„Mótlætið styrkir mann“ Aron Guðmundsson skrifar 2. apríl 2025 17:31 Andrea Rán í leik með íslenska landsliðinu gegn Sviss á dögunum Vísir/Getty Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir upplifði mikið stolt og gleði með að fá aftur tækifæri til að spila fyrir íslenska landsliðið í síðasta verkefni liðsins. Hún var valin aftur núna fyrir komandi leiki liðsins sem hún segir liðið spila fyrir Glódísi Perlu sem er fjarverandi vegna meiðsla. Andrea, sem spilar með Tamba Bay Sun í USL ofurdeildinni í Bandaríkjunum, sneri aftur í íslenska landsliðið eftir um fjögurra ára fjarveru í síðasta landsliðsverkefni og spilaði gegn Sviss og Frakklandi í fyrstu leikjum Íslands í Þjóðadeildinni þetta árið. Klippa: Andrea Rán fyrir leiki í Þjóðadeild „Það var bara mikil gleði og stolt sem fylgdi því að vera komin aftur. Það var einhvern veginn erfitt að búast við einhverjum ákveðnum hlutum en maður er alltaf bara tilbúin ef kallið skildi koma. Mótlætið styrkir mann,“ segir Andrea en hún átti í góðum samskiptum við Þorstein landsliðsþjálfara í aðdraganda verkefnisins. „Hann var í sambandi við mig þegar leið að þessum verkefnum og hefur verið að fylgjast með mér, það er gott að vita af því.“ Og tilfinningin sem fylgdi því að spila aftur fyrir land og þjóð var í betri kantinum. „Ég var bara svo stolt yfir því að klæðast landsliðstreyjunni aftur og spila fyrir landsliðið. Stolt er eiginlega bara orðið sem lýsir því.“ Þetta er annað landsliðsverkefnið í röð sem Andrea Rán tekur þátt í, hún stefnir á sæti í EM hópi Íslands. „Við gerum það allar. Það er mikil samkeppni, hún er af hinu góða.“ Markmiðið sé að sækja sigur gegn Noregi á föstudaginn. „Við förum í alla leiki til að taka þrjú stig, við tökum þetta dag fyrir dag, leik fyrir leik og stefnum á þrjú stig.“ Íslenska landsliðið verður án fyrirliða síns og besta leikmanns í komandi leikjum, Glódís Perla Viggósdóttir er frá vegna meiðsla og hennar er sárt saknað. „Að sjálfsögðu söknum við hennar mikið. Hún er sterkur leiðtogi liðsins og hefur alltaf verið hérna en það kemur bara maður í manns stað og við ætlum að spila fyrir hana, gera hana stolta.“ Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Andrea, sem spilar með Tamba Bay Sun í USL ofurdeildinni í Bandaríkjunum, sneri aftur í íslenska landsliðið eftir um fjögurra ára fjarveru í síðasta landsliðsverkefni og spilaði gegn Sviss og Frakklandi í fyrstu leikjum Íslands í Þjóðadeildinni þetta árið. Klippa: Andrea Rán fyrir leiki í Þjóðadeild „Það var bara mikil gleði og stolt sem fylgdi því að vera komin aftur. Það var einhvern veginn erfitt að búast við einhverjum ákveðnum hlutum en maður er alltaf bara tilbúin ef kallið skildi koma. Mótlætið styrkir mann,“ segir Andrea en hún átti í góðum samskiptum við Þorstein landsliðsþjálfara í aðdraganda verkefnisins. „Hann var í sambandi við mig þegar leið að þessum verkefnum og hefur verið að fylgjast með mér, það er gott að vita af því.“ Og tilfinningin sem fylgdi því að spila aftur fyrir land og þjóð var í betri kantinum. „Ég var bara svo stolt yfir því að klæðast landsliðstreyjunni aftur og spila fyrir landsliðið. Stolt er eiginlega bara orðið sem lýsir því.“ Þetta er annað landsliðsverkefnið í röð sem Andrea Rán tekur þátt í, hún stefnir á sæti í EM hópi Íslands. „Við gerum það allar. Það er mikil samkeppni, hún er af hinu góða.“ Markmiðið sé að sækja sigur gegn Noregi á föstudaginn. „Við förum í alla leiki til að taka þrjú stig, við tökum þetta dag fyrir dag, leik fyrir leik og stefnum á þrjú stig.“ Íslenska landsliðið verður án fyrirliða síns og besta leikmanns í komandi leikjum, Glódís Perla Viggósdóttir er frá vegna meiðsla og hennar er sárt saknað. „Að sjálfsögðu söknum við hennar mikið. Hún er sterkur leiðtogi liðsins og hefur alltaf verið hérna en það kemur bara maður í manns stað og við ætlum að spila fyrir hana, gera hana stolta.“
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira