Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. mars 2025 18:45 María, Sara og Sanna eru formenn stjórna Sósíalistaflokksins. Sósíalistaflokkurinn/Golli/Vilhelm „Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins síðastliðna helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“ Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, formanns kosningastjórnar Sósíalistaflokksins, Söru Stef. Hildardóttur, varaformanns, framkvæmdastjórnar flokksins og Maríu Pétursdóttur, formanns málefnastjórnar flokksins í Facebook hóp Sósíalistaflokksins. Karl Héðinn Kristjánsson, forseti ungra Sósíalista, greindi frá því í dag að hann hefði sagt sig úr kosningastjórn flokksins. Hann sagðist útskúfaður fyrir að segja sannleikann um „ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot“ Gunnars Smára Egilssonar, formanns framkvæmdastjórnar flokksins. „Ég get ekki lengur starfað innan forystu sem hunsar lýðræðislega gagnrýni, viðheldur óheilbrigðri menningu og refsar þeim sem benda á vandamálin,“ sagði hann meðal annars. Gunnar Smári boðaði til skyndifundar í kvöld vegna málsins. Fram kemur í yfirlýsingu Sönnu, Söru og Maríu að flokkurinn hafi nýverið sent út könnun meðal félaga um ánægju þeirra með flokksstarfið, stefnuna og þau áhrif sem flokkurinn hafi haft á samfélagsumræðu síðastliðin ár. „Almenn ánægja þeirra 15% félaga sem svöruðu var yfir 90% í öllum spurningum nema um niðurstöður kosninganna. Vinnufundur kosningarstjórnar, sem Karl Héðinn vísar til, sátu 1,5% félaga. Niðurstöður félagskönnunarinnar sýna því að almenn ánægja ríkir um starf Sósíalistaflokksins og endurspegla engan veginn vantraust á formann framkvæmdastjórnar, Gunnar Smára Egilsson.“ Sósíalistaflokkur Íslands sé breiðfylking fólks sem byggir á grasrótarstarfi og lýðræðislegum vinnubrögðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, formanns kosningastjórnar Sósíalistaflokksins, Söru Stef. Hildardóttur, varaformanns, framkvæmdastjórnar flokksins og Maríu Pétursdóttur, formanns málefnastjórnar flokksins í Facebook hóp Sósíalistaflokksins. Karl Héðinn Kristjánsson, forseti ungra Sósíalista, greindi frá því í dag að hann hefði sagt sig úr kosningastjórn flokksins. Hann sagðist útskúfaður fyrir að segja sannleikann um „ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot“ Gunnars Smára Egilssonar, formanns framkvæmdastjórnar flokksins. „Ég get ekki lengur starfað innan forystu sem hunsar lýðræðislega gagnrýni, viðheldur óheilbrigðri menningu og refsar þeim sem benda á vandamálin,“ sagði hann meðal annars. Gunnar Smári boðaði til skyndifundar í kvöld vegna málsins. Fram kemur í yfirlýsingu Sönnu, Söru og Maríu að flokkurinn hafi nýverið sent út könnun meðal félaga um ánægju þeirra með flokksstarfið, stefnuna og þau áhrif sem flokkurinn hafi haft á samfélagsumræðu síðastliðin ár. „Almenn ánægja þeirra 15% félaga sem svöruðu var yfir 90% í öllum spurningum nema um niðurstöður kosninganna. Vinnufundur kosningarstjórnar, sem Karl Héðinn vísar til, sátu 1,5% félaga. Niðurstöður félagskönnunarinnar sýna því að almenn ánægja ríkir um starf Sósíalistaflokksins og endurspegla engan veginn vantraust á formann framkvæmdastjórnar, Gunnar Smára Egilsson.“ Sósíalistaflokkur Íslands sé breiðfylking fólks sem byggir á grasrótarstarfi og lýðræðislegum vinnubrögðum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira