Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. apríl 2025 13:37 Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir takmarkanir á Rauða þræðinum gerðar til þess að lægja öldurnar. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hefur ákveðið að takmarka virkni meðlima í Rauða þræðinum við eina færslu á dag og ein ummæli á klukkustund. Forysta flokksins hefur verið sökuð um ólýðræðisleg vinnubrögð en Gunnar Smári segir ákveðinn hóp stefna að Maóískri menningarbyltingu innan flokksins. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar, greindi frá breytingunum í færslu á Facebook-síðunni Rauða þræðinum í hádeginu í dag. Þar sagði hann að framkvæmdastjórn flokksins hefði samþykkt á fundi fyrir nokkrum vikum að „hægja á því fólki sem hefur að mörgu leyti lagt undir sig þennan vettvang, sett hér inn marga statusa á dag og kommentað á mínútu fresti.“ Gunnar Smári Egilsson er ritstjóri Samstöðvarinnar, einn af stofnendum Sósíalistaflokksins og formaður framkvæmdarstjórnar flokksins. Stjórnendur síðunnar hafi sett þær skorður á fólk að það geti aðeins sett inn einn status á dag á síðuna og jafnframt ein ummæli á hverri klukkustund. Ætla má að slík ummælatakmörkun hamli verulega skoðanaskiptum og samræðum í hópnum. „Þetta er regla sem gildir um alla. Fyrst er fólk settar þessar skorður í viku, en síðan lengur ef þurfa þykir. Þessar reglur eru settar til að kæla aðeins niður hitann sem hér kviknar á þráðum,“ sagði Gunnar í færslunni. „Hugmyndin hefur alltaf verið að sú, að þetta sé vettvangur fyrir umræðu um pólitík og samfélag. Þá fer ekki vel að fólk sé hrópandi og æst. Það er fráhrindandi fyrir þau sem vilja taka þátt,“ sagði hann að lokum. „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út“ Ákvörðunin hefur strax vakið viðbrögð meðlima síðunnar. „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út, svo allir athugi,“ skrifaði Kristján Héðinn Gíslason í ummælum við færsluna. „Þetta er bara húsreglur, viðbrögð við kvörtunum yfir yfirgangi örfárra inn í þessum hópi, fólki sem hefur lítið taumhald á sjálfu sér. Það má vel vera að því standi ógn af minnstu kurteisisreglum, en þá verður svo bara að vera. Ég held að meginþorri þeirra sem hér kíkja inn sé fenginn að hér heyrist fleiri raddir,“ svaraði Gunnar Smári þá. Sjá einnig: Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Kristján er faðir Karls Héðins, forseta ungra Sósíalista, sem sagði sig úr kosningastjórn Sósíalistaflokksins um miðjan síðasta mánuð í mótmælaskyni, sakaði Gunnar Smára um „ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot“ og sagði forystu flokksins hunsa lýðræðislega gagnrýni. Gunnar Smári boðaði til flokksfundar sama kvöld til að ræða ásakanirnar innan flokksins. Formenn þriggja stjórna flokksins, þær Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sara Stef. Hildardóttir og María Pétursdóttir, birtu yfirlýsingu samdægurs þar sem þær höfnuðu ásökunum Karls. Almenn ánægja væri innan flokksins með flokkstarfið, stefnuna og áhrif flokksins á samfélagsumræðuna. Degi síðar steig Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalista, fram og sagði hluta þeirrar ástæðu að hann hætti í borgarstjórn vera pressu frá Gunnari Smára. Innan flokksins ríkti óheilbrigð menning, þöggun og valdníðsla undir yfirskini baráttu. Gunnar Smári svaraði ásökunum mannanna tveggja fullum hálsi með færslu í Rauða þræðinum þann 21. mars. Þar sagði hann hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. Í færslunni sagði hann óöld ríkja í Sósíalistaflokknum og marga hafa misst fótanna í gerningaveðrinu sem Karl Héðinn magnaði upp. Enn fremur hafi Karl notað ásakanirnar „til að vekja athygli á sér í fjölmiðlum hægrisins og fæla aðra frá því að verja flokkinn fyrir árásum hans.