Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2025 14:54 Bragi Þór segir að betra sé að fara varlega með það sem hann hugsar. En tveimur dögum eftir jómfrúarræðu hans, sem fjallaði um ófremdarástand undir Súðavíkurhlíð, þá lenti sonur hans þar í bílslysi. vísir/vilhelm Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. „Ég fékk símtal í morgun,“ segir Bragi Þór í samtali við Vísi. Hann telur þetta gráglettni örlaganna, furðulega tilviljun en þó ekki. Hann segist geta brosað út í annað vegna þessa núna en honum hafi sannarlega ekki verið hlátur í huga í morgun þegar hann fékk símtal þess efnis að sonur hans hafi lent í slysi - vegna grjóthruns í Súðavíkurhlíð. Hlíðin alveg sér á parti „Já, þetta var bara núna í morgun. Ég bý í Súðavík með fjölskyldu, tvo syni sem eru í menntaskólanum á Ísafirði. Þeir keyra þar af leiðandi á milli, fara að jafnaði tvisvar til fjórum sinnum milli Ísafjarðar og Súðavíkur daglega.“ Bragi segir þessa hlíð alveg sér á parti. Þarna séu snjóflóð á veturna, grjóthrun að sumarlagi og klakabunkar þess á milli. „Ég flutti mína fyrstu ræðu á þriðjudaginn um Súðavíkurhlíðina. Og svo gerist það í morgun að þá lenti lenti sonur minn í bílslysi undir þessari sömu hlíð, hann keyrði á grjót á veginum.“ Drengurinn slapp heill við illan leik Bragi Þór segir að þá hafi verið yfirstandandi grjóthrun á svona 150 metra kafla. Strákurinn er óbrotinn og heill, Bragi Þór þakkar forsjóninni það, en drengurinn var sjokkaraður og bíllinn að sjálfsögðu ónýtur. „Það er áhugavert að fjölskyldan á þrjá bíla og þeir hafa allir tjónast á þessari leið á fimm árum, vegna grjóthruns. Ég þakka Guði fyrir að hann var á Benz-jepplingnum en ekki Ford Fiestunni sem hann er yfirleitt á.“ Bragi Þór segist hafa leitt hugann að því hvort hann hafi kallað þetta yfir sig með ræðunni. „Maður verður að fara varlega með það sem maður hugsar,“ segir hann sposkur. Spurður um hvort búast megi við úrbótum á veginum þarna segir hann Vestfirði ekki fyrsta í röðinni eins og jarðgangnaáætlun var sett upp. „Það eru þessi stóru göng fyrir austan sem hafa verið í forgruni. Sem kosta hvítuna úr augunum á fullt af fólki og það veldur ákveðinni kyrrstöðu.“ Súðavíkurhreppur Alþingi Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Kalla eftir jarðgöngum: Flestir íbúar hafa fests í snjóflóði eða rétt sloppið Súðavíkurhlíð var lokað fyrirvaralaust í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. Sveitarstjóri segir bíla hafa verið báðu megin við flóðið og kallar eftir jarðgöngum til að auka öryggi íbúa. 30. janúar 2024 13:41 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
„Ég fékk símtal í morgun,“ segir Bragi Þór í samtali við Vísi. Hann telur þetta gráglettni örlaganna, furðulega tilviljun en þó ekki. Hann segist geta brosað út í annað vegna þessa núna en honum hafi sannarlega ekki verið hlátur í huga í morgun þegar hann fékk símtal þess efnis að sonur hans hafi lent í slysi - vegna grjóthruns í Súðavíkurhlíð. Hlíðin alveg sér á parti „Já, þetta var bara núna í morgun. Ég bý í Súðavík með fjölskyldu, tvo syni sem eru í menntaskólanum á Ísafirði. Þeir keyra þar af leiðandi á milli, fara að jafnaði tvisvar til fjórum sinnum milli Ísafjarðar og Súðavíkur daglega.“ Bragi segir þessa hlíð alveg sér á parti. Þarna séu snjóflóð á veturna, grjóthrun að sumarlagi og klakabunkar þess á milli. „Ég flutti mína fyrstu ræðu á þriðjudaginn um Súðavíkurhlíðina. Og svo gerist það í morgun að þá lenti lenti sonur minn í bílslysi undir þessari sömu hlíð, hann keyrði á grjót á veginum.“ Drengurinn slapp heill við illan leik Bragi Þór segir að þá hafi verið yfirstandandi grjóthrun á svona 150 metra kafla. Strákurinn er óbrotinn og heill, Bragi Þór þakkar forsjóninni það, en drengurinn var sjokkaraður og bíllinn að sjálfsögðu ónýtur. „Það er áhugavert að fjölskyldan á þrjá bíla og þeir hafa allir tjónast á þessari leið á fimm árum, vegna grjóthruns. Ég þakka Guði fyrir að hann var á Benz-jepplingnum en ekki Ford Fiestunni sem hann er yfirleitt á.“ Bragi Þór segist hafa leitt hugann að því hvort hann hafi kallað þetta yfir sig með ræðunni. „Maður verður að fara varlega með það sem maður hugsar,“ segir hann sposkur. Spurður um hvort búast megi við úrbótum á veginum þarna segir hann Vestfirði ekki fyrsta í röðinni eins og jarðgangnaáætlun var sett upp. „Það eru þessi stóru göng fyrir austan sem hafa verið í forgruni. Sem kosta hvítuna úr augunum á fullt af fólki og það veldur ákveðinni kyrrstöðu.“
Súðavíkurhreppur Alþingi Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Kalla eftir jarðgöngum: Flestir íbúar hafa fests í snjóflóði eða rétt sloppið Súðavíkurhlíð var lokað fyrirvaralaust í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. Sveitarstjóri segir bíla hafa verið báðu megin við flóðið og kallar eftir jarðgöngum til að auka öryggi íbúa. 30. janúar 2024 13:41 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Kalla eftir jarðgöngum: Flestir íbúar hafa fests í snjóflóði eða rétt sloppið Súðavíkurhlíð var lokað fyrirvaralaust í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. Sveitarstjóri segir bíla hafa verið báðu megin við flóðið og kallar eftir jarðgöngum til að auka öryggi íbúa. 30. janúar 2024 13:41