Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2025 12:32 James Tarkowski bað Alexis Mac Allister afsökunar eftir leik Liverpool og Everton í fyrradag. getty/Richard Martin-Roberts Everton hefur fordæmt morðhótanir sem James Tarkowski, leikmanni liðsins, og fjölskyldu hans hafa borist eftir leikinn gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudaginn. Tarkowski braut gróflega á Alexis Mac Allister snemma leiks en slapp með gult spjald. Dómarasamtök ensku úrvalsdeildarinnar viðurkenndu síðan að Tarkowski hefði átt að fá rautt spjald fyrir tæklinguna. Stuðningsmenn Liverpool voru margir hverjir ósáttir við Tarkowski og sumir gengu svo langt að senda honum og fjölskyldu hans lífslátshótanir. Eiginkona hans, Samantha, greindi frá því á Instagram og sagði hótanirnar viðbjóðslegar. Everton hefur núna fordæmt hótanirnar sem Tarkowski hafa borist frá leiknum gegn Liverpool. „Everton er meðvitað um hótanirnar sem James Tarkowski og fjölskylda hans hafa fengið á samfélagsmiðlum. Slík hegðun er algjörlega óásættanleg og á sér engan stað í fótboltanum eða samfélaginu,“ segir í yfirlýsingu frá Everton. „Félagið vinnur með James og konu hans, Samönthu, er tilbúið vinna með samfélagsmiðlafyrirtækjunum og aðstoða lögregluna við hvers konar rannsókn. Everton fordæmir hvers kyns hótanir og níð í garð leikmanna, starfsfólks eða fjölskyldna þeirra.“ Liverpool vann leikinn á Anfield, 1-0, með marki Diogos Jota. Liðið er með tólf stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en Everton er í 15. sæti. Tarkowski og félagar í Everton fá Arsenal í heimsókn í hádeginu á morgun. Liverpool mætir hins vegar Fulham á Craven Cottage á sunnudaginn. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Sjá meira
Tarkowski braut gróflega á Alexis Mac Allister snemma leiks en slapp með gult spjald. Dómarasamtök ensku úrvalsdeildarinnar viðurkenndu síðan að Tarkowski hefði átt að fá rautt spjald fyrir tæklinguna. Stuðningsmenn Liverpool voru margir hverjir ósáttir við Tarkowski og sumir gengu svo langt að senda honum og fjölskyldu hans lífslátshótanir. Eiginkona hans, Samantha, greindi frá því á Instagram og sagði hótanirnar viðbjóðslegar. Everton hefur núna fordæmt hótanirnar sem Tarkowski hafa borist frá leiknum gegn Liverpool. „Everton er meðvitað um hótanirnar sem James Tarkowski og fjölskylda hans hafa fengið á samfélagsmiðlum. Slík hegðun er algjörlega óásættanleg og á sér engan stað í fótboltanum eða samfélaginu,“ segir í yfirlýsingu frá Everton. „Félagið vinnur með James og konu hans, Samönthu, er tilbúið vinna með samfélagsmiðlafyrirtækjunum og aðstoða lögregluna við hvers konar rannsókn. Everton fordæmir hvers kyns hótanir og níð í garð leikmanna, starfsfólks eða fjölskyldna þeirra.“ Liverpool vann leikinn á Anfield, 1-0, með marki Diogos Jota. Liðið er með tólf stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en Everton er í 15. sæti. Tarkowski og félagar í Everton fá Arsenal í heimsókn í hádeginu á morgun. Liverpool mætir hins vegar Fulham á Craven Cottage á sunnudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Sjá meira