Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. apríl 2025 18:54 Tveir hvolpar sem líkjast tegundinni Dire wolf, eða því sem hefur verið nefnt ógnarúlfur á íslensku. Þeir voru búnir voru til á rannsóknarstofu í Bandaríkjunum. vísir/AP Ógnarúlfur sem dó út fyrir um tíu þúsund árum er sagður risinn upp frá dauðum. Vísindamenn líftæknifyrirtækisins Colossal Biosciences frá Dallas segja þetta í fyrsta sinn sem útrýmingu tegundar er snúið við með góðum árangri. Þrír hvolpar eru komnir í heiminn eftir genatilraun sem byggði á rannsókn á árþúsunda gömlu erfðaefni úlfsins sem fannst í tönn og höfuðkúpu. Sama fyrirtæki skoðar sambærilegar tilraunir með loðfíl, dúdú-fugl og fleiri tegundir. Hvolparnir eru nú þriggja til sex mánaða gamlir og sagðir við góða heilsu. Hér eru þeir Romulus og Remus sem eru þriggja mánaða gamlir. Úlfar sem líkjast þeim gengu síðast um jörðina fyrir yfir tíu þúsund árum.vísir/AP Beth Shapiro, vísindamaður hjá Colossal Biosciences, segir úlfinn útdauða náskyldan nútímaúlfi. Hægt hafi verið gera ákveðnar breytingar á erfðaefni þeirra til að líkja eftir ógnarúlfi í kjölfar rannsóknar á beinunum. „Ógnarúlfar eru stærri og vöðvameiri og hafa ljósan feld. Þetta og fleira sést af steingervingunum. Við leituðum að afbrigðum DNA-raða sem við teljum að hafi leitt til þessara einkenna. Síðan breyttum við gráúlfafrumum svo þær innihéldu þessi afbrigði ógnarúlfsins. Síðan klónuðum við þessar frumur og sköpuðum ógnarúlfana okkar,“ segir Beth og útskýrir ferlið í samtali við AP-fréttaveituna. View this post on Instagram A post shared by Ben Lamm (@benlamm) Vísindamennirnir notuðust við þrettán þúsund ára gamla tönn og sjötíu og tvö þúsund ára gamla hauskúpu við rannsókn á erfðaefni úlfsins. Einhverjir kannast eflaust við tegundina úr þáttunum Game of Thrones þar sem þeir spiluðu nokkuð stóra rullu. Einn hvolpurinn var enda nefndur Khaleesi, með vísan til persónu þáttanna. Ógnarúlfurinn svipar um margt til hefðbundins úlfs en er þó stærri, sterkari og með sterkbyggðan kjálka. Umsjónarmaður úlfanna segir veiðieðlið þegar komið í ljós. Dýr Vísindi Bandaríkin Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Þrír hvolpar eru komnir í heiminn eftir genatilraun sem byggði á rannsókn á árþúsunda gömlu erfðaefni úlfsins sem fannst í tönn og höfuðkúpu. Sama fyrirtæki skoðar sambærilegar tilraunir með loðfíl, dúdú-fugl og fleiri tegundir. Hvolparnir eru nú þriggja til sex mánaða gamlir og sagðir við góða heilsu. Hér eru þeir Romulus og Remus sem eru þriggja mánaða gamlir. Úlfar sem líkjast þeim gengu síðast um jörðina fyrir yfir tíu þúsund árum.vísir/AP Beth Shapiro, vísindamaður hjá Colossal Biosciences, segir úlfinn útdauða náskyldan nútímaúlfi. Hægt hafi verið gera ákveðnar breytingar á erfðaefni þeirra til að líkja eftir ógnarúlfi í kjölfar rannsóknar á beinunum. „Ógnarúlfar eru stærri og vöðvameiri og hafa ljósan feld. Þetta og fleira sést af steingervingunum. Við leituðum að afbrigðum DNA-raða sem við teljum að hafi leitt til þessara einkenna. Síðan breyttum við gráúlfafrumum svo þær innihéldu þessi afbrigði ógnarúlfsins. Síðan klónuðum við þessar frumur og sköpuðum ógnarúlfana okkar,“ segir Beth og útskýrir ferlið í samtali við AP-fréttaveituna. View this post on Instagram A post shared by Ben Lamm (@benlamm) Vísindamennirnir notuðust við þrettán þúsund ára gamla tönn og sjötíu og tvö þúsund ára gamla hauskúpu við rannsókn á erfðaefni úlfsins. Einhverjir kannast eflaust við tegundina úr þáttunum Game of Thrones þar sem þeir spiluðu nokkuð stóra rullu. Einn hvolpurinn var enda nefndur Khaleesi, með vísan til persónu þáttanna. Ógnarúlfurinn svipar um margt til hefðbundins úlfs en er þó stærri, sterkari og með sterkbyggðan kjálka. Umsjónarmaður úlfanna segir veiðieðlið þegar komið í ljós.
Dýr Vísindi Bandaríkin Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira