Guðrún beið afhroð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2025 19:02 Guðrún kom engum vörnum við gegn Hammarby. Alex Grimm/Getty Images Guðrún Arnardóttir bar fyrirliðabandið þegar Svíþjóðarmeistarar Rosengård steinlágu fyrir Hammarby í efstu deild sænska fótboltans, lokatölur 4-0. Rosengård hafði byrjað tímabilið nokkuð vel og unnið fyrstu tvo leiki sína 1-0 og var því með fullt hús stiga þegar Hammarby var sótt heim. Heimaliðið hafði farið frábærlega af stað og það var ljóst snemma leiks hvort liðið væri tilbúnara. Julie Blakstad kom Hammarby yfir strax á fjórðu mínútu og Ellen Wangerheim tvöfaldaði forystuna á 18. mínútu leiksins. Undir lok fyrri hálfleiks skoruðu heimakonur tvö mörk til viðbótar. Hin 18 ára Smilla Holmberg gerði þriðja markið og Vilde Hasund bætti fjórða markinu við þegar ein mínúta var til loka fyrri hálfleiks. Staðan 4-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur. Guðrún spilaði allan leikinn í hjarta varnar Rosengård sem er nú í 6. sæti með sex stig að loknum þremur umferðum. Íslendingalið Halmstad vann 1- 0 sigur á Öster þökk sé sigurmarki hins 17 ára gamla Bleon Kurtulus. Um var að ræða fyrsta mark Halmstad á tímabilinu og þar af leiðandi fyrsta sigurinn. Gísli Eyjólfsson spilaði allan leikinn á meðan Birnir Snær Ingason kom inn af bekknum á 79. mínútu. Bleon Kurtulus! HBK:s 17-åring nickar 1-0 för HBK i den 94:e matchminuten! 🤯📲 Se Halmstads BK - Östers IF på Max pic.twitter.com/NZwNjBf0Vt— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) April 14, 2025 Arnór Sigurðsson kom inn af bekknum á 73. mínútu og nældi sér í gult spjald þegar Malmö gerði markalaust jafntefli við AIK. Malmö er í 3. sæti með sjö stig eftir þrjár umferðir á meðan Halmstad er í 16. sæti með þrjú stig. Þýskaland Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék aðeins síðustu tíu mínúturnar þegar Bayer Leverkusen gerði 1-1 jafntefli við annars slakt lið Köln. Leverkusen er nú með 37 stig í 4. sæti, þrettán stigum á eftir toppliði Bayern München. Á sama tíma er Köln í 11. sæti – því næstneðsta – með aðeins átta stig. Danmörk Íslendingalið Sönderjyske vann mikilvægan 1-0 sigur á Vejle í efstu deild karla. Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn í miðverði á meðan Kristall Máni Ingason kom inn af bekknum þegar rétt rúm klukkustund var liðin af leiknum. Sigurinn þýðir að Sönderjyske er nú með 23 stig, fjórum meira en Lyngby sem situr í fallsæti með 19 stig ásamt botnliði Vejle sem er með 17 stig. Fótbolti Sænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
Rosengård hafði byrjað tímabilið nokkuð vel og unnið fyrstu tvo leiki sína 1-0 og var því með fullt hús stiga þegar Hammarby var sótt heim. Heimaliðið hafði farið frábærlega af stað og það var ljóst snemma leiks hvort liðið væri tilbúnara. Julie Blakstad kom Hammarby yfir strax á fjórðu mínútu og Ellen Wangerheim tvöfaldaði forystuna á 18. mínútu leiksins. Undir lok fyrri hálfleiks skoruðu heimakonur tvö mörk til viðbótar. Hin 18 ára Smilla Holmberg gerði þriðja markið og Vilde Hasund bætti fjórða markinu við þegar ein mínúta var til loka fyrri hálfleiks. Staðan 4-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur. Guðrún spilaði allan leikinn í hjarta varnar Rosengård sem er nú í 6. sæti með sex stig að loknum þremur umferðum. Íslendingalið Halmstad vann 1- 0 sigur á Öster þökk sé sigurmarki hins 17 ára gamla Bleon Kurtulus. Um var að ræða fyrsta mark Halmstad á tímabilinu og þar af leiðandi fyrsta sigurinn. Gísli Eyjólfsson spilaði allan leikinn á meðan Birnir Snær Ingason kom inn af bekknum á 79. mínútu. Bleon Kurtulus! HBK:s 17-åring nickar 1-0 för HBK i den 94:e matchminuten! 🤯📲 Se Halmstads BK - Östers IF på Max pic.twitter.com/NZwNjBf0Vt— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) April 14, 2025 Arnór Sigurðsson kom inn af bekknum á 73. mínútu og nældi sér í gult spjald þegar Malmö gerði markalaust jafntefli við AIK. Malmö er í 3. sæti með sjö stig eftir þrjár umferðir á meðan Halmstad er í 16. sæti með þrjú stig. Þýskaland Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék aðeins síðustu tíu mínúturnar þegar Bayer Leverkusen gerði 1-1 jafntefli við annars slakt lið Köln. Leverkusen er nú með 37 stig í 4. sæti, þrettán stigum á eftir toppliði Bayern München. Á sama tíma er Köln í 11. sæti – því næstneðsta – með aðeins átta stig. Danmörk Íslendingalið Sönderjyske vann mikilvægan 1-0 sigur á Vejle í efstu deild karla. Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn í miðverði á meðan Kristall Máni Ingason kom inn af bekknum þegar rétt rúm klukkustund var liðin af leiknum. Sigurinn þýðir að Sönderjyske er nú með 23 stig, fjórum meira en Lyngby sem situr í fallsæti með 19 stig ásamt botnliði Vejle sem er með 17 stig.
Fótbolti Sænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira