Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. apríl 2025 12:11 Kona lést þegar grjót hrundi á bíl hennar úr Steinafjalli á mánudag. Hún var erlendur ferðamaður. Vísir/stefán Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði kveðst sleginn vegna banaslyss sem varð á mánudaginn þegar grjót hrundi niður Steinafjall og á bifreið. Honum finnst fullmikið að segja að Vegagerðin hafi fengið ítrekaðar ábendingar um hættuna þótt hún hafi verið meðvituð um vandann en strax verði ráðist í að skoða hvort ekki sé hægt að ráðast í framkvæmdir við vegarkaflann. Síðastliðinn mánudag varð banaslys rétt vestan við Holtsós á Suðurlandi þegar grjót hrundi á bíl á ferð með þeim afleiðingum að kvenkyns ferðamaður lést. Fréttastofa virti fyrir sér aðstæður við slysstað í gær en á stuttum vegarkafla liggur skriða úr Steinafjalli nær alveg að veginum. Kona sem býr í námunda við svæðið, sagði í samtali við fréttastofu að það hafi verið viðbúið að hræðilegt slys yrði á umræddum vegarkafla vegna grjóthruns. Hún sagðist binda vonir við að Vegagerðin myndi nú ráðast í framkvæmdir til að tryggja betur öryggi og furðaði sig á því að ekki hafi verið ráðist í þær áður, til dæmis vegna slyss sem móðir hennar lenti í fyrir nokkrum árum þegar hún ók á stærðarinnar grjót. Svanur Geir Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, segir að honum þyki leitt að heyra um þessa upplifun. „En ég verð að segja það að við könnumst bara ekki við að hafa fengið ítrekaðar ábendingar frá vegfarendum eða sveitarfélaginu út af þessari hættu en við höfum svo sem alveg verið meðvituð um það, okkar starfsmenn sem hafa verið að þjónusta veginn, hafa verið að benda okkur á að þetta gerist á nokkurra ára fresti, það kemur steinn og steinn en sem betur fer hefur ekki verið um alvarleg slys að ræða fram að þessu en mér finnst fullmikið að segja að það séu ítrekaðar ábendingar, ég kannast bara ekki við að en það breytir ekki stöðunni að þessi hætta er vissulega fyrir hendi“ Hann segir sambærileg verkefni fyrir hendi víða um land. „Þetta er alltaf bara spurning um forgangsröðun líka og stundum hittir maður á að forgangsraða rétt, greinilega ekki alltaf því miður.“ Hann sé sleginn vegna slyssins og muni skoða leiðir til úrbóta. Fyrst muni þau mæla svæðið upp og skoða aðstæður upp í fjallinu. „Við eigum svo sem til nokkurra ára gamlar hugmyndir um að koma fyrir svokölluðum skápum, sem þarf þá að moka inn í hlíðina aðeins til að búa til pláss, og að síðan verði gerður varnarveggur þannig að grjót sem kæmi þá niður hlíðina - það ætti ekki að berast inn á veg. Það er svo sem ekkert sem er 100 prósent í þessu.“ Vegagerð Umferðaröryggi Rangárþing eystra Samgönguslys Tengdar fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Kona sem býr steinsnar frá vettvangi banaslyss sem varð á Suðurlandi í gær segir að það hafi verið viðbúið að eitthvað hræðilegt myndi gerast á svæðinu í ljósi þess hve algengt er að það hrynji úr skriðum Steinafjalls. Hún bindur vonir við að Vegagerðin taki við sér áður en næsta stórslys verður. 1. apríl 2025 19:39 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Síðastliðinn mánudag varð banaslys rétt vestan við Holtsós á Suðurlandi þegar grjót hrundi á bíl á ferð með þeim afleiðingum að kvenkyns ferðamaður lést. Fréttastofa virti fyrir sér aðstæður við slysstað í gær en á stuttum vegarkafla liggur skriða úr Steinafjalli nær alveg að veginum. Kona sem býr í námunda við svæðið, sagði í samtali við fréttastofu að það hafi verið viðbúið að hræðilegt slys yrði á umræddum vegarkafla vegna grjóthruns. Hún sagðist binda vonir við að Vegagerðin myndi nú ráðast í framkvæmdir til að tryggja betur öryggi og furðaði sig á því að ekki hafi verið ráðist í þær áður, til dæmis vegna slyss sem móðir hennar lenti í fyrir nokkrum árum þegar hún ók á stærðarinnar grjót. Svanur Geir Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, segir að honum þyki leitt að heyra um þessa upplifun. „En ég verð að segja það að við könnumst bara ekki við að hafa fengið ítrekaðar ábendingar frá vegfarendum eða sveitarfélaginu út af þessari hættu en við höfum svo sem alveg verið meðvituð um það, okkar starfsmenn sem hafa verið að þjónusta veginn, hafa verið að benda okkur á að þetta gerist á nokkurra ára fresti, það kemur steinn og steinn en sem betur fer hefur ekki verið um alvarleg slys að ræða fram að þessu en mér finnst fullmikið að segja að það séu ítrekaðar ábendingar, ég kannast bara ekki við að en það breytir ekki stöðunni að þessi hætta er vissulega fyrir hendi“ Hann segir sambærileg verkefni fyrir hendi víða um land. „Þetta er alltaf bara spurning um forgangsröðun líka og stundum hittir maður á að forgangsraða rétt, greinilega ekki alltaf því miður.“ Hann sé sleginn vegna slyssins og muni skoða leiðir til úrbóta. Fyrst muni þau mæla svæðið upp og skoða aðstæður upp í fjallinu. „Við eigum svo sem til nokkurra ára gamlar hugmyndir um að koma fyrir svokölluðum skápum, sem þarf þá að moka inn í hlíðina aðeins til að búa til pláss, og að síðan verði gerður varnarveggur þannig að grjót sem kæmi þá niður hlíðina - það ætti ekki að berast inn á veg. Það er svo sem ekkert sem er 100 prósent í þessu.“
Vegagerð Umferðaröryggi Rangárþing eystra Samgönguslys Tengdar fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Kona sem býr steinsnar frá vettvangi banaslyss sem varð á Suðurlandi í gær segir að það hafi verið viðbúið að eitthvað hræðilegt myndi gerast á svæðinu í ljósi þess hve algengt er að það hrynji úr skriðum Steinafjalls. Hún bindur vonir við að Vegagerðin taki við sér áður en næsta stórslys verður. 1. apríl 2025 19:39 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
„Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Kona sem býr steinsnar frá vettvangi banaslyss sem varð á Suðurlandi í gær segir að það hafi verið viðbúið að eitthvað hræðilegt myndi gerast á svæðinu í ljósi þess hve algengt er að það hrynji úr skriðum Steinafjalls. Hún bindur vonir við að Vegagerðin taki við sér áður en næsta stórslys verður. 1. apríl 2025 19:39