Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Jón Þór Stefánsson skrifar 14. apríl 2025 13:51 Margréti Friðriks var vísað úr vél Icelandair í september 2022. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað flugfélagið Icelandair af kröfum Margrétar Friðriksdóttur, ritstjóra vefsins Frettin.is. Margrét krafði Icelandair um rúmar 24 milljónir króna, auk vaxta, vegna þess að henni var vísað úr vél flugfélagsins áður en hún tók á loft til Þýskalands í september árið 2022. Málsatvikin voru á þá leið að þegar Margrét var á leið um borð í vélina var henni gert að skilja handfarangurstösku sína eftir, en flugvallarstarfsmenn vilja færa hana í farangursrými vélarinnar. Margrét mun hafa verið ósátt með það. Síðan þegar hún kom inn í vélina var henni gert að setja upp grímu, en atvik málsins áttu sér stað þegar kórónuveirufaraldurinn stóð yfir. Margrét var líka ósátt með það. Vegna þessara tveggja mála varð ágreiningur milli Margrétar og áhafnar vélarinnar, sem lauk með því að lögregla var kölluð til og vísað frá borði. Ágreiningur málsins snerist um hvort Icelandair hafi verið heimilt að vísa henni frá borði. Héraðsdómur komst að því að Margréti hefði ekki tekist að sanna að óheimilt hafi verið að hafna henni um að hafa farangurstöskuna um borð, og þá hefði ákvörðun flugstjóra um að vísa henni úr vélinni verið heimil. Vildi fjórtán milljónir fyrir heimildarmynd sem ekkert varð úr Margrét var á leið til Rússlands og þaðan til hersetinna svæða í Úkraínu. Þar ætlaði hún, meðal annars ásamt Ernu Ýr Öldudóttur, að taka upp heimildarmynd Líkt og áður segir krafðist Margrét um 24 milljóna í skaða- og miskabætur. Stærstur hluti þeirrar upphæðar varðaði bætur vegna „eyðilagðrar“ heimildarmyndar. Hún vildi 14,2 milljónir vegna hennar, en kröfufjárhæðin tók mið af lágmarksverðlagningu streymisveitunnar Netflix á heimildarmyndum, en Margrét hafði í hyggju að selja sýningarréttinn þangað. „Ljóst er að um einstakt myndefni í sérflokki hefði verið að ræða þar sem enginn í heiminum hefur náð þeirri aðstöðu líkt og stefnandi að geta unnið heimildarmynd um stríðið í Úkraínu með því að komast á þau svæði þar sem barist var á þessum tíma,“ sagði í stefnu Margrétar. Viss um að Netflix myndi vilja sýna myndina Fram kom í skýrslu Margrétar fyrir dómi að hún hefði verið í sambandi við Angels Studio, sem mun vera með samning um dreifingu kvikmynda við Netflix. Hún hafi fengið þau svör að ef hún hefði hugmynd að heimildarmynd gæti hún sent þeim hugmyndina. Margrét sagðist viss um að hugmyndin að myndinni sem hún ætlaði sér að gera yrði samþykkt. Ekki hafi verið rætt um verð fyrir myndina og enginn samningur verið undirritaður. Héraðsdómur féllst ekki á kröfu Margrétar um tjónið vegna eyðilagðrar heimildarmyndar þar sem krafan væri einungis byggð á staðhæfingum hennar. Dómurinn taldi hana ekki hafa sýnt fram á raunverulegt tjón. Icelandair Dómsmál Fjölmiðlar Kvikmyndagerð á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Margrét Friðriks krefst 29 milljóna vegna brottvísunarinnar Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, krefst rúmlega 29 milljóna króna vegna brottvísunar úr flugvél Icelandair í septembermánuði. Hún krefst meðal annars bóta vegna aukins launakostnaðar í 7 daga, samtals 150 þúsund krónur á dag. 16. október 2022 12:03 Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06 Margrét fær ekki endurgreitt og ætlar í hart við Icelandair Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, fær ekki endurgreitt frá Icelandair eftir að henni var vísað úr flugvél félagsins í lögreglufylgd í síðustu viku. Hún segist munu fara með málið fyrir dómstóla en Icelandair segir starfsfólk ekki átt annarra kost á völ en að fylgja henni frá borði. 29. september 2022 10:33 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Málsatvikin voru á þá leið að þegar Margrét var á leið um borð í vélina var henni gert að skilja handfarangurstösku sína eftir, en flugvallarstarfsmenn vilja færa hana í farangursrými vélarinnar. Margrét mun hafa verið ósátt með það. Síðan þegar hún kom inn í vélina var henni gert að setja upp grímu, en atvik málsins áttu sér stað þegar kórónuveirufaraldurinn stóð yfir. Margrét var líka ósátt með það. Vegna þessara tveggja mála varð ágreiningur milli Margrétar og áhafnar vélarinnar, sem lauk með því að lögregla var kölluð til og vísað frá borði. Ágreiningur málsins snerist um hvort Icelandair hafi verið heimilt að vísa henni frá borði. Héraðsdómur komst að því að Margréti hefði ekki tekist að sanna að óheimilt hafi verið að hafna henni um að hafa farangurstöskuna um borð, og þá hefði ákvörðun flugstjóra um að vísa henni úr vélinni verið heimil. Vildi fjórtán milljónir fyrir heimildarmynd sem ekkert varð úr Margrét var á leið til Rússlands og þaðan til hersetinna svæða í Úkraínu. Þar ætlaði hún, meðal annars ásamt Ernu Ýr Öldudóttur, að taka upp heimildarmynd Líkt og áður segir krafðist Margrét um 24 milljóna í skaða- og miskabætur. Stærstur hluti þeirrar upphæðar varðaði bætur vegna „eyðilagðrar“ heimildarmyndar. Hún vildi 14,2 milljónir vegna hennar, en kröfufjárhæðin tók mið af lágmarksverðlagningu streymisveitunnar Netflix á heimildarmyndum, en Margrét hafði í hyggju að selja sýningarréttinn þangað. „Ljóst er að um einstakt myndefni í sérflokki hefði verið að ræða þar sem enginn í heiminum hefur náð þeirri aðstöðu líkt og stefnandi að geta unnið heimildarmynd um stríðið í Úkraínu með því að komast á þau svæði þar sem barist var á þessum tíma,“ sagði í stefnu Margrétar. Viss um að Netflix myndi vilja sýna myndina Fram kom í skýrslu Margrétar fyrir dómi að hún hefði verið í sambandi við Angels Studio, sem mun vera með samning um dreifingu kvikmynda við Netflix. Hún hafi fengið þau svör að ef hún hefði hugmynd að heimildarmynd gæti hún sent þeim hugmyndina. Margrét sagðist viss um að hugmyndin að myndinni sem hún ætlaði sér að gera yrði samþykkt. Ekki hafi verið rætt um verð fyrir myndina og enginn samningur verið undirritaður. Héraðsdómur féllst ekki á kröfu Margrétar um tjónið vegna eyðilagðrar heimildarmyndar þar sem krafan væri einungis byggð á staðhæfingum hennar. Dómurinn taldi hana ekki hafa sýnt fram á raunverulegt tjón.
Icelandair Dómsmál Fjölmiðlar Kvikmyndagerð á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Margrét Friðriks krefst 29 milljóna vegna brottvísunarinnar Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, krefst rúmlega 29 milljóna króna vegna brottvísunar úr flugvél Icelandair í septembermánuði. Hún krefst meðal annars bóta vegna aukins launakostnaðar í 7 daga, samtals 150 þúsund krónur á dag. 16. október 2022 12:03 Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06 Margrét fær ekki endurgreitt og ætlar í hart við Icelandair Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, fær ekki endurgreitt frá Icelandair eftir að henni var vísað úr flugvél félagsins í lögreglufylgd í síðustu viku. Hún segist munu fara með málið fyrir dómstóla en Icelandair segir starfsfólk ekki átt annarra kost á völ en að fylgja henni frá borði. 29. september 2022 10:33 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Margrét Friðriks krefst 29 milljóna vegna brottvísunarinnar Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, krefst rúmlega 29 milljóna króna vegna brottvísunar úr flugvél Icelandair í septembermánuði. Hún krefst meðal annars bóta vegna aukins launakostnaðar í 7 daga, samtals 150 þúsund krónur á dag. 16. október 2022 12:03
Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06
Margrét fær ekki endurgreitt og ætlar í hart við Icelandair Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, fær ekki endurgreitt frá Icelandair eftir að henni var vísað úr flugvél félagsins í lögreglufylgd í síðustu viku. Hún segist munu fara með málið fyrir dómstóla en Icelandair segir starfsfólk ekki átt annarra kost á völ en að fylgja henni frá borði. 29. september 2022 10:33