Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2025 18:00 Teikning sem sýnir sporbraut reikistjörnunnar, nær hornrétt á brautir brúnu dverganna tveggja í 2M1510 (AB). Reikistjarnan fannst með VLT-sjónauka ESO í Síle. ESO/L. Calçada Stjörnufræðingar sem rannsökuðu óvanalegt tvístirni voru furðu lostnir þegar þeir uppgötvuðu fyrir tilviljun reikistjörnu á braut sem liggur hornrétt á sporbraut stjarnanna. Þetta er í fyrsta skipti sem slík reikistjarna finnst en tilgátur voru um að þær gætu verið að finna í alheiminum. Það sem dró athygli stjörnufræðinganna að tvístirninu 2M1510 var ekki að þar gæti leynst óvenjuleg reikistjarna. Tvístirnið er aðeins annað tvístirni svonefndra brúnna dverga sem fundist hefur til þessa. Þeir eru nokkurs konar misheppnaðar stjörnur: massameiri en gasrisar eins og Júpíter en ekki nógu massamiklir til þess að standa undir kjarnasamuna. Við athuganirnar urðu vísindamennirnir varir við að eitthvað hnikaði til sporbraut brúnu dverganna. Í ljós kom að það var reikistjarna á óvenjulegri braut, hornrétt á sporbraut stjarnanna tveggja. Þekkt er að reikistjörnur gangi um tvístirni en þær eru yfirleitt á braut sem er um það bil samsíða þeirri sem stjörnurnar ganga um hvor aðra. Teikning listamanns af reikistjörnu á braut um tvo brúna dverga. Reikistjarnan gengur yfir pólsvæði stjarnanna en yfirleitt er sporbraut reikistjarna um það bil á plani við miðbaug móðurstjörnu.ESO/M. Kornmesser Vísbendingar hafa komið fram um að hornréttar sporbrautir, eða pólbrautir, gætu verið mögulegar og efnisskífur sem mynda reikistjörnur hafa fundist á pólbraut utan um tvístirni. 2M1510b er hins vegar fyrsta staðfesta dæmið um reikistjörnu sem gengur hornrétt um tvístirni, að því er segir í tilkynningu á vef Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). „Uppgötvunin var slembilukka í þeim skilningi að athugarnir okkar voru ekki gerðar í leit að slíkri plánetu eða sporbrautargerð. Þannig er þetta mjög óvænt. Í heildina litið held ég að þetta sýni okkur stjörnufræðingum, en einnig öllum almenningi, hvað er mögulegt í þessum heillandi alheimi sem við búum í,“ segir Amaury triaud, prófessor við Háskólann í Birmingham á Englandi og einn höfunda greinar um uppgötvunina. Vitað er að þriðju stjörnuna er að finna í 2M1510-kerfinu, langt frá tvístirninu. Hún er hins vegar talin svo langt í burtu að hún geti ekki verið orsök áhrifanna á sporbrautir brúna dverganna sem eignuð eru reikistjörnunni. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. 21. janúar 2025 13:03 Enn ein reikistjarnan í „bakgarði“ sólkerfisins Reikistjarna er fundin við næstu stöku stjörnuna í nágrenni sólkerfisins okkar. Þótt hún sé ekk lífvænleg bætist reikistjarnan í hóp smærri fjarreikistjarna sem er að finna í bakgarði okkar í alheiminum. 1. október 2024 12:00 Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Það sem dró athygli stjörnufræðinganna að tvístirninu 2M1510 var ekki að þar gæti leynst óvenjuleg reikistjarna. Tvístirnið er aðeins annað tvístirni svonefndra brúnna dverga sem fundist hefur til þessa. Þeir eru nokkurs konar misheppnaðar stjörnur: massameiri en gasrisar eins og Júpíter en ekki nógu massamiklir til þess að standa undir kjarnasamuna. Við athuganirnar urðu vísindamennirnir varir við að eitthvað hnikaði til sporbraut brúnu dverganna. Í ljós kom að það var reikistjarna á óvenjulegri braut, hornrétt á sporbraut stjarnanna tveggja. Þekkt er að reikistjörnur gangi um tvístirni en þær eru yfirleitt á braut sem er um það bil samsíða þeirri sem stjörnurnar ganga um hvor aðra. Teikning listamanns af reikistjörnu á braut um tvo brúna dverga. Reikistjarnan gengur yfir pólsvæði stjarnanna en yfirleitt er sporbraut reikistjarna um það bil á plani við miðbaug móðurstjörnu.ESO/M. Kornmesser Vísbendingar hafa komið fram um að hornréttar sporbrautir, eða pólbrautir, gætu verið mögulegar og efnisskífur sem mynda reikistjörnur hafa fundist á pólbraut utan um tvístirni. 2M1510b er hins vegar fyrsta staðfesta dæmið um reikistjörnu sem gengur hornrétt um tvístirni, að því er segir í tilkynningu á vef Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). „Uppgötvunin var slembilukka í þeim skilningi að athugarnir okkar voru ekki gerðar í leit að slíkri plánetu eða sporbrautargerð. Þannig er þetta mjög óvænt. Í heildina litið held ég að þetta sýni okkur stjörnufræðingum, en einnig öllum almenningi, hvað er mögulegt í þessum heillandi alheimi sem við búum í,“ segir Amaury triaud, prófessor við Háskólann í Birmingham á Englandi og einn höfunda greinar um uppgötvunina. Vitað er að þriðju stjörnuna er að finna í 2M1510-kerfinu, langt frá tvístirninu. Hún er hins vegar talin svo langt í burtu að hún geti ekki verið orsök áhrifanna á sporbrautir brúna dverganna sem eignuð eru reikistjörnunni.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. 21. janúar 2025 13:03 Enn ein reikistjarnan í „bakgarði“ sólkerfisins Reikistjarna er fundin við næstu stöku stjörnuna í nágrenni sólkerfisins okkar. Þótt hún sé ekk lífvænleg bætist reikistjarnan í hóp smærri fjarreikistjarna sem er að finna í bakgarði okkar í alheiminum. 1. október 2024 12:00 Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. 21. janúar 2025 13:03
Enn ein reikistjarnan í „bakgarði“ sólkerfisins Reikistjarna er fundin við næstu stöku stjörnuna í nágrenni sólkerfisins okkar. Þótt hún sé ekk lífvænleg bætist reikistjarnan í hóp smærri fjarreikistjarna sem er að finna í bakgarði okkar í alheiminum. 1. október 2024 12:00
Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53