Jafnteflið þýðir að Ísland er nú með þrjú stig að loknum fjórum leikjum og situr í 3. sæti. Næstu leikur liðsins í Þjóðadeildinni er gegn Noregi ytra þann 30. maí næstkomandi.
Ísland lenti 2-0 undir snemma leiks en Karólína Lea minnkaði muninn með marki úr aukaspyrnu. Það verður að viðurkennast að markvörður Sviss átti að gera betur en mark er mark og staðan 1-2 í hálfleik.
Karólína Lea minnkar muninn úr aukaspyrnu. Þetta var síðasta spyrna hálfleiksins og gefur Íslandi líflínu 🇮🇸 pic.twitter.com/6PD8FxqRZZ
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 8, 2025
Eftir að lenda 1-3 undir þökk sé einkar skrautlegu sjálfsmarki var það Karólína Lea sem minnkaði muninn með góðu skoti.
Karólína Lea minnkaði muninn fyrir Ísland. Staðan er 2-3 eftir svaðalegar upphafsmínútur í seinni hálfleik 🇮🇸 pic.twitter.com/mQecgyOyyF
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 8, 2025
Karólína Lea fullkomnaði svo þrennu sína með frábæru skallamarki á 62. mínútu. Ekki tókst Íslandi að finna sigurmark og lokatölur 3-3 á Þróttara-vellinum í Laugardal.
Hvað er að eiga sér stað í Laugardalnum? Karólína Lea er búin að jafna metin með skalla! Þar með fullkomnaði hún þrennu sína 🇮🇸 pic.twitter.com/7gVxntJ5Mg
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 8, 2025