Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 7. apríl 2025 18:05 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra og Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins ræddu fjármálaáætlunina í kvöldfréttum. Vísir/Anton Brink Þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu út á Alþingi síðdegis þegar Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra fór í ræðustól til að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026-2030. Þeir sögðust ekki treysta sér til þess að eiga umræður um áætlunina. Fyrri umræðu um fjármálaáætlunarinnar var frestað og málið tekið af dagskrá þingsins eftir fund þingflokksformanna með forseta Alþingis á fimmtudaginn. Þar voru miklar athugasemdir gerðar við fyrirkomulag fjármálaáætlunarinnar og skort á gögnum. Í upptöku á vef Alþingis má meðal annars sjá Sigurð Inga Jóhannsson þingmann Framsóknar og fyrrverandi fjármálaráðherra standa upp og yfirgefa þingsalinn meðan Inga gekk að ræðustólnum klukkan 16:54. Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður Stöðvar 2 ræddi uppákomuna við fjármálaráðherra og þingmann Miðflokksins í kvöldfréttum. Áhyggjur sagðar á rökum reistar „Það má segja að áhyggjur okkar á fimmtudaginn hafi verið á rökum reistar. Við tókum okkur helgina í að reyna að glöggva okkur á því hvort það væri hægt að eiga samtal við fagráðherra á grundvelli þess plaggs sem nú liggur fyrir,“ segir Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins. Að því loknu, auk samtals við fjármálaráðherra við upphaf umræðunnar í dag, hafi blasað við að ekki væri hægt að ræða það frekar. „Það er einfaldlega það mikið af gögnum sem eru ekki birt með fjármálaáætluninni núna, sem voru birt á netinu í fyrra og í prentuðu eintaki árin þar á undan, sem eru grundvöllur þeirrar umræðu sem við eigum við fagráðherrana um þeirra málefnasvið. Og þegar búið er að kippa því úr sambandi, þá er um lítið að tala. Því miður.“ Ósammála um innihald áætlunarinnar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að í fjármálaáætlun sé ekki gert ráð fyrir að umræddar upplýsingar komi fram. Svo hafi heldur ekki verið í fyrra. „Í fjármálaáætlun er ekki gert ráð fyrir að þessar upplýsingar komi fram, og gerðu það ekki í fyrra. Þannig að það var raunverulega búið að gera þessa breytingu á framsetningu fjármálaáætlunarinnar. Hún er niður á málefnasviðin og er þá eins og hún var í fyrra. Þingskjalið er að mestu óbreytt. Hér eru auðvitað nýjar áherslur, áherslur um jafnvægi í rekstri ríkisins og aðhald, sem koma glögglega fram í þessu tvö hundruð síðna skjali.“ Bergþór skýtur þá inn í og segist þurfa að leiðrétta Daða „einu sinni enn“. „En í plagginu í fyrra stendur beinlínis: Töflu um markmið og mælikvarða má skoða á vefnum fjarlög.is, ásamt stefnumótun um málefnasvið og málefnaflokka þess í heild. Þetta stendur við hvert einasta málefnasvið í öllu plagginu. Þannig að allar þessar upplýsingar voru aðgengilegar í fyrra og eru það ekki núna.“ Daði segir þá ekki sammála um hvernig málinu vindur fram. „Eins og ég sagði, það er alveg skýrt hvað á að vera í þessari áætlun og allt sem á að vera í henni er í henni.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Fyrri umræðu um fjármálaáætlunarinnar var frestað og málið tekið af dagskrá þingsins eftir fund þingflokksformanna með forseta Alþingis á fimmtudaginn. Þar voru miklar athugasemdir gerðar við fyrirkomulag fjármálaáætlunarinnar og skort á gögnum. Í upptöku á vef Alþingis má meðal annars sjá Sigurð Inga Jóhannsson þingmann Framsóknar og fyrrverandi fjármálaráðherra standa upp og yfirgefa þingsalinn meðan Inga gekk að ræðustólnum klukkan 16:54. Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður Stöðvar 2 ræddi uppákomuna við fjármálaráðherra og þingmann Miðflokksins í kvöldfréttum. Áhyggjur sagðar á rökum reistar „Það má segja að áhyggjur okkar á fimmtudaginn hafi verið á rökum reistar. Við tókum okkur helgina í að reyna að glöggva okkur á því hvort það væri hægt að eiga samtal við fagráðherra á grundvelli þess plaggs sem nú liggur fyrir,“ segir Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins. Að því loknu, auk samtals við fjármálaráðherra við upphaf umræðunnar í dag, hafi blasað við að ekki væri hægt að ræða það frekar. „Það er einfaldlega það mikið af gögnum sem eru ekki birt með fjármálaáætluninni núna, sem voru birt á netinu í fyrra og í prentuðu eintaki árin þar á undan, sem eru grundvöllur þeirrar umræðu sem við eigum við fagráðherrana um þeirra málefnasvið. Og þegar búið er að kippa því úr sambandi, þá er um lítið að tala. Því miður.“ Ósammála um innihald áætlunarinnar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að í fjármálaáætlun sé ekki gert ráð fyrir að umræddar upplýsingar komi fram. Svo hafi heldur ekki verið í fyrra. „Í fjármálaáætlun er ekki gert ráð fyrir að þessar upplýsingar komi fram, og gerðu það ekki í fyrra. Þannig að það var raunverulega búið að gera þessa breytingu á framsetningu fjármálaáætlunarinnar. Hún er niður á málefnasviðin og er þá eins og hún var í fyrra. Þingskjalið er að mestu óbreytt. Hér eru auðvitað nýjar áherslur, áherslur um jafnvægi í rekstri ríkisins og aðhald, sem koma glögglega fram í þessu tvö hundruð síðna skjali.“ Bergþór skýtur þá inn í og segist þurfa að leiðrétta Daða „einu sinni enn“. „En í plagginu í fyrra stendur beinlínis: Töflu um markmið og mælikvarða má skoða á vefnum fjarlög.is, ásamt stefnumótun um málefnasvið og málefnaflokka þess í heild. Þetta stendur við hvert einasta málefnasvið í öllu plagginu. Þannig að allar þessar upplýsingar voru aðgengilegar í fyrra og eru það ekki núna.“ Daði segir þá ekki sammála um hvernig málinu vindur fram. „Eins og ég sagði, það er alveg skýrt hvað á að vera í þessari áætlun og allt sem á að vera í henni er í henni.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira