Myglaður laukur í poka og lambaeistu á matseðlinum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. apríl 2025 21:03 Guðbjörg Salvör Skarphéðinsdóttir, nemandi í bakaraiðn (t.h.) og Kara Sól Ísleifsdóttir, nemandi í bakaraiðn, sem gefa náminu í skólanum sína bestu einkunn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Myglaður laukur í poka, lamba eistu, hrá hörpuskel og eldsteiktir sniglar eru á meðal rétta, sem framleiðslunemendur í Menntaskólanum í Kópavogi (MK) hafa töfrað fram á sérstökum matarkvöldum skólans. Námið í matvælagreinum skólans er mjög vinsælt og hluti af því er að bjóða til veislu í skólunum reglulega þar sem framleiðslunemendur spreyta sig við gerð ýmissa rétta og kennararnir fylgjast með bak við tjöldin og skrá hvernig nemendur standa sig. Í veislu, sem þessari vinna öll fögin saman en það eru kjötiðnarnemendur, framreiðslunemendur, matreiðslunemendur og bakaranemendur. „Hér erum við að klára að leggja lokahöndina á „A la carte“æfinguna okkar, sem er stærsta kvöldverðar æfingin okkar og við erum að bjóða upp á allskonar skemmtilegt og frumlegt og eiginlega fáránlegt hráefni á tímabili,“ segir Hinrik Karl Erlendsson, matreiðslumaður og kennari í MK. Getur þú nefnt einhver dæmi ? „Hrútspungar, við erum með blóð, það er makríll, það í síld, myglaður laukur, þannig að við erum með allskonar.“ Námið í skólanum er mjög vinsælt og skemmtilegt, bæði hjá kennurum og nemendum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og maturinn rann ljúflega niður hjá gestum kvöldsins. Þetta er greinilega mjög flott nám, sem þið eruð að bjóða upp á? „Já, þetta er alveg á heimsklassa enda aðstaðan hérna alveg frábær og nemendurnir eru frábæri, þannig að þetta er ekkert nema yndi að fá að kenna hérna. Þetta er mjög gaman, það er svo mikil gróska í þessum fögum og það er gaman að fá að taka þátt í þessu með nemendum,“ segir Haraldur Jóhann Sæmundsson, framkvæmdastjóri í Hótel- og matvælaskólanum í MK og bætir við. „Íslenskir iðnaðarmenn og íslenskt fólk í matvælagreinum er gífurlega vinsælt um allan heim þannig að möguleikarnir eru svakalega miklir og mikið af þeim stefna erlendis. Við erum að bjóða upp á rosalega flott nám hérna eins og þú sást er aðstaðan okkar á heimsmælikvarða og námið er rosalega flott og við reynum að hafa það fjölbreytt og reynum að halda því í takt við það, sem staðirnir eru að gera, þannig að þetta nám, við erum mjög ánægð með þetta nám,“ segir Haraldur Jóhann alsæll. Haraldur Jóhann Sæmundsson, framkvæmdastjóri í Hótel- og matvælaskólanum í MK, segir alla aðstöðu til kennslu í skólanum á heimsmælikvarða. Hann hrósar líka nemendum og segir þá standa sig einstaklega vel í náminu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og boðið var upp á myglaðan lauk í poka, sem bragðaðist mjög vel, ótrúlegt en dagsatt. Nokkrir hressir nemendur skólans en verkleg kennsla er stór hluti af náminu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bakaraiðn er líka kennd í skólanum og eru vinkonur að útskrifast, sem bakarar í vor. „Námið er mjög fjölbreytt myndi ég segja, mjög skemmtilegt. Við erum alltaf að gera eitthvað allt öðruvísi og mjög mikið verklegt,“ segir Guðbjörg Salvör Skarphéðinsdóttir, nemandi. Kara Sól Ísleifsdóttir, sem er líka nemandi í bakaraiðn segir námið mjög skemmtilegt. „Já, engir dagar eru eins og mikil vinna í höndunum,“ segir Kara Sól. Myglaður laukur í poka var m.a. í eftirrétt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá matseðilinn þegar aðalrétturinn var annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans Kópavogur Skóla- og menntamál Matur Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Námið í matvælagreinum skólans er mjög vinsælt og hluti af því er að bjóða til veislu í skólunum reglulega þar sem framleiðslunemendur spreyta sig við gerð ýmissa rétta og kennararnir fylgjast með bak við tjöldin og skrá hvernig nemendur standa sig. Í veislu, sem þessari vinna öll fögin saman en það eru kjötiðnarnemendur, framreiðslunemendur, matreiðslunemendur og bakaranemendur. „Hér erum við að klára að leggja lokahöndina á „A la carte“æfinguna okkar, sem er stærsta kvöldverðar æfingin okkar og við erum að bjóða upp á allskonar skemmtilegt og frumlegt og eiginlega fáránlegt hráefni á tímabili,“ segir Hinrik Karl Erlendsson, matreiðslumaður og kennari í MK. Getur þú nefnt einhver dæmi ? „Hrútspungar, við erum með blóð, það er makríll, það í síld, myglaður laukur, þannig að við erum með allskonar.“ Námið í skólanum er mjög vinsælt og skemmtilegt, bæði hjá kennurum og nemendum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og maturinn rann ljúflega niður hjá gestum kvöldsins. Þetta er greinilega mjög flott nám, sem þið eruð að bjóða upp á? „Já, þetta er alveg á heimsklassa enda aðstaðan hérna alveg frábær og nemendurnir eru frábæri, þannig að þetta er ekkert nema yndi að fá að kenna hérna. Þetta er mjög gaman, það er svo mikil gróska í þessum fögum og það er gaman að fá að taka þátt í þessu með nemendum,“ segir Haraldur Jóhann Sæmundsson, framkvæmdastjóri í Hótel- og matvælaskólanum í MK og bætir við. „Íslenskir iðnaðarmenn og íslenskt fólk í matvælagreinum er gífurlega vinsælt um allan heim þannig að möguleikarnir eru svakalega miklir og mikið af þeim stefna erlendis. Við erum að bjóða upp á rosalega flott nám hérna eins og þú sást er aðstaðan okkar á heimsmælikvarða og námið er rosalega flott og við reynum að hafa það fjölbreytt og reynum að halda því í takt við það, sem staðirnir eru að gera, þannig að þetta nám, við erum mjög ánægð með þetta nám,“ segir Haraldur Jóhann alsæll. Haraldur Jóhann Sæmundsson, framkvæmdastjóri í Hótel- og matvælaskólanum í MK, segir alla aðstöðu til kennslu í skólanum á heimsmælikvarða. Hann hrósar líka nemendum og segir þá standa sig einstaklega vel í náminu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og boðið var upp á myglaðan lauk í poka, sem bragðaðist mjög vel, ótrúlegt en dagsatt. Nokkrir hressir nemendur skólans en verkleg kennsla er stór hluti af náminu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bakaraiðn er líka kennd í skólanum og eru vinkonur að útskrifast, sem bakarar í vor. „Námið er mjög fjölbreytt myndi ég segja, mjög skemmtilegt. Við erum alltaf að gera eitthvað allt öðruvísi og mjög mikið verklegt,“ segir Guðbjörg Salvör Skarphéðinsdóttir, nemandi. Kara Sól Ísleifsdóttir, sem er líka nemandi í bakaraiðn segir námið mjög skemmtilegt. „Já, engir dagar eru eins og mikil vinna í höndunum,“ segir Kara Sól. Myglaður laukur í poka var m.a. í eftirrétt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá matseðilinn þegar aðalrétturinn var annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans
Kópavogur Skóla- og menntamál Matur Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira