Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2025 09:01 Verdens Gang reiknaði út hversu mikið Bjarki Gunnlaugsson kostaði Brann, fyrir hvern leik. stöð 2 sport Bjarki Gunnlaugsson átti ekki sjö dagana sæla þegar hann lék með Brann í Noregi. Hann var harðlega gagnrýndur og kallaður verstu kaup í sögu Brann. Eftir gott gengi hjá Molde gekk Bjarki í raðir Brann sumarið 1998. Þar gekk allt á afturfótunum hjá honum eins og hann ræddi um í öðrum þætti A&B, þáttaraðar um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. „Ég byrjaði á því að meiðast í æfingaleik og svo var ég að ströggla allt tímabilið. Lærmeiðslin tóku sig aftur upp og það gengur ekkert sérstaklega vel,“ sagði Bjarki í A&B. „Fjölmiðlar í Bergen voru ekkert sérlega ánægðir með mig, eða í Noregi yfirhöfuð. Ég var með stæla gagnvart þeim og öllum. Einn þeirra, Verdens Gang, hafði reiknað út og sett á forsíðu hvað ég hafði kostað Brann mikið í hverjum leik.“ Klippa: A&B - Martraðardvöl Bjarka hjá Brann Brann átti ágætu gengi að fagna í Evrópukeppni á tíma Bjarka hjá félaginu og mætti meðal annars Werder Bremen frá Þýskalandi. Bjarki missti af fyrri leik liðanna vegna meiðsla en kom inn á sem varamaður í seinni leiknum. Þegar Brann fékk víti tók Bjarki boltann, fór á punktinn en skaut hátt yfir. Hann var ekki vítaskytta Brann á þessum tíma. „Eftir leikinn varð allt vitlaust; hvað varstu að spá að taka boltann og ég ríf bara kjaft á móti. Þetta var einhvern veginn vonlaust hjá mér,“ sagði Bjarki. „Auðvitað var klúbburinn ekkert ánægður með mig. Ég var mjög dýr leikmaður, launalega séð, og auðvitað ætluðust þeir til að ég væri að gera mitt sem ég var ekki að gera og enginn var pirraðri heldur en ég. Þetta var hjónaband sem var dauðadæmt frá byrjun.“ Kaup Brann á Bjarka voru valin verstu kaup tímabilsins og talað var um að félagið hefði keypt köttinn í sekknum. „Það var réttmætt. Ég var katta i sekken eins og Norðmaðurinn segir. Þetta var hægur dauðdagi; hvað segir maður, lestarslys.“ Innslagið úr öðrum þætti A&B má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þættirnir A&B verða sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. A&B Norski boltinn Tengdar fréttir Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Endurkoma Georges Kirby á Akranes 1990 fór ekki eins og vonast var eftir. Faðir Arnars og Bjarka Gunnlaugssonar sagði Kirby meðal annars til syndanna. 3. apríl 2025 09:00 Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Arnar Gunnlaugsson sneri heim til Íslands með stæl sumarið 1995. Heimkoman tveimur árum seinna var hins vegar ekki jafn eftirminnileg og Arnar segir að hann hafi verið langt niðri á þeim tíma. 2. apríl 2025 09:02 Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró „Þeir koma til baka þarna ‘95 eins og einhverjar rokkstjörnur.“ Þetta segir Rósant Birgisson um æskuvini sína, tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, þegar ævintýraleg endurkoma þeirra í íslenska boltann og ekki síður kraftmikil endurkoma í íslenska dægurmenningu, árið 1995, var rifjuð upp í fyrsta þætti af A&B. 31. mars 2025 07:30 Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ „Þetta er búið að vera ævintýri. Ups and downs,“ segir Arnar Gunnlaugsson í stiklu fyrir nýja þáttaröð, A&B, sem hefst á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í kvöld. Þættirnir fjalla um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka sem sett hafa sterkan svip á íslenskan fótbolta með ýmsum hætti. 30. mars 2025 11:02 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Fótbolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira
Eftir gott gengi hjá Molde gekk Bjarki í raðir Brann sumarið 1998. Þar gekk allt á afturfótunum hjá honum eins og hann ræddi um í öðrum þætti A&B, þáttaraðar um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. „Ég byrjaði á því að meiðast í æfingaleik og svo var ég að ströggla allt tímabilið. Lærmeiðslin tóku sig aftur upp og það gengur ekkert sérstaklega vel,“ sagði Bjarki í A&B. „Fjölmiðlar í Bergen voru ekkert sérlega ánægðir með mig, eða í Noregi yfirhöfuð. Ég var með stæla gagnvart þeim og öllum. Einn þeirra, Verdens Gang, hafði reiknað út og sett á forsíðu hvað ég hafði kostað Brann mikið í hverjum leik.“ Klippa: A&B - Martraðardvöl Bjarka hjá Brann Brann átti ágætu gengi að fagna í Evrópukeppni á tíma Bjarka hjá félaginu og mætti meðal annars Werder Bremen frá Þýskalandi. Bjarki missti af fyrri leik liðanna vegna meiðsla en kom inn á sem varamaður í seinni leiknum. Þegar Brann fékk víti tók Bjarki boltann, fór á punktinn en skaut hátt yfir. Hann var ekki vítaskytta Brann á þessum tíma. „Eftir leikinn varð allt vitlaust; hvað varstu að spá að taka boltann og ég ríf bara kjaft á móti. Þetta var einhvern veginn vonlaust hjá mér,“ sagði Bjarki. „Auðvitað var klúbburinn ekkert ánægður með mig. Ég var mjög dýr leikmaður, launalega séð, og auðvitað ætluðust þeir til að ég væri að gera mitt sem ég var ekki að gera og enginn var pirraðri heldur en ég. Þetta var hjónaband sem var dauðadæmt frá byrjun.“ Kaup Brann á Bjarka voru valin verstu kaup tímabilsins og talað var um að félagið hefði keypt köttinn í sekknum. „Það var réttmætt. Ég var katta i sekken eins og Norðmaðurinn segir. Þetta var hægur dauðdagi; hvað segir maður, lestarslys.“ Innslagið úr öðrum þætti A&B má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þættirnir A&B verða sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport.
A&B Norski boltinn Tengdar fréttir Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Endurkoma Georges Kirby á Akranes 1990 fór ekki eins og vonast var eftir. Faðir Arnars og Bjarka Gunnlaugssonar sagði Kirby meðal annars til syndanna. 3. apríl 2025 09:00 Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Arnar Gunnlaugsson sneri heim til Íslands með stæl sumarið 1995. Heimkoman tveimur árum seinna var hins vegar ekki jafn eftirminnileg og Arnar segir að hann hafi verið langt niðri á þeim tíma. 2. apríl 2025 09:02 Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró „Þeir koma til baka þarna ‘95 eins og einhverjar rokkstjörnur.“ Þetta segir Rósant Birgisson um æskuvini sína, tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, þegar ævintýraleg endurkoma þeirra í íslenska boltann og ekki síður kraftmikil endurkoma í íslenska dægurmenningu, árið 1995, var rifjuð upp í fyrsta þætti af A&B. 31. mars 2025 07:30 Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ „Þetta er búið að vera ævintýri. Ups and downs,“ segir Arnar Gunnlaugsson í stiklu fyrir nýja þáttaröð, A&B, sem hefst á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í kvöld. Þættirnir fjalla um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka sem sett hafa sterkan svip á íslenskan fótbolta með ýmsum hætti. 30. mars 2025 11:02 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Fótbolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira
Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Endurkoma Georges Kirby á Akranes 1990 fór ekki eins og vonast var eftir. Faðir Arnars og Bjarka Gunnlaugssonar sagði Kirby meðal annars til syndanna. 3. apríl 2025 09:00
Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Arnar Gunnlaugsson sneri heim til Íslands með stæl sumarið 1995. Heimkoman tveimur árum seinna var hins vegar ekki jafn eftirminnileg og Arnar segir að hann hafi verið langt niðri á þeim tíma. 2. apríl 2025 09:02
Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró „Þeir koma til baka þarna ‘95 eins og einhverjar rokkstjörnur.“ Þetta segir Rósant Birgisson um æskuvini sína, tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, þegar ævintýraleg endurkoma þeirra í íslenska boltann og ekki síður kraftmikil endurkoma í íslenska dægurmenningu, árið 1995, var rifjuð upp í fyrsta þætti af A&B. 31. mars 2025 07:30
Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ „Þetta er búið að vera ævintýri. Ups and downs,“ segir Arnar Gunnlaugsson í stiklu fyrir nýja þáttaröð, A&B, sem hefst á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í kvöld. Þættirnir fjalla um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka sem sett hafa sterkan svip á íslenskan fótbolta með ýmsum hætti. 30. mars 2025 11:02