„Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2025 21:02 Rannsókn lögreglu leiddi ekki í ljós hverjir árásarmennirnir væru og telst málið óupplýst. Vísir/Vilhelm Hópur unglinga réðst á trans konu í Reykjavík síðastliðið haust. Árásin náðist á myndband en hún er enn óupplýst. Þetta kom fram í frétt RÚV í kvöld. Í viðtali sem birtist á RÚV í kvöld greindi trans kona frá því að hópur unglinga hefði ráðist á hana í Reykjavík síðastliðið haust. Konan flutti til Íslands fyrir tíu árum og hefur verið íslenskur ríkisborgari í sjö ár. „Ég yfirgaf heimaland mitt, fjölskyldu mína og allt fyrra líf til að freista gæfunnar á nýjum stað þar sem ég væri óhult. En á síðustu fimm árum hefur mér alls ekki liðið öruggri,“ sagði konan í viðtalinu þar sem hún kom fram nafnlaust. Konan segir árásina hafa átt sér stað fyrir utan líkamsræktarstöðina World Class og segir drengina, sem voru átta talsins, hafa verið á aldrinum 15-18 ára. Hún segir þá hafa ráðist að sér með spörkum og höggum og að hún hafi óttast um líf sitt. Vinur konunnar kom henni til bjargar en var einnig laminn. Konan hlaut meðal annars glóðaraugu, brákað nef og brotna tönn og glímir ennþá við eymsli í baki. Árásarmennirnir huldu andlit sín með grímum og þekkti konan þá ekki. Hún segist viss um að árásin hafi verið hatursglæpur. „Þeir réðust á mig af því að ég er trans kona. Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig,“ sagði konan við RÚV. Árásin náðist á myndband en rannsókn lögreglu leiddi ekki í ljós hverjir voru að verki þar sem ekki var hægt að greina á upptökum hverjir árásarmennirnir væru. Málefni trans fólks Lögreglumál Hinsegin Tengdar fréttir Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Hæstiréttur Bretlands dæmdi í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Aktívisti segir dóminn hafa lítil áhrif á daglegt líf en hættulegt skref í átt að sömu þróun og í Bandaríkjunum. 16. apríl 2025 19:45 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Í viðtali sem birtist á RÚV í kvöld greindi trans kona frá því að hópur unglinga hefði ráðist á hana í Reykjavík síðastliðið haust. Konan flutti til Íslands fyrir tíu árum og hefur verið íslenskur ríkisborgari í sjö ár. „Ég yfirgaf heimaland mitt, fjölskyldu mína og allt fyrra líf til að freista gæfunnar á nýjum stað þar sem ég væri óhult. En á síðustu fimm árum hefur mér alls ekki liðið öruggri,“ sagði konan í viðtalinu þar sem hún kom fram nafnlaust. Konan segir árásina hafa átt sér stað fyrir utan líkamsræktarstöðina World Class og segir drengina, sem voru átta talsins, hafa verið á aldrinum 15-18 ára. Hún segir þá hafa ráðist að sér með spörkum og höggum og að hún hafi óttast um líf sitt. Vinur konunnar kom henni til bjargar en var einnig laminn. Konan hlaut meðal annars glóðaraugu, brákað nef og brotna tönn og glímir ennþá við eymsli í baki. Árásarmennirnir huldu andlit sín með grímum og þekkti konan þá ekki. Hún segist viss um að árásin hafi verið hatursglæpur. „Þeir réðust á mig af því að ég er trans kona. Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig,“ sagði konan við RÚV. Árásin náðist á myndband en rannsókn lögreglu leiddi ekki í ljós hverjir voru að verki þar sem ekki var hægt að greina á upptökum hverjir árásarmennirnir væru.
Málefni trans fólks Lögreglumál Hinsegin Tengdar fréttir Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Hæstiréttur Bretlands dæmdi í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Aktívisti segir dóminn hafa lítil áhrif á daglegt líf en hættulegt skref í átt að sömu þróun og í Bandaríkjunum. 16. apríl 2025 19:45 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Hæstiréttur Bretlands dæmdi í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Aktívisti segir dóminn hafa lítil áhrif á daglegt líf en hættulegt skref í átt að sömu þróun og í Bandaríkjunum. 16. apríl 2025 19:45