Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. apríl 2025 13:02 Pláss er af skornum skammti í fangelsum landsins og því hefur reynst erfitt að vinna á löngum boðunarlistum í afplánun. Vísir/Arnar Halldórsson Óvenjumargir hafa sætt gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins undanfarna mánuði að sögn setts fangelsismálastjóra. Á sama tíma eru boðunarlistar í afplánun langir og færst hefur í vöxt á allra síðustu misserum að refsingar fyrnist. Nokkuð er einnig um að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar, en eru ekki grunaðir um refsiverða háttsemi, bíði í fangelsi þar til þeim er vísað úr landi. Það er þétt skipaður bekkurinn í fangelsum landsins að sögn Birgis Jónassonar setts fangelsismálastjóra. Þótt ákveðnar leiðir séu fyrir hendi til að koma í veg fyrir að fangelsin séu yfirfull sé lítið svigrúm eins og sakir standa nú til að bregðast við. „Það þarf auðvitað að vera ákveðið borð fyrir báru til þess að bregðast við einhverjum atvikum en auðvitað höfum ákveðnar leiðir til þess að kannski yfirfylla ekki alveg fangelsin, en það er eins og sakir standa ekki mikið svigrúm til þess að bregðast við því,“ segir Birgir. Birgir Jónasson er settur fangelsismálastjóri.Stöð 2 „Það má segja það að síðustu mánuði hafi verið óvenju margir sem sæta gæsluvarðhaldi, sem að auðvitað hefur þær afleiðingar að við getum ekki notað þau pláss fyrir afplánun, það eru einstaklinga sem bíða þá afplánunar.“ Fjöldi gæsluvarðhaldsfanga hverju sinni geti þannig haft keðjuverkandi áhrif inn í kerfinu. „Við erum auðvitað með boðunarlista og sá boðunarlisti er nokkuð langur og hann hefur ekki styst undanfarin ár og síðan er auðvitað alltaf fyrir hendi að refsingar fyrnist vegna þessa og það hefur færst eilítið í vöxt á allra síðustu misserum,“ segir Birgir. Gæsluvarðhaldsfangar í um 40% rýma Í flestum tilfellum fyrnist refsing áður en til afplánunar kemur og því alla jafna ekki gert hlé á afplánun sem þegar er hafin. Einhver dæmi voru þó um það á tímum heimsfaraldurs en slíkt heyrir til algjörra undantekninga að sögn Birgis. Alls eru um 180 rými í fangelsiskerfinu, bæði í opnum og lokuðum úrræðum, sem þó er ekki hægt að fullnýta eins og sakir standa nú. „Til dæmis á Litla-Hrauni, þar eru framkvæmdir, þar eru sirka ellefu pláss sem að við getum ekki nýtt nú um stundir þannig þetta eru um 170 pláss sem við erum með, og af þeim eru á milli 60 og 70 sem að eru í notkun vegna gæsluvarðhalds,“ útskýrir Birgir. Þá er nokkuð um það að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar úr landi séu vistaðir í fangelsum. „Já, það er eitthvað um það,“ segir Birgir. „Það er fólk í gæsluvarðhaldi vegna þess að það býður eftir brottvísun og hefur ekki landvistarleyfi.“ Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Smyglaði sér ofan í laug og lét furðulega gagnvart gestum Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Það er þétt skipaður bekkurinn í fangelsum landsins að sögn Birgis Jónassonar setts fangelsismálastjóra. Þótt ákveðnar leiðir séu fyrir hendi til að koma í veg fyrir að fangelsin séu yfirfull sé lítið svigrúm eins og sakir standa nú til að bregðast við. „Það þarf auðvitað að vera ákveðið borð fyrir báru til þess að bregðast við einhverjum atvikum en auðvitað höfum ákveðnar leiðir til þess að kannski yfirfylla ekki alveg fangelsin, en það er eins og sakir standa ekki mikið svigrúm til þess að bregðast við því,“ segir Birgir. Birgir Jónasson er settur fangelsismálastjóri.Stöð 2 „Það má segja það að síðustu mánuði hafi verið óvenju margir sem sæta gæsluvarðhaldi, sem að auðvitað hefur þær afleiðingar að við getum ekki notað þau pláss fyrir afplánun, það eru einstaklinga sem bíða þá afplánunar.“ Fjöldi gæsluvarðhaldsfanga hverju sinni geti þannig haft keðjuverkandi áhrif inn í kerfinu. „Við erum auðvitað með boðunarlista og sá boðunarlisti er nokkuð langur og hann hefur ekki styst undanfarin ár og síðan er auðvitað alltaf fyrir hendi að refsingar fyrnist vegna þessa og það hefur færst eilítið í vöxt á allra síðustu misserum,“ segir Birgir. Gæsluvarðhaldsfangar í um 40% rýma Í flestum tilfellum fyrnist refsing áður en til afplánunar kemur og því alla jafna ekki gert hlé á afplánun sem þegar er hafin. Einhver dæmi voru þó um það á tímum heimsfaraldurs en slíkt heyrir til algjörra undantekninga að sögn Birgis. Alls eru um 180 rými í fangelsiskerfinu, bæði í opnum og lokuðum úrræðum, sem þó er ekki hægt að fullnýta eins og sakir standa nú. „Til dæmis á Litla-Hrauni, þar eru framkvæmdir, þar eru sirka ellefu pláss sem að við getum ekki nýtt nú um stundir þannig þetta eru um 170 pláss sem við erum með, og af þeim eru á milli 60 og 70 sem að eru í notkun vegna gæsluvarðhalds,“ útskýrir Birgir. Þá er nokkuð um það að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar úr landi séu vistaðir í fangelsum. „Já, það er eitthvað um það,“ segir Birgir. „Það er fólk í gæsluvarðhaldi vegna þess að það býður eftir brottvísun og hefur ekki landvistarleyfi.“
Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Smyglaði sér ofan í laug og lét furðulega gagnvart gestum Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira