Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Jón Þór Stefánsson skrifar 15. apríl 2025 13:25 Árásin sem málið varðar átti sér stað í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi. Vísir/Egill Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir stunguárás sem beindist gegn tveimur og er sögð átti sér stað í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi síðastliðna nýársnótt. Héraðssaksóknari, sem ákærir í málinu, vill meina að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Manninum er gefið að sök að leggja nokkrum sinnum til tveggja manna með hníf og reynt að svipta þá lífi. Umræddur hnífur er sagður vera með 11,5 sentímetra löngu hnífsblaði. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að maðurinn hafi stungið fyrri manninn endurtekið í bakið og hinn í brjóstkassann og kviðinn. Fyrir vikið hafi sá fyrri hlotið tvö til þrjú lífshættuleg stungusár á aftanverðum vinstri brjóstkassa með miklum blæðingum. Jafnframt segir að hann hafi hlotið „áverka í gegnum húð á mótum brjóstkassa og kviðs, gat á milli rifja 8 og 9 vinstra megin og loft- og blóðbrjóst af völdum áverkanna.“ Hinn maðurinn er einnig sagður hafa hlotið tvö til þrjú lífshættuleg stungusár. Þau hafi verið á brjóstkassa í gegnum brjóstvöðva fyrir neðan gervörtu og kvið. Fyrir hönd mannanna er þess krafist að hinn meinti árásarmaður greiði þeim miskabætur. Annars vegar fimm milljónir króna og hins vegar fjórar milljónir króna. Sagðist hafa gripið hníf á gólfinu Fjallað var um stunguárásina í fjölmiðlum snemma á nýársmorgun. Þá var greint frá því að þrír hefðu verið handteknir vegna málsins. Seinna sama dag kom fram að einn þeirra hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Í gæsluvarðhaldsúrskurði kemur fram að eftir handtöku hafi sakborningurinn sagst hafa stungið mennina í sjálfsvörn. Þarna hafi margt fólk verið í teiti og allt í góðu þegar tveir menn, sem voru gestkomandi, hafi verið ógnandi og ráðist að honum í eldhúsi húsnæðisins. Annar þeirra hafi stappað á brjóstkassa hans og þá hafi hann reiðst og varið sig með hníf. Hann hafi sagt að það hafi verið vegna þess að maðurinn hafi verið stór og sterkur. Fram kom að á meðan maðurinn greindi frá þessu hafi hann grátið og sagt líf sitt vera búið. Daginn var tekinn önnur skýrsla af manninum. Þá sagði hann að í teitinu hefðu þrír menn verið að slást og hann reynt að fá þá til að hætta. Einn þessara þriggja hafi ýtt honum og hann fallið. Þeir hefðu síðan haldið áfram að berjast og blóð verið úti um allt. Hann hafi fengið spark í kviðinn. Hann hafi reynt að standa upp og það hafi verið hnífur fyrir framan hann, sem hann hafi tekið upp. Hann hafi óttast að mennirnir myndu drepa hann og að hann vissi ekki hvað hefði gerst vegna þess að hann hefði verið í áfalli. Í enn annari skýrslutöku hafi maðurinn sagt að hann vissi ekki til þess að hann hefði stungið mennina þrjá, en það hlyti þó að vera. Stunguárás á Kjalarnesi Reykjavík Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Tveir eru alvarlega særðir og er annar þeirra talinn vera í lífshættu eftir stunguárás á Kjalarnesi í nótt. 1. janúar 2025 07:14 Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í húsi á Kjalarnesi á nýársnótt. 1. janúar 2025 12:01 Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. 3. janúar 2025 09:14 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Manninum er gefið að sök að leggja nokkrum sinnum til tveggja manna með hníf og reynt að svipta þá lífi. Umræddur hnífur er sagður vera með 11,5 sentímetra löngu hnífsblaði. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að maðurinn hafi stungið fyrri manninn endurtekið í bakið og hinn í brjóstkassann og kviðinn. Fyrir vikið hafi sá fyrri hlotið tvö til þrjú lífshættuleg stungusár á aftanverðum vinstri brjóstkassa með miklum blæðingum. Jafnframt segir að hann hafi hlotið „áverka í gegnum húð á mótum brjóstkassa og kviðs, gat á milli rifja 8 og 9 vinstra megin og loft- og blóðbrjóst af völdum áverkanna.“ Hinn maðurinn er einnig sagður hafa hlotið tvö til þrjú lífshættuleg stungusár. Þau hafi verið á brjóstkassa í gegnum brjóstvöðva fyrir neðan gervörtu og kvið. Fyrir hönd mannanna er þess krafist að hinn meinti árásarmaður greiði þeim miskabætur. Annars vegar fimm milljónir króna og hins vegar fjórar milljónir króna. Sagðist hafa gripið hníf á gólfinu Fjallað var um stunguárásina í fjölmiðlum snemma á nýársmorgun. Þá var greint frá því að þrír hefðu verið handteknir vegna málsins. Seinna sama dag kom fram að einn þeirra hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Í gæsluvarðhaldsúrskurði kemur fram að eftir handtöku hafi sakborningurinn sagst hafa stungið mennina í sjálfsvörn. Þarna hafi margt fólk verið í teiti og allt í góðu þegar tveir menn, sem voru gestkomandi, hafi verið ógnandi og ráðist að honum í eldhúsi húsnæðisins. Annar þeirra hafi stappað á brjóstkassa hans og þá hafi hann reiðst og varið sig með hníf. Hann hafi sagt að það hafi verið vegna þess að maðurinn hafi verið stór og sterkur. Fram kom að á meðan maðurinn greindi frá þessu hafi hann grátið og sagt líf sitt vera búið. Daginn var tekinn önnur skýrsla af manninum. Þá sagði hann að í teitinu hefðu þrír menn verið að slást og hann reynt að fá þá til að hætta. Einn þessara þriggja hafi ýtt honum og hann fallið. Þeir hefðu síðan haldið áfram að berjast og blóð verið úti um allt. Hann hafi fengið spark í kviðinn. Hann hafi reynt að standa upp og það hafi verið hnífur fyrir framan hann, sem hann hafi tekið upp. Hann hafi óttast að mennirnir myndu drepa hann og að hann vissi ekki hvað hefði gerst vegna þess að hann hefði verið í áfalli. Í enn annari skýrslutöku hafi maðurinn sagt að hann vissi ekki til þess að hann hefði stungið mennina þrjá, en það hlyti þó að vera.
Stunguárás á Kjalarnesi Reykjavík Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Tveir eru alvarlega særðir og er annar þeirra talinn vera í lífshættu eftir stunguárás á Kjalarnesi í nótt. 1. janúar 2025 07:14 Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í húsi á Kjalarnesi á nýársnótt. 1. janúar 2025 12:01 Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. 3. janúar 2025 09:14 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Tveir eru alvarlega særðir og er annar þeirra talinn vera í lífshættu eftir stunguárás á Kjalarnesi í nótt. 1. janúar 2025 07:14
Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í húsi á Kjalarnesi á nýársnótt. 1. janúar 2025 12:01
Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. 3. janúar 2025 09:14