Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. apríl 2025 22:54 Sigríður Á. Andersen er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir/Vilhelm Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að leyfilegur hámarksfjöldi borgarfulltrúa verði 23, en ekki 31 eins og í núgildandi lögum. Sigríður Á. Andersen er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, en hún hefur áður lagt fram sambærilegt mál á þingi árið 2015. Lagðar eru til breytingar á 11. grein sveitarstjórnarlaga um fjölda fulltrúa í sveitarstjórn. Í fimmta lið elleftu greinar er kveðið á um að í sveitarfélögum þar sem íbúar eru 100.000 eða fleiri skuli vera 23-31 aðalmaður. Lagt er til að fimmti liður verði felldur brott og í staðinn muni fjórði töluliður orðast svo: „Þar sem íbúar eru fleiri en 50.000: 15-23 aðalmenn. Hlutfall borgarfulltrúa á íbúa langhæst í Reykjavík í samanburði við Norðurlönd Fram kemur í greinargerð frumvarpsins í Reykjavík séu 5.900 íbúar á borgarfulltrúa. Í samanburði við aðrar höfuðborgir á Norðurlöndunum sé hlutfall borgarfulltrúa á íbúa langhæst í Reykjavík. Í Kaupmannahöfn eru 11.600 íbúar á borgarfulltrúa, í Ósló eru 11.960 íbúar á borgarfulltrúa, í Stokkhólmi eru 9.740 íbúar á borgarfulltrúa og í Helsinki eru 7.740 íbúar á borgarfulltrúa. „Borgarfulltrúar í Reykjavík eru nú þegar orðnir 23 og hafa aldrei verið fleiri. Á kjörtímabilinu 1978–1982 var ákveðið að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 21 en strax á næsta kjörtímabili ákvað borgarstjórn að fækka þeim aftur í 15 og hefur síðan ekki séð ástæðu til að fjölga þeim aftur.“ „Í Reykjavík eru allir borgarfulltrúar í fullu starfi og fyrsti varamaður fyrir hvern stjórnmálaflokk er einnig á fullum launum þótt lægri séu en laun borgarfulltrúa. Það má því segja að 31 kjörinn fulltrúi starfi á fullum launum við að sinna borgarmálum. Annars staðar á Norðurlöndum eru það einkum borgarráðsfulltrúar sem eru í fullu starfi í borgarstjórn. Aðrir borgarfulltrúar eru í hlutastarfi og starfa gjarnan við annað samhliða.“ Miðflokkurinn Alþingi Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Lagðar eru til breytingar á 11. grein sveitarstjórnarlaga um fjölda fulltrúa í sveitarstjórn. Í fimmta lið elleftu greinar er kveðið á um að í sveitarfélögum þar sem íbúar eru 100.000 eða fleiri skuli vera 23-31 aðalmaður. Lagt er til að fimmti liður verði felldur brott og í staðinn muni fjórði töluliður orðast svo: „Þar sem íbúar eru fleiri en 50.000: 15-23 aðalmenn. Hlutfall borgarfulltrúa á íbúa langhæst í Reykjavík í samanburði við Norðurlönd Fram kemur í greinargerð frumvarpsins í Reykjavík séu 5.900 íbúar á borgarfulltrúa. Í samanburði við aðrar höfuðborgir á Norðurlöndunum sé hlutfall borgarfulltrúa á íbúa langhæst í Reykjavík. Í Kaupmannahöfn eru 11.600 íbúar á borgarfulltrúa, í Ósló eru 11.960 íbúar á borgarfulltrúa, í Stokkhólmi eru 9.740 íbúar á borgarfulltrúa og í Helsinki eru 7.740 íbúar á borgarfulltrúa. „Borgarfulltrúar í Reykjavík eru nú þegar orðnir 23 og hafa aldrei verið fleiri. Á kjörtímabilinu 1978–1982 var ákveðið að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 21 en strax á næsta kjörtímabili ákvað borgarstjórn að fækka þeim aftur í 15 og hefur síðan ekki séð ástæðu til að fjölga þeim aftur.“ „Í Reykjavík eru allir borgarfulltrúar í fullu starfi og fyrsti varamaður fyrir hvern stjórnmálaflokk er einnig á fullum launum þótt lægri séu en laun borgarfulltrúa. Það má því segja að 31 kjörinn fulltrúi starfi á fullum launum við að sinna borgarmálum. Annars staðar á Norðurlöndum eru það einkum borgarráðsfulltrúar sem eru í fullu starfi í borgarstjórn. Aðrir borgarfulltrúar eru í hlutastarfi og starfa gjarnan við annað samhliða.“
Miðflokkurinn Alþingi Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira