Myglaður laukur í poka og lambaeistu á matseðlinum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. apríl 2025 21:03 Guðbjörg Salvör Skarphéðinsdóttir, nemandi í bakaraiðn (t.h.) og Kara Sól Ísleifsdóttir, nemandi í bakaraiðn, sem gefa náminu í skólanum sína bestu einkunn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Myglaður laukur í poka, lamba eistu, hrá hörpuskel og eldsteiktir sniglar eru á meðal rétta, sem framleiðslunemendur í Menntaskólanum í Kópavogi (MK) hafa töfrað fram á sérstökum matarkvöldum skólans. Námið í matvælagreinum skólans er mjög vinsælt og hluti af því er að bjóða til veislu í skólunum reglulega þar sem framleiðslunemendur spreyta sig við gerð ýmissa rétta og kennararnir fylgjast með bak við tjöldin og skrá hvernig nemendur standa sig. Í veislu, sem þessari vinna öll fögin saman en það eru kjötiðnarnemendur, framreiðslunemendur, matreiðslunemendur og bakaranemendur. „Hér erum við að klára að leggja lokahöndina á „A la carte“æfinguna okkar, sem er stærsta kvöldverðar æfingin okkar og við erum að bjóða upp á allskonar skemmtilegt og frumlegt og eiginlega fáránlegt hráefni á tímabili,“ segir Hinrik Karl Erlendsson, matreiðslumaður og kennari í MK. Getur þú nefnt einhver dæmi ? „Hrútspungar, við erum með blóð, það er makríll, það í síld, myglaður laukur, þannig að við erum með allskonar.“ Námið í skólanum er mjög vinsælt og skemmtilegt, bæði hjá kennurum og nemendum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og maturinn rann ljúflega niður hjá gestum kvöldsins. Þetta er greinilega mjög flott nám, sem þið eruð að bjóða upp á? „Já, þetta er alveg á heimsklassa enda aðstaðan hérna alveg frábær og nemendurnir eru frábæri, þannig að þetta er ekkert nema yndi að fá að kenna hérna. Þetta er mjög gaman, það er svo mikil gróska í þessum fögum og það er gaman að fá að taka þátt í þessu með nemendum,“ segir Haraldur Jóhann Sæmundsson, framkvæmdastjóri í Hótel- og matvælaskólanum í MK og bætir við. „Íslenskir iðnaðarmenn og íslenskt fólk í matvælagreinum er gífurlega vinsælt um allan heim þannig að möguleikarnir eru svakalega miklir og mikið af þeim stefna erlendis. Við erum að bjóða upp á rosalega flott nám hérna eins og þú sást er aðstaðan okkar á heimsmælikvarða og námið er rosalega flott og við reynum að hafa það fjölbreytt og reynum að halda því í takt við það, sem staðirnir eru að gera, þannig að þetta nám, við erum mjög ánægð með þetta nám,“ segir Haraldur Jóhann alsæll. Haraldur Jóhann Sæmundsson, framkvæmdastjóri í Hótel- og matvælaskólanum í MK, segir alla aðstöðu til kennslu í skólanum á heimsmælikvarða. Hann hrósar líka nemendum og segir þá standa sig einstaklega vel í náminu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og boðið var upp á myglaðan lauk í poka, sem bragðaðist mjög vel, ótrúlegt en dagsatt. Nokkrir hressir nemendur skólans en verkleg kennsla er stór hluti af náminu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bakaraiðn er líka kennd í skólanum og eru vinkonur að útskrifast, sem bakarar í vor. „Námið er mjög fjölbreytt myndi ég segja, mjög skemmtilegt. Við erum alltaf að gera eitthvað allt öðruvísi og mjög mikið verklegt,“ segir Guðbjörg Salvör Skarphéðinsdóttir, nemandi. Kara Sól Ísleifsdóttir, sem er líka nemandi í bakaraiðn segir námið mjög skemmtilegt. „Já, engir dagar eru eins og mikil vinna í höndunum,“ segir Kara Sól. Myglaður laukur í poka var m.a. í eftirrétt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá matseðilinn þegar aðalrétturinn var annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans Kópavogur Skóla- og menntamál Matur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Námið í matvælagreinum skólans er mjög vinsælt og hluti af því er að bjóða til veislu í skólunum reglulega þar sem framleiðslunemendur spreyta sig við gerð ýmissa rétta og kennararnir fylgjast með bak við tjöldin og skrá hvernig nemendur standa sig. Í veislu, sem þessari vinna öll fögin saman en það eru kjötiðnarnemendur, framreiðslunemendur, matreiðslunemendur og bakaranemendur. „Hér erum við að klára að leggja lokahöndina á „A la carte“æfinguna okkar, sem er stærsta kvöldverðar æfingin okkar og við erum að bjóða upp á allskonar skemmtilegt og frumlegt og eiginlega fáránlegt hráefni á tímabili,“ segir Hinrik Karl Erlendsson, matreiðslumaður og kennari í MK. Getur þú nefnt einhver dæmi ? „Hrútspungar, við erum með blóð, það er makríll, það í síld, myglaður laukur, þannig að við erum með allskonar.“ Námið í skólanum er mjög vinsælt og skemmtilegt, bæði hjá kennurum og nemendum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og maturinn rann ljúflega niður hjá gestum kvöldsins. Þetta er greinilega mjög flott nám, sem þið eruð að bjóða upp á? „Já, þetta er alveg á heimsklassa enda aðstaðan hérna alveg frábær og nemendurnir eru frábæri, þannig að þetta er ekkert nema yndi að fá að kenna hérna. Þetta er mjög gaman, það er svo mikil gróska í þessum fögum og það er gaman að fá að taka þátt í þessu með nemendum,“ segir Haraldur Jóhann Sæmundsson, framkvæmdastjóri í Hótel- og matvælaskólanum í MK og bætir við. „Íslenskir iðnaðarmenn og íslenskt fólk í matvælagreinum er gífurlega vinsælt um allan heim þannig að möguleikarnir eru svakalega miklir og mikið af þeim stefna erlendis. Við erum að bjóða upp á rosalega flott nám hérna eins og þú sást er aðstaðan okkar á heimsmælikvarða og námið er rosalega flott og við reynum að hafa það fjölbreytt og reynum að halda því í takt við það, sem staðirnir eru að gera, þannig að þetta nám, við erum mjög ánægð með þetta nám,“ segir Haraldur Jóhann alsæll. Haraldur Jóhann Sæmundsson, framkvæmdastjóri í Hótel- og matvælaskólanum í MK, segir alla aðstöðu til kennslu í skólanum á heimsmælikvarða. Hann hrósar líka nemendum og segir þá standa sig einstaklega vel í náminu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og boðið var upp á myglaðan lauk í poka, sem bragðaðist mjög vel, ótrúlegt en dagsatt. Nokkrir hressir nemendur skólans en verkleg kennsla er stór hluti af náminu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bakaraiðn er líka kennd í skólanum og eru vinkonur að útskrifast, sem bakarar í vor. „Námið er mjög fjölbreytt myndi ég segja, mjög skemmtilegt. Við erum alltaf að gera eitthvað allt öðruvísi og mjög mikið verklegt,“ segir Guðbjörg Salvör Skarphéðinsdóttir, nemandi. Kara Sól Ísleifsdóttir, sem er líka nemandi í bakaraiðn segir námið mjög skemmtilegt. „Já, engir dagar eru eins og mikil vinna í höndunum,“ segir Kara Sól. Myglaður laukur í poka var m.a. í eftirrétt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá matseðilinn þegar aðalrétturinn var annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans
Kópavogur Skóla- og menntamál Matur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira