„KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2025 12:30 Marcel Rømer er mættur til KA eftir að hafa lítið sem ekkert spilað síðustu mánuði með Lyngby. Stöð 2 Sport Það var ekki að heyra á sérfræðingum Stúkunnar á Stöð 2 Sport að Daninn Marcel Rømer væri lausnin við vandamálum KA og maðurinn sem gæti leitt liðið upp í efri hluta Bestu deildarinnar. Staða KA-manna, sem steinlágu gegn Víkingi um helgina 4-0 eftir 2-2 jafntefli á heimavelli við KR í fyrsta leik, var til umræðu í Stúkunni í gærkvöld. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Umræða um KA KA er nú búið að landa Rømer sem var fyrirliði Lyngby og er með mikla reynslu úr dönsku úrvalsdeildinni. Gummi Ben benti hins vegar á það í Stúkunni í gær að Rømer hefði síðast verið í byrjunarliði Lyngby 1. desember og aðeins spilað eina mínútu síðan þá. „Ef við höfum áhyggjur af hinum sem eru að koma úr meiðslum og annað, ættum við ekki að hafa stórar áhyggjur af að það taki þennan svolítinn tíma að komast í leikform?“ spurði Gummi. „Þetta er karakter, þetta er fyrirliði, og það er alltaf jákvætt að fá þannig menn inn í liðið. Ég fylgdist vel með honum, sérstaklega hjá SönderjyskE og svo sá maður margar fréttir af honum þegar hann var að spila hjá Freysa [Frey Alexanderssyni, fyrrverandi þjálfara Lyngby]. Þetta er leikmaður með mótor. Það er mikil yfirferð hjá honum. Þetta er góður leikmaður. Ég skil því þessi kaup en það er rétt að hann þarf að vera í formi,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Hann er að verða 34 ára gamall og liðið þeirra er nú þegar helvíti þungt. Hallgrímur verður 35 ára í sumar, Rodri 36, Hrannar er að verða 33, Viðar 35 ára og fer meiddur af velli [gegn Víkingi]…“ bætti Albert Brynjar Ingason við. Gummi hélt svo áfram: „Það er ekkert leyndarmál fyrir norðan og ég held að Hallgrímur Jónasson yrði fyrsti maður til að viðurkenna það, að hann myndi vilja fá leikmenn mikið fyrr norður. KA er bara búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við varðandi styrkingu. Við sáum þetta á síðustu leiktíð. Viðar kom seint og það var bara seinni partinn sem hann var kominn í stand. Það kostar meira að fá leikmenn fyrr en það kostar líka að ná ekki árangri.“ Albert benti á að KA hefði misst marga sterka leikmenn síðustu ár en ekki fengið sams konar leikmenn í staðinn. „Þá vantar alvöru innspýtingu. [Römer] er karakter, maður hefur heyrt það, en hvort þetta leysir eitthvað hjá KA veit ég ekki,“ sagði Albet. Besta deild karla KA Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Staða KA-manna, sem steinlágu gegn Víkingi um helgina 4-0 eftir 2-2 jafntefli á heimavelli við KR í fyrsta leik, var til umræðu í Stúkunni í gærkvöld. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Umræða um KA KA er nú búið að landa Rømer sem var fyrirliði Lyngby og er með mikla reynslu úr dönsku úrvalsdeildinni. Gummi Ben benti hins vegar á það í Stúkunni í gær að Rømer hefði síðast verið í byrjunarliði Lyngby 1. desember og aðeins spilað eina mínútu síðan þá. „Ef við höfum áhyggjur af hinum sem eru að koma úr meiðslum og annað, ættum við ekki að hafa stórar áhyggjur af að það taki þennan svolítinn tíma að komast í leikform?“ spurði Gummi. „Þetta er karakter, þetta er fyrirliði, og það er alltaf jákvætt að fá þannig menn inn í liðið. Ég fylgdist vel með honum, sérstaklega hjá SönderjyskE og svo sá maður margar fréttir af honum þegar hann var að spila hjá Freysa [Frey Alexanderssyni, fyrrverandi þjálfara Lyngby]. Þetta er leikmaður með mótor. Það er mikil yfirferð hjá honum. Þetta er góður leikmaður. Ég skil því þessi kaup en það er rétt að hann þarf að vera í formi,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Hann er að verða 34 ára gamall og liðið þeirra er nú þegar helvíti þungt. Hallgrímur verður 35 ára í sumar, Rodri 36, Hrannar er að verða 33, Viðar 35 ára og fer meiddur af velli [gegn Víkingi]…“ bætti Albert Brynjar Ingason við. Gummi hélt svo áfram: „Það er ekkert leyndarmál fyrir norðan og ég held að Hallgrímur Jónasson yrði fyrsti maður til að viðurkenna það, að hann myndi vilja fá leikmenn mikið fyrr norður. KA er bara búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við varðandi styrkingu. Við sáum þetta á síðustu leiktíð. Viðar kom seint og það var bara seinni partinn sem hann var kominn í stand. Það kostar meira að fá leikmenn fyrr en það kostar líka að ná ekki árangri.“ Albert benti á að KA hefði misst marga sterka leikmenn síðustu ár en ekki fengið sams konar leikmenn í staðinn. „Þá vantar alvöru innspýtingu. [Römer] er karakter, maður hefur heyrt það, en hvort þetta leysir eitthvað hjá KA veit ég ekki,“ sagði Albet.
Besta deild karla KA Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn