Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2025 15:23 Steinþór Einarsson hefur verið staðgengill sviðsstjóra síðan Eiríkur Björn Björgvinsson var kjörinn þingmaður Viðreisnar á Alþingi í lok nóvember. Róbert Reynisson Steinþór Einarsson hefur verið ráðinn í starf sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar. Hann tekur við starfinu af Eiríki Birni Björgvinssyni sem er í fimm ára leyfi frá borginni eftir að hafa verið kjörinn á þing fyrir Viðreisn í nóvember í fyrra. Borgarráð samþykkti ráðningu Steinþórs í dag. Steinþór hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra stjórnsýslu á menningar- og íþróttasviði frá árinu 2023 ásamt því að vera staðgengill sviðsstjóra, en hann hefur verið starfandi sviðsstjóri frá nóvember 2024. Steinþór er með íþróttakennarapróf sem grunn- og framhaldsskólakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni og diplóma í markaðs- og útflutningsfræði frá Háskóla Íslands. Hann starfaði sem íþróttakennari við Foldaskóla í þrjú ár og tók svo til starfa hjá íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar (ÍTR) þar sem hann var skrifstofustjóri rekstrar- og þjónustu í 25 ár. Steinþór hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra stjórnsýslu á menningar- og íþróttasviði frá árinu 2023 en meðfram störfum sínum hefur hann verið staðgengill sviðsstjóra til margra ára og starfandi sviðsstjóri frá nóvember 2024. Auk þess má geta að hann hefur verið formaður félags stjórnenda hjá Reykjavíkurborg og verið fulltrúi Reykjavíkurborgar í alþjóðlegu samstarfi á sviði íþrótta- og tómstundamála. Starf sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar var auglýst laust til umsóknar í lok janúar síðastliðinn þar sem fyrrverandi sviðsstjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson, var kjörinn á Alþingi. Borgarráð samþykkti beiðni hans um tímabundið leyfi frá störfum sem geti staðið í allt að fimm ár. Alls bárust 54 umsóknir um starfið en tólf umsækjendur drógu umsóknir sína til baka. Í samræmi við reglur um ráðningar borgarráðs í æðstu stjórnunarstöður var skipuð ráðgefandi hæfnisnefnd. Í lokaskýrslu ráðgefandi hæfnisnefndar til borgarráðs segir að það sé mat hæfnisnefndar að Steinþór Einarsson sé best til þess fallinn að taka við starfi sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar. Samkvæmt umsögn ráðgefandi hæfnisnefndar byggir það meðal annars á yfirgripsmikilli þekkingu hans á málaflokkum sviðsins og því að „hann hefur, í gegnum árin, leitt fjölda stefnumótandi verkefna og hefur skýra framtíðarsýn á málaflokka menningar og íþrótta, mikilvægi jafnvægis þeirra á milli og samlegðartækifæri.“ Þá kom fram í umsögnum að Steinþór væri vel liðinn og öflugur stjórnandi sem ætti auðvelt með að fá fólk með sér. Reykjavík Alþingi Viðreisn Vistaskipti Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira
Borgarráð samþykkti ráðningu Steinþórs í dag. Steinþór hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra stjórnsýslu á menningar- og íþróttasviði frá árinu 2023 ásamt því að vera staðgengill sviðsstjóra, en hann hefur verið starfandi sviðsstjóri frá nóvember 2024. Steinþór er með íþróttakennarapróf sem grunn- og framhaldsskólakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni og diplóma í markaðs- og útflutningsfræði frá Háskóla Íslands. Hann starfaði sem íþróttakennari við Foldaskóla í þrjú ár og tók svo til starfa hjá íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar (ÍTR) þar sem hann var skrifstofustjóri rekstrar- og þjónustu í 25 ár. Steinþór hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra stjórnsýslu á menningar- og íþróttasviði frá árinu 2023 en meðfram störfum sínum hefur hann verið staðgengill sviðsstjóra til margra ára og starfandi sviðsstjóri frá nóvember 2024. Auk þess má geta að hann hefur verið formaður félags stjórnenda hjá Reykjavíkurborg og verið fulltrúi Reykjavíkurborgar í alþjóðlegu samstarfi á sviði íþrótta- og tómstundamála. Starf sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar var auglýst laust til umsóknar í lok janúar síðastliðinn þar sem fyrrverandi sviðsstjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson, var kjörinn á Alþingi. Borgarráð samþykkti beiðni hans um tímabundið leyfi frá störfum sem geti staðið í allt að fimm ár. Alls bárust 54 umsóknir um starfið en tólf umsækjendur drógu umsóknir sína til baka. Í samræmi við reglur um ráðningar borgarráðs í æðstu stjórnunarstöður var skipuð ráðgefandi hæfnisnefnd. Í lokaskýrslu ráðgefandi hæfnisnefndar til borgarráðs segir að það sé mat hæfnisnefndar að Steinþór Einarsson sé best til þess fallinn að taka við starfi sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar. Samkvæmt umsögn ráðgefandi hæfnisnefndar byggir það meðal annars á yfirgripsmikilli þekkingu hans á málaflokkum sviðsins og því að „hann hefur, í gegnum árin, leitt fjölda stefnumótandi verkefna og hefur skýra framtíðarsýn á málaflokka menningar og íþrótta, mikilvægi jafnvægis þeirra á milli og samlegðartækifæri.“ Þá kom fram í umsögnum að Steinþór væri vel liðinn og öflugur stjórnandi sem ætti auðvelt með að fá fólk með sér.
Reykjavík Alþingi Viðreisn Vistaskipti Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira