Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2025 07:30 Arnar og Bjarki voru á þessum tíma afar áberandi í auglýsingum og viðtölum, þegar þeir komu aftur í íslenska boltann í nokkra mánuði árið 1995. Skjáskot/A&B „Þeir koma til baka þarna ‘95 eins og einhverjar rokkstjörnur.“ Þetta segir Rósant Birgisson um æskuvini sína, tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, þegar ævintýraleg endurkoma þeirra í íslenska boltann og ekki síður kraftmikil endurkoma í íslenska dægurmenningu, árið 1995, var rifjuð upp í fyrsta þætti af A&B. Brot úr fyrsta þætti, sem frumsýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöld, má sjá hér að neðan. Um er að ræða fjögurra þátta seríu og strax ljóst að um afar áhugaverða þætti er að ræða. Klippa: Heim til Íslands eins og súperstjörnur „Þegar þeir koma heim ’95 þá koma tvær súperstjörnur heim, það er ekki mikið flóknara,“ segir Bjarni Guðjónsson sem er sex árum yngri en tvíburarnir og man vel eftir því þegar þeir komu 22 ára í nokkuð stutt stopp heim á Akranes úr atvinnumennsku, áður en þeir héldu svo aftur út til Þýskalands. „Skagaliðið á þeim tíma var frábært, á þvílíkri siglingu í gegnum deildina, gaman á vellinum, en þeir koma samt heim og lyfta öllu. Ég held að þeir hafi ekki bara lyft fótboltanum uppi á Skaga heldur allri deildinni. Arnar var á þeim tíma sérstaklega áberandi og skoraði fimmtán mörk í sjö leikjum en svo var líka allt hitt. Auglýsingarnar, viðtölin í Séð og heyrt og þetta allt saman,“ segir Bjarni. „Fundum að við vorum í tísku“ „Það var ekkert leiðinlegt að fá athygli, ég viðurkenni það alveg. Við klæddum okkur vel upp og fundum fyrir því að við vorum í tísku,“ segir Arnar sjálfur í þættinum. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem það er nánast svona Hollywood-stjarna í íslensku deildinni,“ bendir Bjarni á. „Árið áður fóru þeir út að borða með æskuvinunum en ’95 var farið út að borða með Baltasar, Ingvari Þórðar og Helga Björns,“ segir Rósant og rifjar upp að skemmtistaðurinn Astró hafi verið aðalstaðurinn á þessum tíma. Það þótti merkilegt að komast á súluna á Astró, segir Arnar Gunnlaugs, en þar mátti meðal annars sjá nöfn söngkonunnar Mel B og grínistans Jerry Seinfeld, sem og nöfn Arnars og Bjarka.Skjáskot/A&B „Astró var einhvers konar klúbbur sem við munum aldrei sjá aftur á Íslandi. Það var að koma þessi nýja VIP-stemning. Þú keyptir stóra kampavínsflösku og fékkst nafnið þitt upp á vegg,“ segir Rósant. „Vildum ekki vera minni menn“ Jerry Seinfeld, Mel B, Fjölnir Þorgeirs og Skítamórall voru á meðal þeirra sem fengu nafnið sitt upp á súlu á Astró, með kaupum á veglegri kampavínsflösku, og að sjálfsögðu bættust nöfn Arnars og Bjarka við: „Það þótti merkilegt að komast á þessa súlu. Við vildum ekki vera minni menn en aðrar „stjörnur“ á þessum tíma. Við vorum fljótir að kaupa eina slíka [kampavínsflösku] og gott ef Eyjólfur Sverris fylgdi ekki með í kaupbæti,“ segir Arnar. „Enginn þeirra drakk sopa af þessu kampavíni en þetta var stemningin,“ segir Rósant og Bjarki tekur undir það: „Við vorum aldrei í neinu rugli. Engin drykkja á okkur eða neitt þannig. Við sóttum auðvitað skemmtistaði en fótboltinn var númer eitt, tvö og þrjú.“ Þættirnir um Arnar og Bjarka verða sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn ÍA A&B Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Brot úr fyrsta þætti, sem frumsýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöld, má sjá hér að neðan. Um er að ræða fjögurra þátta seríu og strax ljóst að um afar áhugaverða þætti er að ræða. Klippa: Heim til Íslands eins og súperstjörnur „Þegar þeir koma heim ’95 þá koma tvær súperstjörnur heim, það er ekki mikið flóknara,“ segir Bjarni Guðjónsson sem er sex árum yngri en tvíburarnir og man vel eftir því þegar þeir komu 22 ára í nokkuð stutt stopp heim á Akranes úr atvinnumennsku, áður en þeir héldu svo aftur út til Þýskalands. „Skagaliðið á þeim tíma var frábært, á þvílíkri siglingu í gegnum deildina, gaman á vellinum, en þeir koma samt heim og lyfta öllu. Ég held að þeir hafi ekki bara lyft fótboltanum uppi á Skaga heldur allri deildinni. Arnar var á þeim tíma sérstaklega áberandi og skoraði fimmtán mörk í sjö leikjum en svo var líka allt hitt. Auglýsingarnar, viðtölin í Séð og heyrt og þetta allt saman,“ segir Bjarni. „Fundum að við vorum í tísku“ „Það var ekkert leiðinlegt að fá athygli, ég viðurkenni það alveg. Við klæddum okkur vel upp og fundum fyrir því að við vorum í tísku,“ segir Arnar sjálfur í þættinum. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem það er nánast svona Hollywood-stjarna í íslensku deildinni,“ bendir Bjarni á. „Árið áður fóru þeir út að borða með æskuvinunum en ’95 var farið út að borða með Baltasar, Ingvari Þórðar og Helga Björns,“ segir Rósant og rifjar upp að skemmtistaðurinn Astró hafi verið aðalstaðurinn á þessum tíma. Það þótti merkilegt að komast á súluna á Astró, segir Arnar Gunnlaugs, en þar mátti meðal annars sjá nöfn söngkonunnar Mel B og grínistans Jerry Seinfeld, sem og nöfn Arnars og Bjarka.Skjáskot/A&B „Astró var einhvers konar klúbbur sem við munum aldrei sjá aftur á Íslandi. Það var að koma þessi nýja VIP-stemning. Þú keyptir stóra kampavínsflösku og fékkst nafnið þitt upp á vegg,“ segir Rósant. „Vildum ekki vera minni menn“ Jerry Seinfeld, Mel B, Fjölnir Þorgeirs og Skítamórall voru á meðal þeirra sem fengu nafnið sitt upp á súlu á Astró, með kaupum á veglegri kampavínsflösku, og að sjálfsögðu bættust nöfn Arnars og Bjarka við: „Það þótti merkilegt að komast á þessa súlu. Við vildum ekki vera minni menn en aðrar „stjörnur“ á þessum tíma. Við vorum fljótir að kaupa eina slíka [kampavínsflösku] og gott ef Eyjólfur Sverris fylgdi ekki með í kaupbæti,“ segir Arnar. „Enginn þeirra drakk sopa af þessu kampavíni en þetta var stemningin,“ segir Rósant og Bjarki tekur undir það: „Við vorum aldrei í neinu rugli. Engin drykkja á okkur eða neitt þannig. Við sóttum auðvitað skemmtistaði en fótboltinn var númer eitt, tvö og þrjú.“ Þættirnir um Arnar og Bjarka verða sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport.
Íslenski boltinn ÍA A&B Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira