Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. apríl 2025 21:31 Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri SVEIT. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir veitingahús ekki sækjast frekar eftir því að ráða ófagmenntaða starfsmenn. Erfið rekstrarskilyrði undanfarin ár hafi valdið því að hallað hafi á fagmenntað starfsfólk. Vilji sé til að bæta úr því. Rætt var við Ragnar Þór Antonsson á Vísi í dag en Ragnar er með sveinspróf í framreiðslu. Hann var eini faglærði þjónninn í starfi sínu á hóteli í Reykjavík en var sá eini sem var rekinn. Hann finnur nú hvergi nýtt starf og segir upplifun sína vera þá að veitingastaðir taki ófaglært starfsfólk fram yfir fagmenntaða. Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir það ekki vera raunin. Vilja byggja upp greinina á fagmennsku „Nei, ég myndi segja að það væri ekki þannig þó svo að kannski upplifun hans akkúrat núna sé sú. Það eru einfaldlega bara aðstæðurnar sem eru erfiðar og auðvitað viljum við veitingamenn byggja okkar grein á fagmennsku.“ Undanfarin tíu ár hafi rekstrarskilyrði veitingahúsa verið afar erfið. Formaður stéttarfélagsins MATVÍS lýsti yfir áhyggjum af stöðu fagmenntaðra í veitingageiranum í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og segist Aðalgeir taka undir þær áhyggjur. Hann sé opinn í samtal um að bæta úr stöðunni. „Greinin er búin að ganga í gengum erfiða tíma síðasta áratug myndi ég nú segja. Svigrúmið er lítið. Síðustu tvö ár hafa verið sérstaklega slæm rekstrarlega og árið í ár byrjar hægt. En framtíðin held ég er nú björt þannig ég held það sé nú bara tímaspursmál fyrir þennan flotta dreng að finna sér starf.“ „Við viljum ræða við MATVÍS og við viljum helst til finna greininni einn hatt ófaglærðra og faglærðra því þar getum við líka búið til góðar tengingar fyrir hugsanlega þá ófaglærðu sem byrja sem ófaglærðir, sjá þá fyrirmyndir í þeim faglærðum og þannig er einn hluti aðdráttarafls greinarinnar.“ Veitingastaðir Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira
Rætt var við Ragnar Þór Antonsson á Vísi í dag en Ragnar er með sveinspróf í framreiðslu. Hann var eini faglærði þjónninn í starfi sínu á hóteli í Reykjavík en var sá eini sem var rekinn. Hann finnur nú hvergi nýtt starf og segir upplifun sína vera þá að veitingastaðir taki ófaglært starfsfólk fram yfir fagmenntaða. Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir það ekki vera raunin. Vilja byggja upp greinina á fagmennsku „Nei, ég myndi segja að það væri ekki þannig þó svo að kannski upplifun hans akkúrat núna sé sú. Það eru einfaldlega bara aðstæðurnar sem eru erfiðar og auðvitað viljum við veitingamenn byggja okkar grein á fagmennsku.“ Undanfarin tíu ár hafi rekstrarskilyrði veitingahúsa verið afar erfið. Formaður stéttarfélagsins MATVÍS lýsti yfir áhyggjum af stöðu fagmenntaðra í veitingageiranum í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og segist Aðalgeir taka undir þær áhyggjur. Hann sé opinn í samtal um að bæta úr stöðunni. „Greinin er búin að ganga í gengum erfiða tíma síðasta áratug myndi ég nú segja. Svigrúmið er lítið. Síðustu tvö ár hafa verið sérstaklega slæm rekstrarlega og árið í ár byrjar hægt. En framtíðin held ég er nú björt þannig ég held það sé nú bara tímaspursmál fyrir þennan flotta dreng að finna sér starf.“ „Við viljum ræða við MATVÍS og við viljum helst til finna greininni einn hatt ófaglærðra og faglærðra því þar getum við líka búið til góðar tengingar fyrir hugsanlega þá ófaglærðu sem byrja sem ófaglærðir, sjá þá fyrirmyndir í þeim faglærðum og þannig er einn hluti aðdráttarafls greinarinnar.“
Veitingastaðir Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira