Segir atvikið aðför að blaðamönnum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 23. september 2022 21:06 Margréti var fylgt frá borði af lögreglu. VÍSIR/VILHELM, AÐSENT Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. Margrét var á leiðinni til Rússlands og þaðan til Úkraínu til þess að taka upp heimildarmynd en búnað til þess hafi hún haft með sér í handfarangurstösku. Henni hafi verið tjáð af flugþjónum að ekki væri pláss fyrir töskuna í vélinni. Í tölvupósti sem hún segist hafa skrifað til Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair segir hún frá því að flugþjónar hafi gefið henni afarkosti, annað hvort að setja handfarangurstöskuna með dýrum búnaði í farangursrými vélarinnar eða koma ekki með fluginu. Hún kveðst hafa fallist á það að taskan yrði sett í farangursrýmið en þegar í vélina hafi verið komið hafi hún séð að nóg pláss væri fyrir töskuna. Hún hafi bent flugfreyjum um borð á þá staðreynd en það hafi litlu breytt. „Þá gengur að mér flugfreyja og segir við mig að það sé grímuskylda og skipar mér að vera mér grímu, ég sagði við hana að það væri ekki grímuskylda á Íslandi og það væri löngu liðið, flugfreyjan segir þá við mig að það sé grímuskylda í Þýskalandi og því beri mér að vera með grímu,“ skrifar Margrét en hún bendir á það að flugfreyjan sem hafi sagt henni frá grímuskyldunni hafi sjálf ekki borið grímu. Aldrei upplifað jafn mikla niðurlægingu Á endanum hafi Margrét sett á sig grímu en hún segir Icelandair hafa brotið á sér, ekki bara með því að neyða hana til þess að bera grímu heldur einnig með því að segja henni að þörf væri á að setja handfarangurinn hennar í farangursrými vélarinnar þegar ekki hafi verið þörf á því. Hringt var á lögregluna og Margrét færð úr vélinni. „Mörg vitni voru að atvikinu þannig að blaðamenn höfðu samband við mig til að spyrja mig úti, og satt að segja hef ég aldrei á minni lífsleið upplifað jafnmikla niðurlægingu,“ skrifar Margrét. Af orðum Margrétar að dæma virðist hún tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla greiði Icelandair ekki úr málunum en hún hafi nú þegar haft samband við lögfræðing. „Ég er svo búin að ráðfæra mig við lögmann sem mun fylgja þessu máli eftir en það er ykkar hjá Icelandair að ákveða hvort þið viljið að rati fyrir dómstóla eða semja við mig um greiðslu miskabóta,“ skrifar Margrét. Hún segir milljóna skaðabótamál vera fram undan ef ekkert verði gert en hún hafi haft samband við Icelandair í dag og henni tjáð að það yrði haft samband við hana í dag. Í samtali við Vísi segir hún atvikið vera aðför að blaðamönnum en hún trúi ekki að hún eða hennar taska hafi verið tekin fyrir að handahófi. Fjölmiðlar Icelandair Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Margrét var á leiðinni til Rússlands og þaðan til Úkraínu til þess að taka upp heimildarmynd en búnað til þess hafi hún haft með sér í handfarangurstösku. Henni hafi verið tjáð af flugþjónum að ekki væri pláss fyrir töskuna í vélinni. Í tölvupósti sem hún segist hafa skrifað til Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair segir hún frá því að flugþjónar hafi gefið henni afarkosti, annað hvort að setja handfarangurstöskuna með dýrum búnaði í farangursrými vélarinnar eða koma ekki með fluginu. Hún kveðst hafa fallist á það að taskan yrði sett í farangursrýmið en þegar í vélina hafi verið komið hafi hún séð að nóg pláss væri fyrir töskuna. Hún hafi bent flugfreyjum um borð á þá staðreynd en það hafi litlu breytt. „Þá gengur að mér flugfreyja og segir við mig að það sé grímuskylda og skipar mér að vera mér grímu, ég sagði við hana að það væri ekki grímuskylda á Íslandi og það væri löngu liðið, flugfreyjan segir þá við mig að það sé grímuskylda í Þýskalandi og því beri mér að vera með grímu,“ skrifar Margrét en hún bendir á það að flugfreyjan sem hafi sagt henni frá grímuskyldunni hafi sjálf ekki borið grímu. Aldrei upplifað jafn mikla niðurlægingu Á endanum hafi Margrét sett á sig grímu en hún segir Icelandair hafa brotið á sér, ekki bara með því að neyða hana til þess að bera grímu heldur einnig með því að segja henni að þörf væri á að setja handfarangurinn hennar í farangursrými vélarinnar þegar ekki hafi verið þörf á því. Hringt var á lögregluna og Margrét færð úr vélinni. „Mörg vitni voru að atvikinu þannig að blaðamenn höfðu samband við mig til að spyrja mig úti, og satt að segja hef ég aldrei á minni lífsleið upplifað jafnmikla niðurlægingu,“ skrifar Margrét. Af orðum Margrétar að dæma virðist hún tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla greiði Icelandair ekki úr málunum en hún hafi nú þegar haft samband við lögfræðing. „Ég er svo búin að ráðfæra mig við lögmann sem mun fylgja þessu máli eftir en það er ykkar hjá Icelandair að ákveða hvort þið viljið að rati fyrir dómstóla eða semja við mig um greiðslu miskabóta,“ skrifar Margrét. Hún segir milljóna skaðabótamál vera fram undan ef ekkert verði gert en hún hafi haft samband við Icelandair í dag og henni tjáð að það yrði haft samband við hana í dag. Í samtali við Vísi segir hún atvikið vera aðför að blaðamönnum en hún trúi ekki að hún eða hennar taska hafi verið tekin fyrir að handahófi.
Fjölmiðlar Icelandair Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33