón Gunnarsson, þáverandi samgönguráðherra, vel í hana í viðtali við Viðskiptablaðið árið 2017. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina Um land allt í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er kynningarstikla þáttarins um Vestfjarðarleiðina:
Strandabyggð Vegagerð Samgöngur Ferðaþjónusta Ferðalög Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bolungarvík Súðavíkurhreppur Reykhólahreppur Húnaþing vestra Árneshreppur Kaldrananeshreppur Byggðamál Tengdar fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út smíði tveggja steyptra brúa í Gufudalssveit, yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Gert er ráð fyrir verklokum eftir eitt og hálft ár, haustið 2026. 14. mars 2025 13:00 Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Borgarverks skrifuðu undir verksamning vegna þriðja og síðasta áfanga Dynjandisheiðar í dag. Áætluð verklok eru haustið 2026. 4. mars 2025 17:00 Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda. 28. janúar 2025 21:42 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu „Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. 21. mars 2021 07:45 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út smíði tveggja steyptra brúa í Gufudalssveit, yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Gert er ráð fyrir verklokum eftir eitt og hálft ár, haustið 2026. 14. mars 2025 13:00
Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Borgarverks skrifuðu undir verksamning vegna þriðja og síðasta áfanga Dynjandisheiðar í dag. Áætluð verklok eru haustið 2026. 4. mars 2025 17:00
Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda. 28. janúar 2025 21:42
Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46
Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu „Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. 21. mars 2021 07:45