Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2025 14:54 Bragi Þór segir að betra sé að fara varlega með það sem hann hugsar. En tveimur dögum eftir jómfrúarræðu hans, sem fjallaði um ófremdarástand undir Súðavíkurhlíð, þá lenti sonur hans þar í bílslysi. vísir/vilhelm Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. „Ég fékk símtal í morgun,“ segir Bragi Þór í samtali við Vísi. Hann telur þetta gráglettni örlaganna, furðulega tilviljun en þó ekki. Hann segist geta brosað út í annað vegna þessa núna en honum hafi sannarlega ekki verið hlátur í huga í morgun þegar hann fékk símtal þess efnis að sonur hans hafi lent í slysi - vegna grjóthruns í Súðavíkurhlíð. Hlíðin alveg sér á parti „Já, þetta var bara núna í morgun. Ég bý í Súðavík með fjölskyldu, tvo syni sem eru í menntaskólanum á Ísafirði. Þeir keyra þar af leiðandi á milli, fara að jafnaði tvisvar til fjórum sinnum milli Ísafjarðar og Súðavíkur daglega.“ Bragi segir þessa hlíð alveg sér á parti. Þarna séu snjóflóð á veturna, grjóthrun að sumarlagi og klakabunkar þess á milli. „Ég flutti mína fyrstu ræðu á þriðjudaginn um Súðavíkurhlíðina. Og svo gerist það í morgun að þá lenti lenti sonur minn í bílslysi undir þessari sömu hlíð, hann keyrði á grjót á veginum.“ Drengurinn slapp heill við illan leik Bragi Þór segir að þá hafi verið yfirstandandi grjóthrun á svona 150 metra kafla. Strákurinn er óbrotinn og heill, Bragi Þór þakkar forsjóninni það, en drengurinn var sjokkaraður og bíllinn að sjálfsögðu ónýtur. „Það er áhugavert að fjölskyldan á þrjá bíla og þeir hafa allir tjónast á þessari leið á fimm árum, vegna grjóthruns. Ég þakka Guði fyrir að hann var á Benz-jepplingnum en ekki Ford Fiestunni sem hann er yfirleitt á.“ Bragi Þór segist hafa leitt hugann að því hvort hann hafi kallað þetta yfir sig með ræðunni. „Maður verður að fara varlega með það sem maður hugsar,“ segir hann sposkur. Spurður um hvort búast megi við úrbótum á veginum þarna segir hann Vestfirði ekki fyrsta í röðinni eins og jarðgangnaáætlun var sett upp. „Það eru þessi stóru göng fyrir austan sem hafa verið í forgruni. Sem kosta hvítuna úr augunum á fullt af fólki og það veldur ákveðinni kyrrstöðu.“ Súðavíkurhreppur Alþingi Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Kalla eftir jarðgöngum: Flestir íbúar hafa fests í snjóflóði eða rétt sloppið Súðavíkurhlíð var lokað fyrirvaralaust í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. Sveitarstjóri segir bíla hafa verið báðu megin við flóðið og kallar eftir jarðgöngum til að auka öryggi íbúa. 30. janúar 2024 13:41 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
„Ég fékk símtal í morgun,“ segir Bragi Þór í samtali við Vísi. Hann telur þetta gráglettni örlaganna, furðulega tilviljun en þó ekki. Hann segist geta brosað út í annað vegna þessa núna en honum hafi sannarlega ekki verið hlátur í huga í morgun þegar hann fékk símtal þess efnis að sonur hans hafi lent í slysi - vegna grjóthruns í Súðavíkurhlíð. Hlíðin alveg sér á parti „Já, þetta var bara núna í morgun. Ég bý í Súðavík með fjölskyldu, tvo syni sem eru í menntaskólanum á Ísafirði. Þeir keyra þar af leiðandi á milli, fara að jafnaði tvisvar til fjórum sinnum milli Ísafjarðar og Súðavíkur daglega.“ Bragi segir þessa hlíð alveg sér á parti. Þarna séu snjóflóð á veturna, grjóthrun að sumarlagi og klakabunkar þess á milli. „Ég flutti mína fyrstu ræðu á þriðjudaginn um Súðavíkurhlíðina. Og svo gerist það í morgun að þá lenti lenti sonur minn í bílslysi undir þessari sömu hlíð, hann keyrði á grjót á veginum.“ Drengurinn slapp heill við illan leik Bragi Þór segir að þá hafi verið yfirstandandi grjóthrun á svona 150 metra kafla. Strákurinn er óbrotinn og heill, Bragi Þór þakkar forsjóninni það, en drengurinn var sjokkaraður og bíllinn að sjálfsögðu ónýtur. „Það er áhugavert að fjölskyldan á þrjá bíla og þeir hafa allir tjónast á þessari leið á fimm árum, vegna grjóthruns. Ég þakka Guði fyrir að hann var á Benz-jepplingnum en ekki Ford Fiestunni sem hann er yfirleitt á.“ Bragi Þór segist hafa leitt hugann að því hvort hann hafi kallað þetta yfir sig með ræðunni. „Maður verður að fara varlega með það sem maður hugsar,“ segir hann sposkur. Spurður um hvort búast megi við úrbótum á veginum þarna segir hann Vestfirði ekki fyrsta í röðinni eins og jarðgangnaáætlun var sett upp. „Það eru þessi stóru göng fyrir austan sem hafa verið í forgruni. Sem kosta hvítuna úr augunum á fullt af fólki og það veldur ákveðinni kyrrstöðu.“
Súðavíkurhreppur Alþingi Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Kalla eftir jarðgöngum: Flestir íbúar hafa fests í snjóflóði eða rétt sloppið Súðavíkurhlíð var lokað fyrirvaralaust í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. Sveitarstjóri segir bíla hafa verið báðu megin við flóðið og kallar eftir jarðgöngum til að auka öryggi íbúa. 30. janúar 2024 13:41 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Kalla eftir jarðgöngum: Flestir íbúar hafa fests í snjóflóði eða rétt sloppið Súðavíkurhlíð var lokað fyrirvaralaust í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. Sveitarstjóri segir bíla hafa verið báðu megin við flóðið og kallar eftir jarðgöngum til að auka öryggi íbúa. 30. janúar 2024 13:41