“ Sagðist Gunnar ekki myndu láta undan loddaraskap Karls Héðins eða þöggunartilburðum fylgjenda hans, hann myndi beita sér gegn tilraunum til að eyðileggja flokkinn. Takmörkun á virkni meðlima Rauða þráðarins virðist vera liður í því eða allavega ein leið til að róa öldurnar. Sósíalistaflokkurinn Samfélagsmiðlar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar, greindi frá breytingunum í færslu á Facebook-síðunni Rauða þræðinum í hádeginu í dag. Þar sagði hann að framkvæmdastjórn flokksins hefði samþykkt á fundi fyrir nokkrum vikum að „hægja á því fólki sem hefur að mörgu leyti lagt undir sig þennan vettvang, sett hér inn marga statusa á dag og kommentað á mínútu fresti.“ Gunnar Smári Egilsson er ritstjóri Samstöðvarinnar, einn af stofnendum Sósíalistaflokksins og formaður framkvæmdarstjórnar flokksins. Stjórnendur síðunnar hafi sett þær skorður á fólk að það geti aðeins sett inn einn status á dag á síðuna og jafnframt ein ummæli á hverri klukkustund. Ætla má að slík ummælatakmörkun hamli verulega skoðanaskiptum og samræðum í hópnum. „Þetta er regla sem gildir um alla. Fyrst er fólk settar þessar skorður í viku, en síðan lengur ef þurfa þykir. Þessar reglur eru settar til að kæla aðeins niður hitann sem hér kviknar á þráðum,“ sagði Gunnar í færslunni. „Hugmyndin hefur alltaf verið að sú, að þetta sé vettvangur fyrir umræðu um pólitík og samfélag. Þá fer ekki vel að fólk sé hrópandi og æst. Það er fráhrindandi fyrir þau sem vilja taka þátt,“ sagði hann að lokum. „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út“ Ákvörðunin hefur strax vakið viðbrögð meðlima síðunnar. „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út, svo allir athugi,“ skrifaði Kristján Héðinn Gíslason í ummælum við færsluna. „Þetta er bara húsreglur, viðbrögð við kvörtunum yfir yfirgangi örfárra inn í þessum hópi, fólki sem hefur lítið taumhald á sjálfu sér. Það má vel vera að því standi ógn af minnstu kurteisisreglum, en þá verður svo bara að vera. Ég held að meginþorri þeirra sem hér kíkja inn sé fenginn að hér heyrist fleiri raddir,“ svaraði Gunnar Smári þá. Sjá einnig: Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Kristján er faðir Karls Héðins, forseta ungra Sósíalista, sem sagði sig úr kosningastjórn Sósíalistaflokksins um miðjan síðasta mánuð í mótmælaskyni, sakaði Gunnar Smára um „ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot“ og sagði forystu flokksins hunsa lýðræðislega gagnrýni. Gunnar Smári boðaði til flokksfundar sama kvöld til að ræða ásakanirnar innan flokksins. Formenn þriggja stjórna flokksins, þær Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sara Stef. Hildardóttir og María Pétursdóttir, birtu yfirlýsingu samdægurs þar sem þær höfnuðu ásökunum Karls. Almenn ánægja væri innan flokksins með flokkstarfið, stefnuna og áhrif flokksins á samfélagsumræðuna. Degi síðar steig Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalista, fram og sagði hluta þeirrar ástæðu að hann hætti í borgarstjórn vera pressu frá Gunnari Smára. Innan flokksins ríkti óheilbrigð menning, þöggun og valdníðsla undir yfirskini baráttu. Gunnar Smári svaraði ásökunum mannanna tveggja fullum hálsi með færslu í Rauða þræðinum þann 21. mars. Þar sagði hann hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. Í færslunni sagði hann óöld ríkja í Sósíalistaflokknum og marga hafa misst fótanna í gerningaveðrinu sem Karl Héðinn magnaði upp. Enn fremur hafi Karl notað ásakanirnar „til að vekja athygli á sér í fjölmiðlum hægrisins og fæla aðra frá því að verja flokkinn fyrir árásum hans.“ Sagðist Gunnar ekki myndu láta undan loddaraskap Karls Héðins eða þöggunartilburðum fylgjenda hans, hann myndi beita sér gegn tilraunum til að eyðileggja flokkinn. Takmörkun á virkni meðlima Rauða þráðarins virðist vera liður í því eða allavega ein leið til að róa öldurnar.
Sósíalistaflokkurinn Samfélagsmiðlar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira