Myglaður laukur í poka og lambaeistu á matseðlinum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. apríl 2025 21:03 Guðbjörg Salvör Skarphéðinsdóttir, nemandi í bakaraiðn (t.h.) og Kara Sól Ísleifsdóttir, nemandi í bakaraiðn, sem gefa náminu í skólanum sína bestu einkunn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Myglaður laukur í poka, lamba eistu, hrá hörpuskel og eldsteiktir sniglar eru á meðal rétta, sem framleiðslunemendur í Menntaskólanum í Kópavogi (MK) hafa töfrað fram á sérstökum matarkvöldum skólans. Námið í matvælagreinum skólans er mjög vinsælt og hluti af því er að bjóða til veislu í skólunum reglulega þar sem framleiðslunemendur spreyta sig við gerð ýmissa rétta og kennararnir fylgjast með bak við tjöldin og skrá hvernig nemendur standa sig. Í veislu, sem þessari vinna öll fögin saman en það eru kjötiðnarnemendur, framreiðslunemendur, matreiðslunemendur og bakaranemendur. „Hér erum við að klára að leggja lokahöndina á „A la carte“æfinguna okkar, sem er stærsta kvöldverðar æfingin okkar og við erum að bjóða upp á allskonar skemmtilegt og frumlegt og eiginlega fáránlegt hráefni á tímabili,“ segir Hinrik Karl Erlendsson, matreiðslumaður og kennari í MK. Getur þú nefnt einhver dæmi ? „Hrútspungar, við erum með blóð, það er makríll, það í síld, myglaður laukur, þannig að við erum með allskonar.“ Námið í skólanum er mjög vinsælt og skemmtilegt, bæði hjá kennurum og nemendum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og maturinn rann ljúflega niður hjá gestum kvöldsins. Þetta er greinilega mjög flott nám, sem þið eruð að bjóða upp á? „Já, þetta er alveg á heimsklassa enda aðstaðan hérna alveg frábær og nemendurnir eru frábæri, þannig að þetta er ekkert nema yndi að fá að kenna hérna. Þetta er mjög gaman, það er svo mikil gróska í þessum fögum og það er gaman að fá að taka þátt í þessu með nemendum,“ segir Haraldur Jóhann Sæmundsson, framkvæmdastjóri í Hótel- og matvælaskólanum í MK og bætir við. „Íslenskir iðnaðarmenn og íslenskt fólk í matvælagreinum er gífurlega vinsælt um allan heim þannig að möguleikarnir eru svakalega miklir og mikið af þeim stefna erlendis. Við erum að bjóða upp á rosalega flott nám hérna eins og þú sást er aðstaðan okkar á heimsmælikvarða og námið er rosalega flott og við reynum að hafa það fjölbreytt og reynum að halda því í takt við það, sem staðirnir eru að gera, þannig að þetta nám, við erum mjög ánægð með þetta nám,“ segir Haraldur Jóhann alsæll. Haraldur Jóhann Sæmundsson, framkvæmdastjóri í Hótel- og matvælaskólanum í MK, segir alla aðstöðu til kennslu í skólanum á heimsmælikvarða. Hann hrósar líka nemendum og segir þá standa sig einstaklega vel í náminu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og boðið var upp á myglaðan lauk í poka, sem bragðaðist mjög vel, ótrúlegt en dagsatt. Nokkrir hressir nemendur skólans en verkleg kennsla er stór hluti af náminu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bakaraiðn er líka kennd í skólanum og eru vinkonur að útskrifast, sem bakarar í vor. „Námið er mjög fjölbreytt myndi ég segja, mjög skemmtilegt. Við erum alltaf að gera eitthvað allt öðruvísi og mjög mikið verklegt,“ segir Guðbjörg Salvör Skarphéðinsdóttir, nemandi. Kara Sól Ísleifsdóttir, sem er líka nemandi í bakaraiðn segir námið mjög skemmtilegt. „Já, engir dagar eru eins og mikil vinna í höndunum,“ segir Kara Sól. Myglaður laukur í poka var m.a. í eftirrétt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá matseðilinn þegar aðalrétturinn var annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans Kópavogur Skóla- og menntamál Matur Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Námið í matvælagreinum skólans er mjög vinsælt og hluti af því er að bjóða til veislu í skólunum reglulega þar sem framleiðslunemendur spreyta sig við gerð ýmissa rétta og kennararnir fylgjast með bak við tjöldin og skrá hvernig nemendur standa sig. Í veislu, sem þessari vinna öll fögin saman en það eru kjötiðnarnemendur, framreiðslunemendur, matreiðslunemendur og bakaranemendur. „Hér erum við að klára að leggja lokahöndina á „A la carte“æfinguna okkar, sem er stærsta kvöldverðar æfingin okkar og við erum að bjóða upp á allskonar skemmtilegt og frumlegt og eiginlega fáránlegt hráefni á tímabili,“ segir Hinrik Karl Erlendsson, matreiðslumaður og kennari í MK. Getur þú nefnt einhver dæmi ? „Hrútspungar, við erum með blóð, það er makríll, það í síld, myglaður laukur, þannig að við erum með allskonar.“ Námið í skólanum er mjög vinsælt og skemmtilegt, bæði hjá kennurum og nemendum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og maturinn rann ljúflega niður hjá gestum kvöldsins. Þetta er greinilega mjög flott nám, sem þið eruð að bjóða upp á? „Já, þetta er alveg á heimsklassa enda aðstaðan hérna alveg frábær og nemendurnir eru frábæri, þannig að þetta er ekkert nema yndi að fá að kenna hérna. Þetta er mjög gaman, það er svo mikil gróska í þessum fögum og það er gaman að fá að taka þátt í þessu með nemendum,“ segir Haraldur Jóhann Sæmundsson, framkvæmdastjóri í Hótel- og matvælaskólanum í MK og bætir við. „Íslenskir iðnaðarmenn og íslenskt fólk í matvælagreinum er gífurlega vinsælt um allan heim þannig að möguleikarnir eru svakalega miklir og mikið af þeim stefna erlendis. Við erum að bjóða upp á rosalega flott nám hérna eins og þú sást er aðstaðan okkar á heimsmælikvarða og námið er rosalega flott og við reynum að hafa það fjölbreytt og reynum að halda því í takt við það, sem staðirnir eru að gera, þannig að þetta nám, við erum mjög ánægð með þetta nám,“ segir Haraldur Jóhann alsæll. Haraldur Jóhann Sæmundsson, framkvæmdastjóri í Hótel- og matvælaskólanum í MK, segir alla aðstöðu til kennslu í skólanum á heimsmælikvarða. Hann hrósar líka nemendum og segir þá standa sig einstaklega vel í náminu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og boðið var upp á myglaðan lauk í poka, sem bragðaðist mjög vel, ótrúlegt en dagsatt. Nokkrir hressir nemendur skólans en verkleg kennsla er stór hluti af náminu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bakaraiðn er líka kennd í skólanum og eru vinkonur að útskrifast, sem bakarar í vor. „Námið er mjög fjölbreytt myndi ég segja, mjög skemmtilegt. Við erum alltaf að gera eitthvað allt öðruvísi og mjög mikið verklegt,“ segir Guðbjörg Salvör Skarphéðinsdóttir, nemandi. Kara Sól Ísleifsdóttir, sem er líka nemandi í bakaraiðn segir námið mjög skemmtilegt. „Já, engir dagar eru eins og mikil vinna í höndunum,“ segir Kara Sól. Myglaður laukur í poka var m.a. í eftirrétt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá matseðilinn þegar aðalrétturinn var annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans
Kópavogur Skóla- og menntamál Matur Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira